Innlent

Veiðifélag hafnar virkjunum í Þjórsá

Urriðafossvirkjun.
Urriðafossvirkjun. MYND/365

Hætta er á að lífríki í neðri hluta Þjórsár raskist komi til virkjunarframkvæmda þar að mati Veiðifélags Þjórsár. Félagið skorar á Landsvirkjun að falla frá virkjunarframkvæmdum á svæðinu og á sveitarstjórn Flóahrepps að hafna Urriðafossvirkjun í skipulagi sveitarinnar. Félagið lýsir þungum áhyggjum vegna virkjunarinnar.

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í síðastliðnum júnímánuði.

Í yfirlýsingunni er einnig skorað á sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að fella bæði Hvamms- og Holtavirkjun út af skipulagi sveitarinnar. Þá lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af virkjunaráformum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár vegna gríðarlegra röskunar á lífríki náttúrunnar í ánni og öðru vatnasvæði hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×