Innlent

Höfuðborgarstofa verðlaunuð fyrir markaðsstarf

MYND/Stöð 2

Höfuðborgarstofa hlaut í gær sérstaka viðurkenningu á ársþingi samtakanna European City Marketing fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. 130 borgir eiga aðild að samtökunum og fram kemur í tilkynningu frá borginni að þetta sé í fyrsta sinn sem markaðsverðlaunin séu veitt.

Dómnefnd samtakanna segir Höfuðborgarstofu hafa náð einstökum árangri með frumlegri og ferskri markaðssetningu. Árangurinn hafi verið langt umfram það sem búast má við af svo lítilli markaðssskrifstofu.

Tvenns konar verðlaun voru veitt á ársþinginu, annars vegar fyrir borg sem áfangastað og hins vegar fyrir ferðamálastofu Evrópuborgar. Reykjavík var tilnefnd sem ein af fimm ferðamálastofum borga og hlaut Gautaborg verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×