Innlent

Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar

Ferjan Herjólfur.
Ferjan Herjólfur. MYND/365

Ferjum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður fjölgað í sumar samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Kostnaður vegna þessa nemur um 30 milljónum króna.

Samkvæmt tilkynningu samgönguráðuneytisins verður rúmlega 20 ferðum á mikilvægum ferðadögum bætt við núverandi áætlun Herjólfs. Er einkum horft til næturferða á föstudögum.

Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna þessa verði í kringum 30 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að samgönguráðherra telji mikilvægt að strax verði orðið við þessari ósk Vestmannaeyinga og að Eimskip, rekstrarfélag Herjólfs, tilgreini nánar tilhögun aukaferðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×