Fleiri fréttir 93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda. 12.6.2007 15:46 Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans. 12.6.2007 15:23 Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. 12.6.2007 15:17 Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. 12.6.2007 14:55 Aflaheimildir þrjú hundruð fyrirtækja skerðast Aflaheimildir yfir þrjú hundruð fyrirtækja verða skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Mest skerðist aflaheimild útgerðarfyrirtækisins HB Granda hf. eða um 815 þorskígildistonn. Úthlutun byggðakvóta stendur nú yfir. 12.6.2007 14:26 Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta. 12.6.2007 14:17 Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar Ferjum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Kostnaður vegna þessa nemur um 30 milljónum króna. 12.6.2007 13:56 Bestu skólamjólkurmyndirnar verðlaunaðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu. 12.6.2007 13:36 Dæmdir í 30 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás Tveir karlmenn á fertugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samanlagt 30 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Mennirnir réðust á annan mann í ágústmánuði í fyrra og spörkuðu meðal annars í hann liggjandi og lömdu með billjardkjuða í andlitið. Þá var annar maðurinn sviptur ökuleyfi fyrir að hafa ekið bifhjóli á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 60 kílómetrar á klukkustund. 12.6.2007 13:29 Fangar opna vef AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra. 12.6.2007 13:19 Miklar breytingar á Norræna húsinu Miklar breytingar standa til á innviðum Norræna hússins en húsið verður lokað í sumar. Forstjóri hússins segir að samráð sé haft við Alvar Aalto stofnunina um breytingarnar. 12.6.2007 13:03 Stendur ekki til að einkavæða Íbúðalánasjóð Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segir að ekki standi til að einkavæða Íbúðalánasjóð eins og sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt til. Ráðherra segist almennt ánægður með niðurstöður nefndarinnar en er sammála því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjaraviðræðum. 12.6.2007 12:51 Launahækkanir bankastjóra senda fráleit skilaboð Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu launahækkanir bankastjórnar Seðlabankans á Alþingi í dag. Þeir sögðu bankaráð vera með hækkununum að senda út fráleit skilaboð á tímum þegar óstöðugleiki á vinnumarkaði væri mikill. 12.6.2007 12:26 Landspítali fær loftdýnur að gjöf Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. 12.6.2007 12:16 Nýr framkvæmdastjóri OR Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar. 12.6.2007 11:48 Vara við afnámi auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðsins Varhugavert er að fella niður auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðs Íslands að mati Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Þetta kemur fram umsögn bandalaganna á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Telja þau hætt við að þetta dragi úr gagnsæi við ráðningu opinberra starfsmanna og komi jafnvel í veg fyrir að hæfasti maður sé ráðinn hverju sinni. 12.6.2007 11:37 Líðan mótorhjólamanns óbreytt Líðan mannsins sem slasaðist í mótorhjólaslysi á Sunnudagskvöld er óbreytt en manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans að sögn vakthafandi læknis. Slysið átti sér stað á Breiðholtsbrautinni eftir að tveir menn höfðu ekið mótorhjólum sínum á ofsahraða yfir Hellisheiði og sinnt í engu tilmælum lögreglu um að hægja ferðina. 12.6.2007 11:32 Krefjast svara um stuðning við stríð í Írak Stríðið í Írak var rætt í umræðu um störf þingsins á Alþingi í morgun. Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Visntri grænna segja augljóst að engin stefnubreyting hafi orðið í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún harmi stríðið í Írak. 12.6.2007 11:10 Fyrsta skemmtiferðarskipið kemur til Grundarfjarðar Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins kom til Grundarfjarðar í morgun en um borð eru 943 farþegar og 412 manna áhöfn. Hluti farþeganna fór hringferð um Snæfellsnes í morgun á 6 rútubílum. 12.6.2007 11:02 Kynslóðir mætast í trjárækt Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár. 12.6.2007 11:01 Leita enn að skemmdarvörgum Engar upplýsingar hafa borist vegna skemmdarverka sem unnin voru í nýbyggingu á Akranesi í síðasta mánuði. Verktakafyrirtækið hét hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónum í verðlaun. 12.6.2007 10:55 Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf. Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur. 12.6.2007 10:19 Átta mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot Tveir piltar í kringum tvítugt voru dæmdir Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær í annars vegar 8 mánaða fangelsi og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot. Piltarnir voru meðal annars fundnir sekir um þjófnað, vörslu ólöglegs fíkniefnis og fyrir fjársvik. 12.6.2007 10:05 Háskaakstur segir formaður Sniglanna Formaður Sniglanna segir að um háskaakstur hafi verið að ræða hjá tveimur félagsmönnum í Sniglunum í nótt. Annar ökumananna berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir alvarlegt slys á Breiðholtsbraut. Honum er nú haldið sofandi en hann er á leið í aðgerð. Maðurinn hálsbrotnaði í slysinu. Hinn ökumaðurinn er hins vegar kominn heim af sjúkrahúsi og slasaðist hann ekki alvarlega. Lögreglan telur að meðalhraði bifhjólanna hafi farið á þriðja hundraðið. 11.6.2007 19:16 Meira en tvöfaldur löglegur hraði á þjóðvegunum Ökumenn hafa orðið uppvísir af því að aka á meira en tvöföldum hámarkshraða á þjóðvegum landsins síðustu dagana. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í höfuðborginni, segir að lögreglan hafi þungar áhyggjur af þessu. 11.6.2007 19:14 Eitrað fyrir lúpínum Búið er að eitra innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, með fram veginum við Ásbyrgi, þó ekki fyrir skordýrum eða öðrum meindýrum heldur á eitrið að eyða plöntutegund einni sem mörgum þykir mikill skaðvaldur. 11.6.2007 19:02 Hátt í 300 manns komu að leitinni Leitin að kajakræðurunum var gríðarlega umfangsmikil. Á þriðja hundrað manns úr tuttugu björgunarsveitum, skip og bátar frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar auk lögreglu á Vesturlandi tóku þátt í leitinni. 11.6.2007 18:58 Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin Lögreglan á Vestfjörðum vísar því á bug að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kvöldi föstudagsins síðasta, muni verða ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan segir að málið sé enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem muni taka ákvörðun um ákæru. Maðurinn skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld. Hann hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 18:26 Árni Helgason ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Árni Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. 11.6.2007 16:43 Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. 11.6.2007 16:24 Formaður Sniglanna harmar bifhjólaslys Almenningur ætti að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði bifhjólamannanna tveggja í nótt að sögn Valdísar Steinarsdóttur, formanns Sniglanna. Hún harmar atburðinn og segir að hugur allra félagsmanna í Sniglunum dvelji hjá þeim sem að málinu koma. 11.6.2007 16:20 429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi 429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund. 11.6.2007 16:08 Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. 11.6.2007 16:07 Íhuga málsókn en hafa engu hótað Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana. 11.6.2007 15:29 Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 11.6.2007 14:47 Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. 11.6.2007 14:06 Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum. 11.6.2007 14:04 Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn. 11.6.2007 13:55 Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. 11.6.2007 13:43 Hér fundust kajakræðararnir Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við. 11.6.2007 13:31 Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum. 11.6.2007 13:15 Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 12:55 Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt. 11.6.2007 12:51 Stórslasaður eftir ofsaakstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. 11.6.2007 12:45 Ætluðu hringinn Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því. 11.6.2007 12:12 Sjá næstu 50 fréttir
93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda. 12.6.2007 15:46
Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans. 12.6.2007 15:23
Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. 12.6.2007 15:17
Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. 12.6.2007 14:55
Aflaheimildir þrjú hundruð fyrirtækja skerðast Aflaheimildir yfir þrjú hundruð fyrirtækja verða skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Mest skerðist aflaheimild útgerðarfyrirtækisins HB Granda hf. eða um 815 þorskígildistonn. Úthlutun byggðakvóta stendur nú yfir. 12.6.2007 14:26
Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta. 12.6.2007 14:17
Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar Ferjum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Kostnaður vegna þessa nemur um 30 milljónum króna. 12.6.2007 13:56
Bestu skólamjólkurmyndirnar verðlaunaðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu. 12.6.2007 13:36
Dæmdir í 30 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás Tveir karlmenn á fertugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samanlagt 30 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Mennirnir réðust á annan mann í ágústmánuði í fyrra og spörkuðu meðal annars í hann liggjandi og lömdu með billjardkjuða í andlitið. Þá var annar maðurinn sviptur ökuleyfi fyrir að hafa ekið bifhjóli á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 60 kílómetrar á klukkustund. 12.6.2007 13:29
Fangar opna vef AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra. 12.6.2007 13:19
Miklar breytingar á Norræna húsinu Miklar breytingar standa til á innviðum Norræna hússins en húsið verður lokað í sumar. Forstjóri hússins segir að samráð sé haft við Alvar Aalto stofnunina um breytingarnar. 12.6.2007 13:03
Stendur ekki til að einkavæða Íbúðalánasjóð Árni Mathiesen, fjármálaráðherra segir að ekki standi til að einkavæða Íbúðalánasjóð eins og sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt til. Ráðherra segist almennt ánægður með niðurstöður nefndarinnar en er sammála því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjaraviðræðum. 12.6.2007 12:51
Launahækkanir bankastjóra senda fráleit skilaboð Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu launahækkanir bankastjórnar Seðlabankans á Alþingi í dag. Þeir sögðu bankaráð vera með hækkununum að senda út fráleit skilaboð á tímum þegar óstöðugleiki á vinnumarkaði væri mikill. 12.6.2007 12:26
Landspítali fær loftdýnur að gjöf Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. 12.6.2007 12:16
Nýr framkvæmdastjóri OR Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar. 12.6.2007 11:48
Vara við afnámi auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðsins Varhugavert er að fella niður auglýsingaskyldu starfa innan Stjórnarráðs Íslands að mati Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna. Þetta kemur fram umsögn bandalaganna á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Telja þau hætt við að þetta dragi úr gagnsæi við ráðningu opinberra starfsmanna og komi jafnvel í veg fyrir að hæfasti maður sé ráðinn hverju sinni. 12.6.2007 11:37
Líðan mótorhjólamanns óbreytt Líðan mannsins sem slasaðist í mótorhjólaslysi á Sunnudagskvöld er óbreytt en manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans að sögn vakthafandi læknis. Slysið átti sér stað á Breiðholtsbrautinni eftir að tveir menn höfðu ekið mótorhjólum sínum á ofsahraða yfir Hellisheiði og sinnt í engu tilmælum lögreglu um að hægja ferðina. 12.6.2007 11:32
Krefjast svara um stuðning við stríð í Írak Stríðið í Írak var rætt í umræðu um störf þingsins á Alþingi í morgun. Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Visntri grænna segja augljóst að engin stefnubreyting hafi orðið í málinu þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þess efnis að hún harmi stríðið í Írak. 12.6.2007 11:10
Fyrsta skemmtiferðarskipið kemur til Grundarfjarðar Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins kom til Grundarfjarðar í morgun en um borð eru 943 farþegar og 412 manna áhöfn. Hluti farþeganna fór hringferð um Snæfellsnes í morgun á 6 rútubílum. 12.6.2007 11:02
Kynslóðir mætast í trjárækt Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár. 12.6.2007 11:01
Leita enn að skemmdarvörgum Engar upplýsingar hafa borist vegna skemmdarverka sem unnin voru í nýbyggingu á Akranesi í síðasta mánuði. Verktakafyrirtækið hét hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið 100 þúsund krónum í verðlaun. 12.6.2007 10:55
Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf. Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur. 12.6.2007 10:19
Átta mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot Tveir piltar í kringum tvítugt voru dæmdir Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær í annars vegar 8 mánaða fangelsi og 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot. Piltarnir voru meðal annars fundnir sekir um þjófnað, vörslu ólöglegs fíkniefnis og fyrir fjársvik. 12.6.2007 10:05
Háskaakstur segir formaður Sniglanna Formaður Sniglanna segir að um háskaakstur hafi verið að ræða hjá tveimur félagsmönnum í Sniglunum í nótt. Annar ökumananna berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir alvarlegt slys á Breiðholtsbraut. Honum er nú haldið sofandi en hann er á leið í aðgerð. Maðurinn hálsbrotnaði í slysinu. Hinn ökumaðurinn er hins vegar kominn heim af sjúkrahúsi og slasaðist hann ekki alvarlega. Lögreglan telur að meðalhraði bifhjólanna hafi farið á þriðja hundraðið. 11.6.2007 19:16
Meira en tvöfaldur löglegur hraði á þjóðvegunum Ökumenn hafa orðið uppvísir af því að aka á meira en tvöföldum hámarkshraða á þjóðvegum landsins síðustu dagana. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í höfuðborginni, segir að lögreglan hafi þungar áhyggjur af þessu. 11.6.2007 19:14
Eitrað fyrir lúpínum Búið er að eitra innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, með fram veginum við Ásbyrgi, þó ekki fyrir skordýrum eða öðrum meindýrum heldur á eitrið að eyða plöntutegund einni sem mörgum þykir mikill skaðvaldur. 11.6.2007 19:02
Hátt í 300 manns komu að leitinni Leitin að kajakræðurunum var gríðarlega umfangsmikil. Á þriðja hundrað manns úr tuttugu björgunarsveitum, skip og bátar frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar auk lögreglu á Vesturlandi tóku þátt í leitinni. 11.6.2007 18:58
Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin Lögreglan á Vestfjörðum vísar því á bug að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kvöldi föstudagsins síðasta, muni verða ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan segir að málið sé enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem muni taka ákvörðun um ákæru. Maðurinn skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld. Hann hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 18:26
Árni Helgason ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Árni Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. 11.6.2007 16:43
Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. 11.6.2007 16:24
Formaður Sniglanna harmar bifhjólaslys Almenningur ætti að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði bifhjólamannanna tveggja í nótt að sögn Valdísar Steinarsdóttur, formanns Sniglanna. Hún harmar atburðinn og segir að hugur allra félagsmanna í Sniglunum dvelji hjá þeim sem að málinu koma. 11.6.2007 16:20
429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi 429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund. 11.6.2007 16:08
Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. 11.6.2007 16:07
Íhuga málsókn en hafa engu hótað Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana. 11.6.2007 15:29
Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 11.6.2007 14:47
Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. 11.6.2007 14:06
Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum. 11.6.2007 14:04
Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn. 11.6.2007 13:55
Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. 11.6.2007 13:43
Hér fundust kajakræðararnir Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við. 11.6.2007 13:31
Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum. 11.6.2007 13:15
Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 12:55
Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt. 11.6.2007 12:51
Stórslasaður eftir ofsaakstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. 11.6.2007 12:45
Ætluðu hringinn Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því. 11.6.2007 12:12