Innlent

Aflaheimildir þrjú hundruð fyrirtækja skerðast

Aflaheimildir HB Granda skerðast mest.
Aflaheimildir HB Granda skerðast mest. MYND/365

Aflaheimildir yfir þrjú hundruð fyrirtækja verða skertar um rúmlega 4,7 prósent vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Þetta kemur fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Mest skerðist aflaheimild útgerðarfyrirtækisins HB Granda hf. eða um 815 þorskígildistonn. Úthlutun byggðakvóta stendur nú yfir.

Samkvæmt frétt á vef Landssamband íslenskra útvegsmanna mun aflaheimild tæplega 600 fyrirtækja skerðast vegna úthlutun byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta. Hjá um helmingi fyrirtækja mun skerðingin nema allt að 4,7 prósent af aflaheimildum. Er um að ræða fyrirtæki sem aðallega eru með aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og steinbíti. Að meðaltali verður hvert fyrirtæki fyrir um 2,5 prósent skerðingu.

Þá kemur einnig fram á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna að mest skerðast aflaheimildir útgerðarfyrirtækjanna HB Granda, Brims, Samherja og Þorbjörns hf.

Frétt Landssambands íslenskra útvegsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×