Innlent

Rúmlega fimmtíu styrkir veittir úr tónlistarsjóði

Frá Airwaves tónlistarhátíðinni. Hátíðin fékk 1,5 milljón krónur í kynningar- og ferðastyrk.
Frá Airwaves tónlistarhátíðinni. Hátíðin fékk 1,5 milljón krónur í kynningar- og ferðastyrk. MYND/GFV

Alls voru veittir 51 styrkur úr tónlistarsjóði fyrir seinni helming þessa árs samkvæmt tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Hæsta styrkinn hlaut tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik eða 3 milljónir króna. Þá fékk Hamrahlíðarkórinn ferðastyrk upp á 800 þúsund krónur.

Tónlistarsjóði bárust 77 umsóknir um styrk en þetta er í sjötta sinn sem auglýst var eftir umsóknum. Heildarfjárhæð umsókna nam rúmum 77 milljónum króna. Veittir voru styrkir til 51 verkefnis og nam heildarfjárhæð rétt rúmum 18 milljónum króna.

Hæsta styrkinn hlaut tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik eða 3 milljónir króna. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fékk kynningar- og ferðastyrk upp á 1,5 milljón króna og Íslensk tónverkamiðstöð fékk styrk upp á eina milljón króna vegna markaðsverkefnis. Þá fékk Hamrahliðarkórinn ferðastyrk upp á 800 þúsund krónur

Í lok júlímánaðar verður aftur auglýst eftir umsóknum en þá verða eingöngu veittir ferðastyrki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×