Innlent

Mótmæli gegn Urriðafossvirkjun

Baráttufundur til verndar Þjórsá verður við Urriðafoss í dag. Að fundinum standa náttúruunnendur og áhugafólk um verndun fossins en markmiðið er að styðja baráttu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu.

Í síðustu viku efndi sveitastjórn Flóahrepps til íbúafundar þar sem kynntar voru tvær tillögur að aðalskipulagi svæðisins. Önnur tillagan var með Urriðafossvirkjun í skipulagi en hin var án virkjunar. Í byrjun júní mánaðar hafnaði sveitastjórnin Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi því ekki taldist nægur ávinningur af virkjun. Eftir fundi með Landsvirkjun breyttist hljóðið í sveitastjórnarmönnum og lagðar voru fram tvær skipulagstillögur, með virkjun og án, fyrir íbúa hreppsins. Samtök áhugafólks um verndun Þjórsárvera, Sól í Flóa gagnrýndi sinnaskipti sveitarstjórnarinnar harðlega og sakaði Landsvirkjun um mútur og hótanir, sem Landsvirkjun vísaði alfarið á bug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×