Innlent

Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla

Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að kassabílagerð og kofasmíðar hafi verið á undanhaldi á síðustu árum. „Æ færri börn gefa sér tíma til þess að taka sér hamar og sög í hönd og setja saman meistarastykki í garðinum eða úti á stétt." Fyrirtækið hvetur því alla krakka 15 ára og yngri til þess að taka þátt í skemmtilegri samkeppni um flottasta kofann og flottasta kassabílinn. Dómnefnd mun síðan velja úr bestu smíðina og þurfa þáttakendur að senda inn mynd af meistarastykkinu fyrir 7. ágúst til BYKO. Fyrstu verðlaun eru síðan ferð fyrir alla fjölskylduna í Tívolí í Kaupmannahöfn.

Ekki er nauðsynlegt að kaupa efnið í kassabílinn eða kofann í verslunum BYKO og engin takmörk eru á fjölda þeirra sem standa að smíði á kofa eða kassabíl, hópurinn velur sér aðeins nafn fyrir keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×