Innlent

Lokuðu umferðargötum í mótmælaskyni

Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Hópurinn vakti allnokkra athygli í borginni í gær og urðu nokkrar tafir á umferð vegna þessara aðgerða Saving Iceland hópsins.

Ferðinni lauk við Alþingishúsið þar sem meðal annars var leikin tónlist og veitingar reiddar fram. Þessi sömu samtök hafa undanfarin tvö sumur mótmælt við Kárahnjúka og við álverið á Reyðarfirði. Fleiri uppákomur eru sagðar væntanlegar á næstunni. Samkvæmt heimasíðu samtakanna munu þau standa fyrir mótmælabúðum í sumar þriðja árið í röð, auk þess að standa fyrir ráðstefnu um hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna um næstu helgi að Króki í Ölfusi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×