Innlent

Varmársamtökin með skemmtun í Álafosskvos

Varmársamtökin í Mosfellsbæ efna til skemmtunar í Álafosskvosinni klukkan fjögur í dag með það að markmiði að hvetja til samstöðu í baráttunni um að framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum. Með uppákomunni vilja samtökin ennfremur vekja athygli landsmanna á því að lögð hefur verið tengibraut um Álafosskvos án deiliskipulags. Samtökin hafa með liðsstyrk Álfyssinga, fengið listamenn til liðs við sig sem ætla skemmta gestum og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×