Innlent

Fjórir sóttu um stöðu hæstaréttardómara

Fjórir sóttu um embætti hæstaréttadómara sem skipað verður í frá og með 1. september 2007. Umsóknarfresturinn rann út þriðjudaginn 31. júlí síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

Dr. juris Páll Hreinsson, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands

Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands

Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA dómstólinn í Luxemborg

Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur.

Hrafn Bragason hæstaréttardómari, baðs lausnar frá embætti í byrjun júlí. Hrafn er 69 ára gamall. Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1987 og á árunum 1994 til 1995 var hann forseti Hæstaréttar Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×