Innlent

Bestu skólamjólkurmyndirnar verðlaunaðar

Dómnefndin stóð frammi fyrir erfiðu vali.
Dómnefndin stóð frammi fyrir erfiðu vali.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, tilkynnti fyrir skömmu hvaða tíu teiknarar hlutu verðlaun fyrir bekkinn sinn í teiknimyndasamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Alls bárust hátt í eitt þúsund myndir frá 4. bekkingum í grunnskólum landsins í keppnina um verðlaunasætin tíu.

Menntamálaráðherra, sem er formaður dómnefndar í keppninni sagði að erfitt hafi verið að velja milli myndanna „því þær endurspegluðu mikið hugmyndaflug höfunda, skemmtilega litanotkun listrænan metnað." Verðlaun voru veitt fyrir þær tíu myndir sem þóttu skara fram úr og hlaut hver verðlaunahafanna 25 þúsund krónur, sem renna í bekkarsjóð vinningshafana.

Vinningshafarnir eru:

Kolfinna Hjálmarsdóttir, 4. I.B Engidalsskóla Hafnarfirði, Hulda Ósk Jónsdóttir, 4 bekk Hafralækjarskóla Húsavík, Agnes Diljá Gestsdóttir, 4 bekk Patreksskóla Patreksfirði, Tinna Björk Ingvarsdóttir, 4 SK Árskóla Sauðárkróki, Sveinn Andri Jóhannsson, Grunnskóla Ólafsfjarðar, Nanna Rán Brynjarsdóttir, 4.2 Síðuskóla Akureyri, Birgitta Björgvinsdóttir 4.1 Síðuskóla Akureyri, Sunna Margrét Tryggvadóttir, 4 K.K Austurbæjarskóla Reykjavík, Ester Steindórsdóttir, 4 HK Hraunvallaskóla Hafnarfirði og Alexander Helgason, 4 HRP Hraunvallaskóla Hafnarfirði.

Í tilkynningu frá markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins segir að teikningarnar verði notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2007. Auk þess verða þær aðgengilegar á vefslóðinni www.skolamjolk.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×