Innlent

Umhverfissinni smíðar flugvél í frístundum og spilar á fullvaxið pípuorgel í bílskúrnum

Einn helsti baráttumaður gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár er þúsund þjala smiðurinn Ólafur Sigurjónsson í Forsæti. Á meðan hann berst ekki gegn áformum Landsvirkjunar leikur hann á pípuorgel ættað úr Landakirkju í Vestmannaeyjum í bílskúrnum sínum og hann smíðar líka flugvél.



Það hljóp á snærið hjá Ólafi í Forsæti árið 1977 þegar hann keypti orgelið úr Landakirkju í Vestamannaeyjum sem margir töldu að gosið hefði eyðilagt með öllu.

Ólafur safnar nú kröftum í baráttunni fyrir óbreyttum Urriðafossi sem fellur nærri Forsæti með því að leika á orgelið sem hann hefur gert sem nýtt og sett upp í bílskúrnum heima hjá sér.

Ólafur er flugmaður, bóndi, tónlistarmaður, smiður, náttúruverndarsinni og mikill hagleiksmaður.

Hann hefur gert upp gamalt fjós að Forsæti og þar hefur hann opnað listasafn í félagi við konuna sína. Þarna sýna þau listaverk, gömul tæki og gripi sem Ólafur og faðir hans hafa smíðað.

Ólafur vinnur nú líka að því að gera upp flugvél í einu útihúsanna að Forsæti. Margt er augljóslega óunnið og flugvélin er enn að mestu notuð sem bæli kattarins. Ólafur smíðar sína flugvél úr krossviði en ekki áli sem er engu að síður vinsæll efniviður í flugvélar. Ólafur segir að Bandaríkjamenn þurfi að endurvinna meira af áldósum en á stuttum tíma gætu þeir náð að endurvinna jafnmikið magn áls og í öllum flugflota Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×