Innlent

Íslenskir auðmenn skrá einkaþotur sínar á Caymaneyjum

Flugvélum fjölgar á Íslandi.
Flugvélum fjölgar á Íslandi. MYND/HH

Engin íslenskur forstjóri eða stórfyrirtæki hafa látið skrá einkaþotur sínar á Íslandi, en þær eru orðnar að minnstakosti fimm og tvær hið minnsta munu vera væntanlegar.

Fjögur hundruð og sjö flugvélar voru skráðar hér á landi um síðustu áramót, samkvæmt skráningu Flugmálastjórnar og hafði fjölgað um tíu á árinu. Af heildarfjöldanum voru 82 stórar flugvélar og þotur, 29 léttari vélar eins og til dæmis Fokkervélar Flugfélags Íslands, og hátt í 300 litlar vélar í eigu ýmissa aðilla.

Stærsti flugrekandinn í fyrra var Atlanta með 31 þotu og næst Icelandair með 22 þotur skráðar hér.

Íslensku auðmennirnir skrá flestar sínar þotur á Caymaneyjum skammt frá Kúbu í Mið-Ameríku. Það er breskt sjálfsstjórnarsvæði og alþjóðleg skattaparadís, sem sést best af því að íbúar eru aðeins 43 þúsund, en 68 þúsund fyrirtæki úr öllum heiminum er skráð þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×