Innlent

Áform Iceland Express ýti á borgaryfirvöld að finna flugvellinum nýjan stað

Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir fyrirætlanir Iceland Express um að hefja innanlands- og millilandaflug frá Reykjavík ýta á borgaryfirvöld um að finna flugvellinum nýjan stað.

Flugfélagið Iceland Express tilkynnti í gær að félagið áformaði að hefja innanlands og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli á næsta ári með því skilyrði að það fái lóð úthlutað fyrir flugstöð og flughlað. Félagið hefur viðrað hugmyndir sínar við samgönguráðherra og Borgarráð og hyggst kynna málið fyrir Flugstoðum eftir helgi.

Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfis og samgönguráðs segir borgaryfirvöld fagna öllum hugmyndum um samkeppni og fjölbreytni í innanlands og millilandaflugi. Hins vegar efist hann um að starfsemi flugfélagsins eigi að vera í Vatnsmýrinni.



Flugumferð um Reykjavíkurflugvöll hefur aukist töluvert undanfarin ár og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur umferð á flugvellinum sjaldan verið meiri en í júní mánuði. Hátt í þrjú þúsund flugtök og lendingar véla sem eru yfir tvo tonn á þyngd hafa verið skráð á vellinum í júní. Þá eru ekki taldar með kennslu- og einkavélar og einkaþotur sem skipta hundruðum.



Gísli segir varhugavert að flug yfir miðborginn hafi verið stóraukið án þess að íbúar svæðisins hafi verið spurðir. Hann segir tímabært að finna flugvellinum nýjan stað og nefnir þar Löngusker og Hólmsheiði sem álitlega kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×