Innlent

Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt

Víkingasveitin var kölluð til í Hnífsdal á laugardaginn var.
Víkingasveitin var kölluð til í Hnífsdal á laugardaginn var. MYND/Hafþór Gunnarsson

Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi.

Krafa lögreglu var byggð á 2. málsgrein 103. greinar opinberra mála. Þar segir að mann megi úrskurða í gæsluvarðhald ef „sterkur grunur er um að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna."

Lögreglan á Ísafirði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um kæru á hendur manninum en verið sé að ljúka vettvangsrannsókn og vonir standa til að því verki ljúki fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×