Fleiri fréttir

Alcan ætlar að kæra mótmælendur

Alcan ætlar að kæra þá meðlimi samtakanna Saving Iceland sem mótmæltu við álver fyrirtækisins í Straumsvík í gær. Fjármálastjóri fyrirtækisins segir lögfræðinga fyrirtækisins vera vinna í málinu.

Íslendingar heimsmeistarar í gervigreind

Íslenskur hugbúnaður bar sigur úr býtum í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada. Keppninni lauk í gær eftir úrslitaleik hugbúnaðar frá Háskólanum í Reykjavík gegn Háskólanum í Kaliforníu, sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum og í öðru sæti í fyrra.

Aðgerðum Saving Iceland mótmælt

Undirskriftarsöfnun hefur verið hrundið af stað á netinu þar sem þess er krafist að samtökin Saving Iceland hætti ólöglegum eignarspjöllum, umferðartöfum og skerðingu ferðafrelsis.

Bensín lækkar loks

Það er sagt að sum fyrirtæki hækki um leið og krónan veikist en birgðastaða þeirra virðist alltaf mikil þegar krónan styrkist. Dollarinn hefur nú um nokkurt skeið verið undir 60 krónum og var marga farið að lengja eftir lækkun ýmissa vara, til dæmis bensíns.

Metár í ferðamennsku

Það er staðfest, þetta er besta ferðaár frá upphafi. Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt, en hver eru næstu skref í þessum geira? Ísland í dag ræddi við Magnús Oddsson, ferðamálastjóra.

Gæludýrin svæfð

Fólk lætur frekar svæfa dýrin sín á sumrin en á öðrum árstíma og töluvert fleiri kettir á vergangi koma inn í Kattholt. Ísland í dag hitti dýralækni og formann Kattavinafélagsins til að ræða þessi mál.

Þjófavarnir

Innbrotsþjófar eru margir útsjónarsamir og nýta sér sumarfríin til þess að láta greipar sópa um híbýli fólks. Sumir eru með öflugt öryggiskerfi til þess að fæla burt óboðna gesti en ekki hafa allir efni á slíku. En ýmislegt er þó hægt að gera til þess að halda óprúttnum þjófum í fjarlægð.

Annríki hjá lögreglu vegna fíkniefnamála

Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sautján ára piltur var stöðvaður við akstur í Háleitishverfi í gærmorgun. Hann var í annarlegu ástandi og á vettvangi fundust ætluð fíkniefni.

Öldruðum, fötluðum og deyjandi úthýst

Yfirlæknir öldrunarmála á Landspítalanum segir að ekki sé gert ráð fyrir öldruðum, fötluðum eða deyjandi sjúklingum í líknarmeðferð á nýju hátæknisjúkrahúsi. Engin skýr svör hafi fengist en ákveðið hafi verið að þessir hópar fengju ekki inni þegar lækka þurfti eina spítalabygginguna eftir grenndarkynningu.

5 ára sonur gæti bjargað flóttamanni

Framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að flóttamaður frá Darfur héraði í Súdan, sem á fimm mánaða son en hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi, geti kært úrskurð dómsmálaráðuneytisins. Ákvæði í lögum heimilar manninum að dvelja hér á landi hafi hann sérstök fjölskyldutengsl við landið.

Mótmælendur í lífshættu við álverið í Straumsvík

Þrettán manns voru handteknir eftir mótmæli samtakanna Saving Iceland við álverið í Straumsvík í dag. Lögregla segir hóp fólksins hafa verið handtekin af öryggisástæðum, þar sem fólkið hafi hreinlega verið í lífshættu er það hljóp inná svæðið við kerskála álversins.

Göng til Eyja munu kosta 50-80 milljarða króna

Vestmannaeyjagöng munu kosta á bilinu fimmtíu til áttatíu milljarða króna, samkvæmt nýrri skýrslu íslenskrar verkfræðistofu. Í skýrslunni er það talið álitamál hvort réttlætanlegt sé að grafa jarðgöng á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið er.

Auðmenn að safna jörðum á Íslandi

Sverrir Kristinsson, varaformaður Félags fasteignasala,segir að íbúafjölgun í Reykjavík nú sé sú mesta í hálfa öld. Þetta sé einn af meginþáttunum sem orsakað hafa mikla hækkun á húsnæði í höfuðborginni. Sverrir segir að eignamenn séu að safna jörðum og verð á þeim og lendum hafi því hækkað mikið.

Tveir á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu

Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í gærkvöldi en bílar þeirra mældust á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu í Breiðholti. Annar ökumannanna er 17 ára og nýkominn með bílpróf en hinn er á fertugsaldri.

Talið að mótmælendur gætu verið í hættu

Óttast var um öryggi mótmælendanna sem handteknir voru við álver Alcan í Straumsvík. Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan eitt í dag. Talið var að þeir sem fóru inn á svæðið gætu verið í alvarlegri hættu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Bensínverð lækkar í dag

Olíufélögin hafa verið að lækka verð á bensíni í dag um hátt í fjórar krónur á lítrann, og kostar hann á mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum almennt innan við hundrað tuttugu og eina króna. Þetta er í samræmi við lækkun á heimsmarkaði.

Auralaus sælkeri handtekinn á veitingahúsi

Karlmaður um fertugt var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni í gærkvöld en þar hafði hann gert vel við sig í mat og drykk samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kom að því að greiða reikninginn gat maðurinn hins vegar ekki borgað fyrir kræsingarnar. Hann er því skiljanlega ekki lengur neinn aufúsugestur á veitingastaðnum en maðurinn er raunar óvelkominn á fleiri stöðum.

Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða

Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna.

Þrettán mótmælendur handteknir við álverið í Straumsvík

Um þrettán mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland voru handteknir vegna mótmæla við álverið í Straumsvík laust eftir klukkan tvö í dag. Hluti hópsins hlekkjaði sig við hlið að vinnusvæði álversins og tókst þannig að loka tímabundið fyrir alla umferð að svæðinu. Þá fóru nokkrir mótmælendur inn á vinnusvæðið.

Lýsa yfir áhyggjum vegna sífellt flóknari reglna

Sífellt flóknari regluverk um vigtun sjávarafla og aukin ábyrgð á starfsmenn hafna án endurgjalds frá ríkinu er áhyggjuefni að mati stjórnar Hafnasambands Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu.

Þrír mótmælendur handteknir við álverið í Straumsvík

Um 20 mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland hafa stöðvað alla umferð að álverinu í Straumsvík. Þá hafa nokkrir mótmælendur farið inn á vinnusvæðið. Lögreglan hefur nú þegar handtekið þrjá mótmælendur.

Vegagerðin ætlar ekki að fjölga ferðum Herjólfs um Verslunarmannahelgina

Vegagerðin mun ekki verða við beiðni Vestmannaeyjabæjar um að bæta við fleiri næturferðum með Herjólfi um Verslunarmannahelgina. Ástæðurnar eru aukinn kostnaður og það að ekki er uppselt í þær ferðir sem áður hafði verið bætt við. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir þetta mikil vonbrigði.

Lögreglubílum fjölgað undanfarin ár

Lögreglubílum hefur fjölgað, meðalaldur þeirra lækkað og akstur þeirra aukist verulega, frá því að Ríkislögreglustjóri tók við innkaupum og rekstri allra lögreglubíla í landinu fyrir nokkrum árum.

Laxveiði að glæðast á ný

Laxveiði er víða að glæðast eftir mjög lélega veiði að undanförnu, sem aðallega er rakin til vatnsleysis í ánum vegna þurrka.

Legnámsaðgerðir algengar hér á landi

Hlutfallslega flestar legnámsaðgerðir voru framkvæmdar hér á landi árið 2004 borið saman við hin Norðurlöndin samkvæmt samantekt Norræna heilbrigðistölfræðiráðsins. Alls voru 365 slíkar aðgerðir framkvæmdar á Íslandi á hverja 100 þúsund íbúa en næst flestar voru aðgerðirnar í Finnlandi eða 354 talsins.

Sautján ára tekinn fyrir fjögur innbrot

Lögreglan á Akureyri hefur haft hendur í hári unglings á sautjánda ári, sem framið hefur mörg innbrot í bænum að undanförnu og var að koma sér upp glæpaklíku.

Skýfall í höfuðborginni í gærkvöldi

Úrhellis rigningu eða skýfall gerði á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var slökkviliðið kallað í þrjú hús til að dæla út vatni, sem kom upp úr niðurföllum í þeim.

Rúmlega fimmtíu styrkir veittir úr tónlistarsjóði

Alls voru veittir 51 styrkur úr tónlistarsjóði fyrir seinni helming þessa árs samkvæmt tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Hæsta styrkinn hlaut tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik eða 3 milljónir króna. Þá fékk Hamrahlíðarkórinn ferðastyrk upp á 800 þúsund krónur.

Mikil eftirspurn eftir íbúðum á gamla varnarsvæðinu

Umsóknir bárust um allar þær 300 íbúðir sem leigja á út á gamla varnarsvæðinu í fyrsta áfanga. Fyrstu íbúarnir komu í morgun til að undirrita leigusamninga en áætlað er að um 700 manns muni búa á svæðinu frá ágústlokum.

Mannlaus bíll keyrði á hús

Húsráðanda á Akranesi brá heldur betur í brún í gær þegar mannlaus bifreið kom niður götuna og keyrði beint á húsið hans. Ökumaður hafði skroppið út úr bílnum en hins vegar láðst að taka bifreiðina úr akstursgír. Bíllinn rann 150 metra áður en hann keyrði á húsið.

Veiðifélag hafnar virkjunum í Þjórsá

Hætta er á að lífríki í neðri hluta Þjórsár raskist komi til virkjunarframkvæmda þar að mati Veiðifélags Þjórsár. Félagið skorar á Landsvirkjun að falla frá virkjunarframkvæmdum á svæðinu og á sveitarstjórn Flóahrepps að hafna Urriðafossvirkjun í skipulagi sveitarinnar. Félagið lýsir þungum áhyggjum vegna virkjunarinnar.

Laxveiði tekur við sér

Laxveiði er víða að glæðast eftir mjög lélega veiði að undanförnu, sem aðallega er rakið til vatnsleysis í ánum vegna þurrka. Vatnið í þeim hefur líka hlýnað upp úr öllu valdi þannig að laxinn hefur legið og ekki viljað taka beitu. Víða hefur hann líka legið út af árósunum og ekki gengið upp, eða hafst við í jökulánum og ekki gengið upp i ferskar þverárnar vegna vatnsleysis. Dæmi voru um að veiðimenn reyndu ekki einu sinni að nýta veiðileyfi sín, en nú er dæmið hvarvetna að snúast við.

Fleiri apótek á íbúa á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Mun færri íbúar eru á hvert apótek hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Munurinn er mestur á Íslandi og Danmörku þar sem tæplega 17 þúsund manns eru á hvert apótek, er rösklega fimm þúsund hér á landi. Páll Pétursson formaður lyfjagreiðslunefndar segir í viðtali við Blaðið að ef apótekum fækkaði hér á landi myndi lyfjaverð lækka. Slíkt yrði þó ekki gert með lagasetningu.-

Bílslys á Reykjanesbraut

Bílslys varð á Reykjanesbraut norðanmegin við Kúagerði nú fyrir skömmu. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á staðnum og samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er talið einhverjir séu fastir í bílum. Lögreglan hafði ekki frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Verðlag enska boltans

Eftir rétt um þrjár vikur hefst útsending á enska boltanum á sjónvarpsstöðinni SÝN 2. Deilt hefur verið á verðlagið á stöðinni sem sumir telja alltof dýra.

Á skaki frá Rifi

Það er bölvað basl að standa í trilluútgerð segir Sigurður Páll Jónsson trillukarl. Hann segir kvótaverð orðið svo hátt að menn séu hættir að geta veitt upp í kostnað.

Læknanýlenda í Ungverjalandi

Milli fimmtíu og sextíu Íslendingar stunda nú nám í læknisfræði í Ungverjalandi. Stærstur hluti þeirra reyndi að komast í læknisfræði við Háskóla Íslands en hafði ekki erindi sem erfiði. Læknanámið ytra er fullgilt á Íslandi, sem og í öðrum löndum innan ESB.

Sveitarstjórn hundsar eftirlitsskyldu vegna virkjunar

Skipulagsstofnun telur Eyja- og Miklaholtshrepp hafa hundsað eftirlitsskyldu sína gagnvart Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Framkvæmdir eru ekki í samræmi við þau gögn sem stuðst var við þegar stofnunin mat að virkjunin skyldi undanskilin mati á umhverfisáhrifum. Oddviti sveitarstjórnarinnar er jafnframt er forsvarsmaður virkjunarinnar.

Danir gefast upp á Tetra-kerfinu

Danskir slökkviliðsmenn hafa gefist uppá Tetra fjarskiptakerfi sem hefur verið til reynslu í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma. Í Bretlandi hafa líka orðið vart um vandræði með samskonar kerfi. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir kerfin ekki sambærileg við það íslenska, sem sé nýjustu gerðar.

Sjá næstu 50 fréttir