Innlent

Höft á innflutningi afar forneskjuleg

Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. Þetta eigi ekki síst við í þeim tilvikum þar sem um er að ræða þær tegundir af osti sem ekki eru framleiddar hér á landi. Innflytjendur skora á Landbúnaðarráðherra að leggja af allar hömlur í innflutningi á osti og öðrum landbúnaðarvörum.

Landbúnaðarráðherra segist vilja liðka til fyrir innflutningi á landbúnaðarafurðum, með það að markmiði að lækka verð til neytenda, en segir jafnframt að horfa þurfi til þess að markaður sé samhliða tryggður fyrir íslenskar afurðir erlendis. Ráðherra segir að Íslendingar eigi þannig að nota tækifærið í þeim skrefum sem verið er að taka til að skapa svigrúm fyrir íslenska framleiðslu á erlendum mörkuðum. Ráðherra segir að ekki sé að vænta frelsis á innflutningi á landbúnaðarafurðum í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×