Fleiri fréttir Nicholas Burns kemur í kvöld Nicholas Burns, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í kvöld í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 13.6.2007 11:38 Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01 Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45 Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19 Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57 Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01 Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53 Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19 Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18 Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13 Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09 Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06 Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59 Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57 Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53 Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50 Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44 Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. 12.6.2007 16:55 Ungur drengur í andnauð Ungur drengur lenti í andnauð í dag eftir að hafa gleypt fimm krónu pening. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til en drengurinn kastaði peningnum að lokum upp. Honum varð ekki af að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.6.2007 16:50 Sveinn hættir í bæjarráði Akraness Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akraneskaupstaðar, lét af störfum í dag. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Í hans stað kemur framsóknarmaður. 12.6.2007 16:49 Háskóli Íslands kemur best út í stjórnsýsluúttekt á íslenskum háskólum Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla. 12.6.2007 16:39 Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl. 12.6.2007 16:35 Miðborgin hefur mörg sóknarfæri Miðborgin hefur mörg sóknarfæri til að auka verslun á svæðinu að mati Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Aðeins rétt rúmlega helmingur borgarbúa fer oftar en einu sinni í mánuði í miðborgina til að sækja verslun samkvæmt nýbirtri könnun Capacent Gallup. Vilhjálmur segir tölurnar ekki vera áhyggjuefni og segir frekar um verkefni að ræða. 12.6.2007 15:49 93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda. 12.6.2007 15:46 Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans. 12.6.2007 15:23 Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. 12.6.2007 15:17 Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. 12.6.2007 14:55 Aflaheimildir þrjú hundruð fyrirtækja skerðast Aflaheimildir yfir þrjú hundruð fyrirtækja verða skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Mest skerðist aflaheimild útgerðarfyrirtækisins HB Granda hf. eða um 815 þorskígildistonn. Úthlutun byggðakvóta stendur nú yfir. 12.6.2007 14:26 Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta. 12.6.2007 14:17 Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar Ferjum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Kostnaður vegna þessa nemur um 30 milljónum króna. 12.6.2007 13:56 Bestu skólamjólkurmyndirnar verðlaunaðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu. 12.6.2007 13:36 Dæmdir í 30 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás Tveir karlmenn á fertugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samanlagt 30 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Mennirnir réðust á annan mann í ágústmánuði í fyrra og spörkuðu meðal annars í hann liggjandi og lömdu með billjardkjuða í andlitið. Þá var annar maðurinn sviptur ökuleyfi fyrir að hafa ekið bifhjóli á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 60 kílómetrar á klukkustund. 12.6.2007 13:29 Fangar opna vef AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra. 12.6.2007 13:19 Miklar breytingar á Norræna húsinu Miklar breytingar standa til á innviðum Norræna hússins en húsið verður lokað í sumar. Forstjóri hússins segir að samráð sé haft við Alvar Aalto stofnunina um breytingarnar. 12.6.2007 13:03 Stendur ekki til að einkavæða Íbúðalánasjóð Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segir að ekki standi til að einkavæða Íbúðalánasjóð eins og sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt til. Ráðherra segist almennt ánægður með niðurstöður nefndarinnar en er sammála því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjaraviðræðum. 12.6.2007 12:51 Launahækkanir bankastjóra senda fráleit skilaboð Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu launahækkanir bankastjórnar Seðlabankans á Alþingi í dag. Þeir sögðu bankaráð vera með hækkununum að senda út fráleit skilaboð á tímum þegar óstöðugleiki á vinnumarkaði væri mikill. 12.6.2007 12:26 Landspítali fær loftdýnur að gjöf Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. 12.6.2007 12:16 Nýr framkvæmdastjóri OR Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar. 12.6.2007 11:48 Vara við afnámi auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðsins Varhugavert er að fella niður auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðs Íslands að mati Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Þetta kemur fram umsögn bandalaganna á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Telja þau hætt við að þetta dragi úr gagnsæi við ráðningu opinberra starfsmanna og komi jafnvel í veg fyrir að hæfasti maður sé ráðinn hverju sinni. 12.6.2007 11:37 Líðan mótorhjólamanns óbreytt Líðan mannsins sem slasaðist í mótorhjólaslysi á Sunnudagskvöld er óbreytt en manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans að sögn vakthafandi læknis. Slysið átti sér stað á Breiðholtsbrautinni eftir að tveir menn höfðu ekið mótorhjólum sínum á ofsahraða yfir Hellisheiði og sinnt í engu tilmælum lögreglu um að hægja ferðina. 12.6.2007 11:32 Krefjast svara um stuðning við stríð í Írak Stríðið í Írak var rætt í umræðu um störf þingsins á Alþingi í morgun. Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Visntri grænna segja augljóst að engin stefnubreyting hafi orðið í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún harmi stríðið í Írak. 12.6.2007 11:10 Fyrsta skemmtiferðarskipið kemur til Grundarfjarðar Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins kom til Grundarfjarðar í morgun en um borð eru 943 farþegar og 412 manna áhöfn. Hluti farþeganna fór hringferð um Snæfellsnes í morgun á 6 rútubílum. 12.6.2007 11:02 Kynslóðir mætast í trjárækt Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár. 12.6.2007 11:01 Leita enn að skemmdarvörgum Engar upplýsingar hafa borist vegna skemmdarverka sem unnin voru í nýbyggingu á Akranesi í síðasta mánuði. Verktakafyrirtækið hét hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónum í verðlaun. 12.6.2007 10:55 Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf. Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur. 12.6.2007 10:19 Sjá næstu 50 fréttir
Nicholas Burns kemur í kvöld Nicholas Burns, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í kvöld í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra. 13.6.2007 11:38
Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01
Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45
Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19
Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57
Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01
Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53
Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19
Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18
Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13
Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09
Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06
Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59
Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57
Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53
Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50
Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44
Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. 12.6.2007 16:55
Ungur drengur í andnauð Ungur drengur lenti í andnauð í dag eftir að hafa gleypt fimm krónu pening. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til en drengurinn kastaði peningnum að lokum upp. Honum varð ekki af að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.6.2007 16:50
Sveinn hættir í bæjarráði Akraness Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akraneskaupstaðar, lét af störfum í dag. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Í hans stað kemur framsóknarmaður. 12.6.2007 16:49
Háskóli Íslands kemur best út í stjórnsýsluúttekt á íslenskum háskólum Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla. 12.6.2007 16:39
Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl. 12.6.2007 16:35
Miðborgin hefur mörg sóknarfæri Miðborgin hefur mörg sóknarfæri til að auka verslun á svæðinu að mati Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Aðeins rétt rúmlega helmingur borgarbúa fer oftar en einu sinni í mánuði í miðborgina til að sækja verslun samkvæmt nýbirtri könnun Capacent Gallup. Vilhjálmur segir tölurnar ekki vera áhyggjuefni og segir frekar um verkefni að ræða. 12.6.2007 15:49
93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda. 12.6.2007 15:46
Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans. 12.6.2007 15:23
Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. 12.6.2007 15:17
Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. 12.6.2007 14:55
Aflaheimildir þrjú hundruð fyrirtækja skerðast Aflaheimildir yfir þrjú hundruð fyrirtækja verða skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Mest skerðist aflaheimild útgerðarfyrirtækisins HB Granda hf. eða um 815 þorskígildistonn. Úthlutun byggðakvóta stendur nú yfir. 12.6.2007 14:26
Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta. 12.6.2007 14:17
Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar Ferjum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Kostnaður vegna þessa nemur um 30 milljónum króna. 12.6.2007 13:56
Bestu skólamjólkurmyndirnar verðlaunaðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu. 12.6.2007 13:36
Dæmdir í 30 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás Tveir karlmenn á fertugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samanlagt 30 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Mennirnir réðust á annan mann í ágústmánuði í fyrra og spörkuðu meðal annars í hann liggjandi og lömdu með billjardkjuða í andlitið. Þá var annar maðurinn sviptur ökuleyfi fyrir að hafa ekið bifhjóli á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 60 kílómetrar á klukkustund. 12.6.2007 13:29
Fangar opna vef AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra. 12.6.2007 13:19
Miklar breytingar á Norræna húsinu Miklar breytingar standa til á innviðum Norræna hússins en húsið verður lokað í sumar. Forstjóri hússins segir að samráð sé haft við Alvar Aalto stofnunina um breytingarnar. 12.6.2007 13:03
Stendur ekki til að einkavæða Íbúðalánasjóð Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segir að ekki standi til að einkavæða Íbúðalánasjóð eins og sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt til. Ráðherra segist almennt ánægður með niðurstöður nefndarinnar en er sammála því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjaraviðræðum. 12.6.2007 12:51
Launahækkanir bankastjóra senda fráleit skilaboð Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu launahækkanir bankastjórnar Seðlabankans á Alþingi í dag. Þeir sögðu bankaráð vera með hækkununum að senda út fráleit skilaboð á tímum þegar óstöðugleiki á vinnumarkaði væri mikill. 12.6.2007 12:26
Landspítali fær loftdýnur að gjöf Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. 12.6.2007 12:16
Nýr framkvæmdastjóri OR Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar. 12.6.2007 11:48
Vara við afnámi auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðsins Varhugavert er að fella niður auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðs Íslands að mati Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Þetta kemur fram umsögn bandalaganna á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Telja þau hætt við að þetta dragi úr gagnsæi við ráðningu opinberra starfsmanna og komi jafnvel í veg fyrir að hæfasti maður sé ráðinn hverju sinni. 12.6.2007 11:37
Líðan mótorhjólamanns óbreytt Líðan mannsins sem slasaðist í mótorhjólaslysi á Sunnudagskvöld er óbreytt en manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans að sögn vakthafandi læknis. Slysið átti sér stað á Breiðholtsbrautinni eftir að tveir menn höfðu ekið mótorhjólum sínum á ofsahraða yfir Hellisheiði og sinnt í engu tilmælum lögreglu um að hægja ferðina. 12.6.2007 11:32
Krefjast svara um stuðning við stríð í Írak Stríðið í Írak var rætt í umræðu um störf þingsins á Alþingi í morgun. Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Visntri grænna segja augljóst að engin stefnubreyting hafi orðið í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún harmi stríðið í Írak. 12.6.2007 11:10
Fyrsta skemmtiferðarskipið kemur til Grundarfjarðar Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins kom til Grundarfjarðar í morgun en um borð eru 943 farþegar og 412 manna áhöfn. Hluti farþeganna fór hringferð um Snæfellsnes í morgun á 6 rútubílum. 12.6.2007 11:02
Kynslóðir mætast í trjárækt Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár. 12.6.2007 11:01
Leita enn að skemmdarvörgum Engar upplýsingar hafa borist vegna skemmdarverka sem unnin voru í nýbyggingu á Akranesi í síðasta mánuði. Verktakafyrirtækið hét hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónum í verðlaun. 12.6.2007 10:55
Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf. Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur. 12.6.2007 10:19