Innlent

Mótmælaskilti rifin niður í skjóli nætur

Andstæðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár eru í öngum sínum eftir að skilti sem þeir settu upp til þess að mótmæla virkjunaráformunum voru rifin niður í nótt. Skiltin voru tvö, og var öðru þeirra komið fyrir á hlaði bóndans sem setti það upp. Hitt skiltið er enn ekki komið í leitirnar. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en formleg kæra hefur ekki borist.

Atie Bakker, félagsmaður í samtökunum Sól á Suðurlandi, segist ekki viss um hvort málið verði kært formlega. Þau vilji hins vegar fyrir alla muni fá skiltið til baka. Skiltið sem fannst á hlaðinu verður endurreist strax í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×