Fleiri fréttir

Beðnir um að sýna varúð við akstur

Viðgerð á vegaköntum í Langadal í Húnavatnssýslu stendur nú yfir og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Verðmæti framleiðsluvara eykst

Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara jókst um tæpan 61 milljarð króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst.

Nýr golfvöllur tekinn í notkun

Nýr átján holu golfvöllur var tekinn í notkum að Hamri, skammt frá Borgarnesi í gær. Þetta er stækkun á níu holu velli, sem þar var fyrir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar tilkynnti við þetta tækifæri, að bærinn ætlaði að verja 50 milljónum króna, næstu tíu árin, til frekari uppbyggingar á svæðinu. Með tilkomu nýja Hamars vallarins, eru tveir átján holu golfvellir á Vesturlandi, hinn er á Akranesi.

Vinstri-grænir vilja að ríkið tryggi sér aftur hlut í Hitaveitu Suðurnesja

Vinstri grænir í Hafnarfirði lýsa fullri ábyrgð á ríkisstjórninni að hafa hrundið af stað einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og vilja að ríkið endurheimti sinn hlut í fyrirtækinu eða tryggi með öðrum hætti að aðilar sem hyggist tryggja sér orkuréttindi til þess að geta nýtt þau í þágu eigin fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, til dæmis með því að selja orkuna til mengandi stóriðjufyrirtækja, að því er fram kemur í ályktun.

Ördeyða í laxveiðiám

Byrjun laxveiðisumarsins þykir einhver sú daprasta í áratugi. Laxveiðin í Norðurá er til dæmis aðeins þriðjungur þess sem eðlilegt þykir og lætur nærri að einn lax sé að koma þar á land á dag á hverjar fjórar stangir.

Þyrlan fylgist með þungri umferð

Um helgina hefur lögreglan lagt þunga á að fylgjast með hraðakstri og til þess notaði hún þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir að þyrlan hafi skilað mjög góðum árangri og hafi verið notuð víða um land um helgina.

Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss

Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Flugvél Icelandair fyrst

Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag.

Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði

Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag, en aðeins hluti flugvallarins hefur verið opnaður eftir hryðjuverkatilræðið í gær. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega.

Afstöðu hreppsnefndar Flóahrepps fagnað

Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt hreppsnefndar Flóahrepps frá 13. júní 2007, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins fá illa launuð störf

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær.

Miklar hækkanir hjá Já

Gjald fyrir aukaskráningar í símaskránni hafa hækkað um hundrað prósent að meðaltali frá því á síðasta ári. Kvörtun hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun vegna þessa

Sveitarfélög vel sett eftir sölu á Hitaveitu Suðurnesja

Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbindingar að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði.

Segir fyrrum starfsmenn Varnarliðsins verr launaða nú

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist.

Varmársamtökin með skemmtun í Álafosskvos

Varmársamtökin í Mosfellsbæ efna til skemmtunar í Álafosskvosinni klukkan fjögur í dag með það að markmiði að hvetja til samstöðu í baráttunni um að framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum.

Mótmæli gegn Urriðafossvirkjun

Baráttufundur til verndar Þjórsá verður við Urriðafoss í dag. Að fundinum standa náttúruunnendur og áhugafólk um verndun fossins en markmiðið er að styðja baráttu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu.

Fjölmenni á Höfn í Hornafirði

Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn.

Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur

Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín.

Samskipti sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnámi

Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina hafa komið samskiptum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnám vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðing orkufyrirtækja leiði einungis til hækkunar raforkuverðs sem bitni alfarið á heimilunum.

Átök um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja

Átök eru um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja á milli tveggja blokka, annars vegar Reykjanesbæjar og fjárfestingafélagins Geysis Green Energy og hins vegar Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Geysis efast um að markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Hitaveitunnar nái fram að ganga þar sem sveitarfélög berjist um bitann.

Aldrei stærra skemmtiferðaskip í Reykjavík

Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn í morgun. Skemmtiferðaskipið Grand Princess er engin smásmíð, skipið er alls um 109 þúsund brúttólestir og var um tíma stærsta skemmtiferðaskip heims. Það er núna það tuttugasta og þriðja í röðinni yfir slík skemmtiskip.

Umferðarslys á Biskupstungnabraut

Tveir eru hugsanlega slasaðir eftir umferðarslys á Biskupstungnabraut. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og hefur veginum verið lokað ofan við Þrastalund. Umferðin á svæðinu er töluvert þung og viðbúið er að óhappið valdi enn frekari töfum.

Freonleki í Sláturfélaginu á Fosshálsi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna reyks hjá Sláturfélagi Suðurlands á Fosshálsi. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að ekki reyndist kviknað í heldur var um freonleka að ræða. Slökkvilið hefur komist fyrir lekann og er að ganga frá á vettvangi.

­Hagfræðingur LÍÚ gagnrýnir Sturlu Böðvarsson

Hagfræðingur LÍÚ, Sveinn Hjartarson, skýtur föstum skotum á Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis í pistli sem hann ritar í nýjasta tölublað Fiskifrétta. Hann gagnrýnir harðlega hátíðarræðu Sturlu á þjóðhátíðardaginn og segir þá sem best til þekkja í sjávarútvegsmálum vera orðlausa yfir ræðunni.

Hjólamótmælum ekki sérstaklega beint gegn stóriðju

Hjólamótmælin í miðborginni í gær sem greint var frá á Vísi og Stöð 2 voru ekki runnin undan rifjum Saving Iceland samtakanna eins og haldið var fram. Um var að ræða viðburð sem kallaður er „Keðjuverkun“ eða „Critical Mass“ og snýst um að hjólreiðafólk geri sig sýnilegt á götum úti, meðal annars til að stuðla að bættri umferðarmenningu.

Skrúðganga við verkamannabústaðina við Hringbraut

Hátíðahöld í tilefni 75 ára afmælis verkamannabústaðanna við Hringbraut í Reykjavík hefjast hefjast kl 14:30 í dag með skrúðgöngu frá horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu undir blæstri Lúðrasveitar verkalýðsins. Gengið verður umhverfis bústaðina með viðkomu hjá styttu Héðins Valdimarssonar.

Ætlar að halda Hitaveitunni á Suðurnesjum

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja, segir að bærinn ætli sér að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að halda Hitaveitu Suðurnesja á Suðurnesjum. Hann segir að æskilegast hefði verið að fá fyrirtækið Geysi Green Energy inn í Hitaveituna. Hann er ósáttur við framgöngu Orkuveitunnar í málinu.

Risastórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn

Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn núna í morgun. Jón Örn Guðbjartsson skoðaði skipið.

Íbúum í Smáranum mun fjölga um helming

Íbúar í Smáranum í Kópavogi eru afar ósáttir við þétta byggð og háhýsi á svæði sem nú er merkt grænt á aðalskipulagi. Íbúum mun fjölga um tæplega helming á svæðinu. Á fundi í Smáraskóla var tillaga að nýju deiliskipulagi kynnt. Í því er gert ráð fyrir byggingu tveggja átta hæða turna í stað bensínstöðvar við Arnarsmára.

Lokuðu umferðargötum í mótmælaskyni

Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Hópurinn vakti allnokkra athygli í borginni í gær og urðu nokkrar tafir á umferð vegna þessara aðgerða Saving Iceland hópsins.

Kapphlaup um kaup á Hitaveitu Suðurnesja

Kapphlaup er hafið um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hyggjast að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Vegna ákvörðunar sveitarfélaganna tveggja virðist ekki ætla að verða að kaupum Geysis Green Energy á hlut sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Á annað þúsund gesta á Humarhátíð

Góð stemmning var á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði í gær en hátíðin var sett í gær. Á annað þúsund gesta hafa lagt leið sína til bæjarins í tilefni hátíðarinnar. Lögregla segir hátíðina hafa farið mjög vel fram en þó hafi nokkuð borið á ölvun þegar líða tók á nóttina. Ein líkamsárás hefur verið kærð.

Fíkniefnasali handtekinn í fyrsta skipti á Hólmavík

Fíkniefnasali var handtekinn af lögreglunni á Hólmavík í nótt en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla á staðnum handtekur meintan fíkniefnasala við iðju sína í bænum. Málið er nú í rannsókn sem og þau efni sem maðurinn hafði í fórum sínum.

Á 140 kílómetra hraða undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær ökumann sem keyrði á ríflega 140 kílómetra hraða í Álftafirði. Um þremur tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað við umferðareftirlit. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna.

Umferð gengur vel

Enn er töluverð umferð út úr bænum og virðist hún aukast eftir því sem líður á kvöldið. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel og aðeins örfá óhöpp verið tilkynnt. Þau hafa öll verið minniháttar.

Á annan tug tilkynninga vegna vanrækslu og slæmrar meðferðar á dýrum

Á annan tug tilkynninga berast Bændasamtökunum á ári hverju vegna verulegrar vanrækslu á húsdýrum hér á landi. Dæmi eru um að dýrin séu vannærð svo dögum skipti og séu hýst í lélegum og illa þrifnum húsum. Flestar tilkynningar berast vegna vanrækslu á hrossum og sauðfé.

Hraðamælt úr þyrlu um helgina

Viðbúnaður er hjá lögreglu og björgunarsveitum vegna einnar stærstu ferðahelgar sumarsins, sem nú er að ganga í garð. Þyrla verður notuð til að mæla umferðarhraðann á fjölförnustu leiðum.

Sjá næstu 50 fréttir