Innlent

Bensín lækkar loks

Það er sagt að sum fyrirtæki hækki um leið og krónan veikist en birgðastaða þeirra virðist alltaf mikil þegar krónan styrkist. Dollarinn hefur nú um nokkurt skeið verið undir 60 krónum og var marga farið að lengja eftir lækkun ýmissa vara, til dæmis bensíns.

Álagning á bensíni og ekki síst díselolíu hefur aukist gríðarlega síðasta árið samkvæmt útreikningum FÍB. Skömmu eftir að Ísland í dag spurðist fyrir um hvers vegna sterkt gengi krónunnar hefði ekki skilað sér í lægra bensínverði lækkuðu öll olíufélögin verð á eldsneyti.

Verð á sjálfsafgreiðslustöðvum lækkaði að jafnaði um fjórar krónur á hvern lítra í dag eins og Ísland í dag komst að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×