Innlent

Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. Hundruð þúsunda ferðafólks leggja leið sína um þessi svæði ár hvert.

Þá hefur Orkuveitan markað nýja stefnu varðandi svæðin. Helstu atriði hennar eru stóraukin umsvif í landbótaverkefnum og að almenningur og félagasamtök verði virkjuð til þátttöku í verkefnunum.

Guðmundur Þóroddsson segir ljóst að þau svæði sem um ræðir sé hægt að nota bæði til orkunýtingar og sem útivistarsvæði. Þetta sjáist bæði á Elliðárvatnssvæðinu og á Hengilssvæðinu, sem er mikið sótt, bæði af Íslendingum og erlendum ferðamönnum.

Í stjórn útivistarsvæðanna voru kjörin þau Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, sem verður formaður hennar, Jórunn Frímannsdóttir, Jakob Hrafnsson, Dofri Hermannsson og Friðrik Dagur Arnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×