Háskaakstur segir formaður Sniglanna 11. júní 2007 19:16 Formaður Sniglanna segir að um háskaakstur hafi verið að ræða hjá tveimur félagsmönnum í Sniglunum í nótt. Annar ökumananna berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir alvarlegt slys á Breiðholtsbraut. Honum er nú haldið sofandi en hann er á leið í aðgerð. Maðurinn hálsbrotnaði í slysinu. Hinn ökumaðurinn er hins vegar kominn heim af sjúkrahúsi og slasaðist hann ekki alvarlega. Lögreglan telur að meðalhraði bifhjólanna hafi farið á þriðja hundraðið.Að sögn lögreglu tók það bifhjólamennina innan við tíu mínútur að aka frá Kambabrún að Rauðavatni þar sem lögreglan hafði sett upp vegatálma í nótt. Upphaflega hafði lögreglan á Selfossi mælt bifhjólin tvö á gríðarlegum hraða og gefið stöðvunarmerki sem ekki voru virt.Formaður Sniglanna segist harma þetta atvik en menn ættu að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði þessara tveggja núna í nótt.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að bifhjólin tvö hafi verið mæld á nálega 180 kílómetra hraða á klukkustund fimm mínútur og 27 sekúndur yfir miðnætti, en þá voru ökumenn bifhjólanna á Kambabrún.7 mínútum og þremur sekúndum síðar fóru þeir í gegnum hindranir sem lögreglan setti upp nærri Rauðavatni. Hindranirnar voru settar upp með lögreglubílum en samkvæmt óstaðfestum útreikningum lögreglunnar var meðalhraði hjólanna á þriðja hundrað kílómetrar á klukkustund á ferð þeirra yfir Hellisheiði. Ferðin endaði með þeim hætti að annar ökumaðurinn lenti aftan á bíl á Breiðholtsbraut, og féll við það í götuna, og slasaðist alvarlega. Hinn missti einnig stjórn á vélhjóli sínu í framhaldinu og féll í götuna en slasaðist ekki alvarlega.Að sögn Odds Árnasonar fylgdi lögreglan á Selfossi hjólunum eftir yfir heiðina en lögreglumenn misstu strax sjónar á þeim, slíkur var hraðinn. Lögreglubíll mætti hjólunum tveimur við Bláfjallaveg en snéri ekki við á eftir þeim að sögn lögreglu.Kristján Ólafur Guðnason, aðst.yfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í höfuðborginni segir að lögreglan hafi staðið faglega að því að setja upp vegatálma sem ökumennirnir hafi átt kost á að sneiða hjá til að forðast slys.Báðir mennirnir eru félagar í Sniglunum, bifhjólasamtökum lýðveldisins. Annar þeirra hefur verið í stjórn samtakanna en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sá nýverið hætt í stjórn. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Formaður Sniglanna segir að um háskaakstur hafi verið að ræða hjá tveimur félagsmönnum í Sniglunum í nótt. Annar ökumananna berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir alvarlegt slys á Breiðholtsbraut. Honum er nú haldið sofandi en hann er á leið í aðgerð. Maðurinn hálsbrotnaði í slysinu. Hinn ökumaðurinn er hins vegar kominn heim af sjúkrahúsi og slasaðist hann ekki alvarlega. Lögreglan telur að meðalhraði bifhjólanna hafi farið á þriðja hundraðið.Að sögn lögreglu tók það bifhjólamennina innan við tíu mínútur að aka frá Kambabrún að Rauðavatni þar sem lögreglan hafði sett upp vegatálma í nótt. Upphaflega hafði lögreglan á Selfossi mælt bifhjólin tvö á gríðarlegum hraða og gefið stöðvunarmerki sem ekki voru virt.Formaður Sniglanna segist harma þetta atvik en menn ættu að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði þessara tveggja núna í nótt.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að bifhjólin tvö hafi verið mæld á nálega 180 kílómetra hraða á klukkustund fimm mínútur og 27 sekúndur yfir miðnætti, en þá voru ökumenn bifhjólanna á Kambabrún.7 mínútum og þremur sekúndum síðar fóru þeir í gegnum hindranir sem lögreglan setti upp nærri Rauðavatni. Hindranirnar voru settar upp með lögreglubílum en samkvæmt óstaðfestum útreikningum lögreglunnar var meðalhraði hjólanna á þriðja hundrað kílómetrar á klukkustund á ferð þeirra yfir Hellisheiði. Ferðin endaði með þeim hætti að annar ökumaðurinn lenti aftan á bíl á Breiðholtsbraut, og féll við það í götuna, og slasaðist alvarlega. Hinn missti einnig stjórn á vélhjóli sínu í framhaldinu og féll í götuna en slasaðist ekki alvarlega.Að sögn Odds Árnasonar fylgdi lögreglan á Selfossi hjólunum eftir yfir heiðina en lögreglumenn misstu strax sjónar á þeim, slíkur var hraðinn. Lögreglubíll mætti hjólunum tveimur við Bláfjallaveg en snéri ekki við á eftir þeim að sögn lögreglu.Kristján Ólafur Guðnason, aðst.yfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í höfuðborginni segir að lögreglan hafi staðið faglega að því að setja upp vegatálma sem ökumennirnir hafi átt kost á að sneiða hjá til að forðast slys.Báðir mennirnir eru félagar í Sniglunum, bifhjólasamtökum lýðveldisins. Annar þeirra hefur verið í stjórn samtakanna en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sá nýverið hætt í stjórn.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira