Innlent

Eimskip styrkir Fjöltækniskólann

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar styrkir Eimskip Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000. Styrknum verður varið til tækjakaupa á vélstjórnar- og skipstjórnarsviðum skólans. Auk þess mun Eimskip greiða nokkrum útvöldum nemendum skólans, á vélstjórnar- og skipstjórnarsviðum hans styrk á hverju ári. Styrkurinn er hugsaður til að mæta kostnaði nemenda við skólagjöld, bókakaup og annan kostnað. Auk styrksins mun þessum nemendum bjóðast störf hjá Eimskip bæði á sumrin svo og að námi loknu.

Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Eimskip og Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækiskólans undirrituðu samninginn fyrir hönd Eimskips og Fjöltækniskólans um borð í Dettifossi í Sundahöfn, ásamt þeim Sigríði Guðmundsdóttur Fræðslustjóra Eimskips, Matthíasi Matthíassyni skipstjóra á Dettifossi og Magna Óskarssyni, sviðsstjóra skipstjórnarsviðs Fjöltækniskólans og Jóhannesi Ómarssyni sviðsstjóra vélstjórnarsviðs Fjöltækniskólans, segir í Fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×