Fleiri fréttir

HÍ og Harvard rannsaka saman blöðruhálskrabbamein

Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Faraldsfræðideild Harvard-háskóla undirrita á þriðjudag viljayfirlýsingu um samstarf sem felur í sér sameiginleg rannsóknarverkefni og uppbyggingu á framhaldsmenntun í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Ætla skólarnir jafnframt að vinna að rannsóknarverkefni á krabbameini í blöðruhálskirtli sem byggir á einstökum íslenskum gögnum.

Siggi stormur leitar að veðurgleggstu Íslendingunum

Veðravon, veðurleikur Vísis og Stöðvar tvö hefst í dag í styrkri umsjá Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Leikurinn felst í því að landsmenn geta skráð á visir.is hvernig þeim finnst veður dagsins hafa verið og síðan er metið hver stendur sig best, hvaða sveitarfélagið hefur veðurglöggasta fólkið og hvar á Íslandi veðursæld sé mest.

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur í gær

Fjórar konur voru í hópi þeirra sjö ökumanna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Telst það nokkuð óvenjulegt en jafnan eru fleiri karlar teknir fyrir ölvunarakstur en konur.

Ákæruliðum í Baugsmáli vísað aftur í hérað

Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.

Lét af störfum eftir 37 ár í lögreglunni

Þröstur Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, lét af störfum í gær eftir 37 ára farsælt starf í lögreglu ríkisins. Hann hóf störf hjá lögreglunni á Húsavík árið 1970 og varð yfirlögregluþjónn þar árið 1982. Hann flutti sig svo til Selfoss árið 1996 og hefur starfað þar síðan.

Lögregla handtók fíkniefnasala

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann í austurborginn en hann er grunaður um fíkniefnasölu. Í híbýlum hans fundust um 100 grömm af ætluðu hassi. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála segir lögregla í tilkynningu.

Flytja opnun sýningar í Nauthólsvík vegna veðurs

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ljós- og tölvumyndasýningu í Nauthólsvík í sumar. Áætlað hafði verið að opna sýninguna í Nauthólsvík í dag en vegna veðurs verður sýningin opnuð á lóð skólans við Ofanleiti. Hún verður síðan færð í Nauthólsvík og stendur þar í allt sumar. Myndir af framtíðarhúsnæði HR munu skreyta sýninguna sem verður staðsett við rætur Öskjuhlíðar.

Sendiherra Portúgals í Noregi á Kárahnjúkum

Sendiherra Portúgals í Noregi er nú staddur á Kárahnjúkum til að kanna aðstæður landa sinna sem þar starfa. Portúgalskur verkamaður sem bjó og starfaði á Kárahnjúkum dró í viðtali við portúgalska fjölmiðla fyrir skömmu upp dökka mynd af ástandinu þar.

Nemendur í Suðvesturkjördæmi komu best út úr samræmdum prófum

Grunnskólanemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu sig að meðaltali best í samræmdu prófunum í vor samkvæmt tölum Námsmatsstofnunar. Fengu þeir að meðaltali 0,1 hærra í meðaleinkunn en nemendur í Reykjavík sem stóðu sig næst best. Lægstu meðaleinkunn fengu nemendur í Suðurkjördæmi.

Frístundakortin bylting fyrir börnin

Frístundakortin verða bylting fyrir börnin í borginni, segir formaður Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Fyrstu kortin verða send út í haust.

Markvissar aðgerðir í þágu barna og kröftugt efnahagslíf

Eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar snýr að markvissum aðgerðum í þágu barna, aldraðra og kröftugs efnahagslífs sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði vandasama siglingu framundan, ekki síst í efnahagsmálum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfis og efnahagsmálum.

Nemendum á öllum skólastigum fjölgar

Rúmlega 16 þúsund fleiri nemendur stunduðu nám á öllum skólastigum landsins í vetur en fyrir tíu árum samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Fleiri konur stunda nám á framhalds- og háskólastigi en karlar og þá dregur úr skólasókn 16 ára ungmenna í framhaldsskólum milli ára.

Kínverjar fjalla um sæti Íslands í Öryggisráðinu

Kínverskir fjölmiðlar fjalla í dag um kosningabaráttu Íslendinga fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Í vefútgáfu dagblaðsins People Daily segir að Íslendingar þurfi stuðning 28 þjóða til viðbótar þeim 100 sem þegar hafa heitið stuðningi, til að fá öruggt sæti í ráðinu. Aðildarlöndin eru 192 og Ísland þarf stuðning 66 prósenta þeirra.

Vilja draga úr sókn í þorskstofninn

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á sjávarútvegsráðherra að draga úr sókn í þorskstofninn með það fyrir augum að vernda stofninn. Þetta kemur fram ályktun aðalfundar samtakanna sem haldinn var í vikunni. Vísa samtökin meðal annars í ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar frá því í fyrra þar sem lagt er til aflamark fyrir þorsk verði endurskoðað og jafnframt lækkað.

Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí

Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis.

Metaðsókn hjá Leikfélagi Akureyrar

Tæplega 27 þúsund manns sáu sýningar Leikfélags Akureyrar í vetur og hafa leikhúsgestir aldrei verið fleiri. Þá sáu um 11 þúsund manns sýningar leikfélagsins í höfuðborginni. Leikhússtjóri segir árangurinn byggjast fyrst og fremst á frábæru starfsfólki og velheppnuðu verkefnavali leikhússins.

Ráðist á Ómar um hábjart sumarkvöld

„Ég varð að hægja mjög á bílnum svo að hann stöðvaðist næstum því en ég þorði ekki að stoppa alveg því að þegar maðurinn kom nær með hnefana á lofti sá ég að andlit hans var afmyndað af heift og hatursbræði og ekki leyndi sér að hann ætlaði að stöðva mig og brjótast inn í bílinn til að ganga frá mér,“ skrifar Ómar Ragnarsson á bloggsíðu sína.

Síðasta opnunarhelgi skiðasvæðisins á Siglufirði

Á morgun verður skíðasvæði Siglfirðinga opið frá klukkan tíu til fjögur. Opið er í Skarðinu og hefur verið útbúin þar Skicross braut. Þá er braut á Súlur og nægur snjór á bungusvæðinu. Þetta er síðasta opnunarhelgi skíðatímabilsins, en stefnt verður að því að opna aftur snemma í haust.

Óvenju mikið af fólki í miðbænum

Töluverður fjöldi fólks mun vera í miðbænum nú í kvöld miðað við venjulegt fimmtudagskvöld. Lögreglumaður á vakt sagði í samtali við Vísi að ástæða þessa sé líklegast sú að í kvöld verður í síðasta sinn leyft að reykja innandyra á börum og kaffihúsum landsins.

Jafnrétti á líka við um fólkið í sjávarplássunum

Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hóf sína ræðu á Alþingi í kvöld með því að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Hann sagðist ánægður með að jafnrétti yrði haft að leiðarljósi á komandi kjörtímabili og hann sagði að flokkur hans myndi styðja öll góð mál sem fram komi á þinginu, hvaðan sem þau séu ættuð.

Bragðdauf stefnuræða að mati Guðna

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sinni ræðu á Alþingi í kvöld að ný ríkisstjórn tæki við góðu búi sem framsóknarmenn ættu þátt í að hafa skapað. Hann sagði að viðsjárverðir tímar væru þó framundan og að hann óttaðist að nýjir stjórnarherrar áttuðu sig ekki á því.

Jafnrétti í reynd er leiðarljós nýrrar ríkisstjórnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að jafnrétti í reynd væri leiðarljós í allri stefnumótun nýrrar ríkisstjórnar. Hún sagði löngu tímabært að láta endurmeta kjör kvenna hjá hin opinbera líkt og gert var hjá Reykjavíkurborg á sínum tíma.

Vinstri grænir gerðir að blóraböggli

Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksinns á þingi, Steingrímur J. Sigfússonn var ekki eins bjartsýnn í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og andstæðingar hans sem sitja í ríkisstjórn. Sérstaklega fór hann hörðum orðum um Samfylkinguna sem hann sagði varpa sökinni á því að ekki skuli hafa tekist að mynda ríkisstjórn yfir á hans flokk, Vinstihreyfinguna - Grænt framboð.

Ríkisstjórnin stefnir á vit nýrra tíma á traustum grunni

Geir H. Haarde flutti í kvöld stefnuræðu sína á Alþingi. Hann fór yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og greindi frá helstu áherslumálum næstu ára. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins.

Ókeypis auglýsingaherferð

Nú stendur til að gefa heila auglýsingaherferð, einhverju félagi eða málefni sem á erindi við þjóðina. Sverrir Björnsson frá Hvíta húsinu, skýrði frá því í Íslandi í dag hverjir gefa þessa herferð og af hverju.

Íslandsmet í Esjugöngu

5 tinda menn ætla eftir eina viku að ganga á 5 hæstu tinda landsins. Þeir eru í svo miklu stuði að þeir ætla að draga sem flesta landsmenn með sér upp á Esjuna á laugardaginn og setja Íslandsmet í Esjugöngu.

Deilumál á sumarþingi

Sumarþing var sett í dag. Hið nýsamsetta Alþingi næstu fjögurra ára tók til starfa í dag og kaus sér þingforseta og formenn þingnefnda, en hvers lags þing verður þetta? Hver verða deilumálin? Þingmennirnir Árni Páll Árnason og Bjarni Harðarson ræddu þessi mál í Íslandi í dag í kvöld.

Leðurblaka flögrar um í vörugeymslu Byko

Lifandi leðurblöku er nú leitað logandi ljósi í vörugeymslu Byko í Kjalarvogi í Reykjavík. Starfsmenn fyrirtækisins urðu varir við hana á gólfi vörugeymslunnar fyrir tveimur dögum.

Reykingabann tekur gildi á miðnætti

Reykingabann á öllum veitinga-og skemmtistöðum landsins tekur gildi á miðnætti. Ekki verður heimilt að innandyra en leyfilegt verður setja upp reykskýli utandyra. Ölstofa Kormáks og Skjaldar hyggst höfða mál gegn ríkinu ef ekki fæst undanþága frá lögum til að setja upp sérstakt reykrými á staðnum.

Leikskólar og slökkvilið í samstarf

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hóf í dag samstarf við leikskóla um eldvarnareftirlit og fræðslu til starfsfólks og elstu barna á leikskólum. Fleiri slökkvilið munu taka þátt í samstarfinu en fyrsti samningur þessa efnis var undirritaður við leikskólann Norðurberg í Hafnarfirði í dag.

Verður að ríkja sátt um Byggðastofnun

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að skapa þurfi ró og starfsfrið um Byggðastofnun Hann segir ríkisstjórnina ekki geta horft framhjá vanda landsbyggðarinnar og því verði hún að geta gripið inn í aðstæður sem þar kunna skapast.

Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp

Hæstiréttur þyngdi dóm Hérðasdóms yfir Lofti Jens Magnússyni fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslaki í Mosfellsbæ. Loftur sló Ragnar hnefahögg í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð við hálshrygg rofnaði og Ragnar lést. Héraðsdómur hafði dæmt Loft Jens í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri þriggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða ekkju Ragnars og börnum, tólf milljónir króna í skaðabætur.

Alþingi sett

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, rifjaði upp í þinsetningarræðu sinni í dag að herstöðvarmálið hefði gufað upp á liðnum vetri en þar hefði verið átakamál sem klofið hefði þjóðina í áratugi. Ennfremur sagði hann að það sýndi styrk lýðræðisins hvernig fjölmiðlaflóran hefði gefið stjórnmálamönnum fjölþætt tækifæri til að koma boðskap sínum til skila í kosningabaráttunni. Þetta væri framför frá tímum flokksmálgagna.

Kristín hélt velli í formannskjöri hjá sjúkraliðum

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands náði endurkjöri þrátt fyrir mótframboð. Hún hlaut 64 prósent greiddra atkvæða. Frá þessu var greint á 16. fulltrúaþingi félagsins sem haldið var í dag.

Þrú ár í fangelsi og milljón í miskabætur fyrir nauðgun

22 ára karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í Hæstarétti til þriggja ára fangelsi fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað ólögráða stúlku til samræðis við sig. Auk fangelsisvistarinnar var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu eina milljón króna i miskabætur.

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa tvisvar sinnum haft samræði við þroskahefta konu sem var starfsmaður á hæfingarstöð fyrir fatlaða einstaklinga, en þar starfaði maðurinn sem stuðningsfulltrúi.

Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki

Hæstiréttur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslálki í Mosfellsbæ í desember 2004. Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Loft Jens í tveggja ára fangelsi. Enn fremur var hann dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur.

Deilur strax í upphafi þingfundar

Þing var varla komið saman þegar fyrstu deilur stjórnar og stjórnarandstöðu hófust og snerust þær um hvort fresta ætti kosningu í þrjár fastanefndir þingsins.

Tvö innbrot í miðborginni

Tvö innbrot áttu sér stað í höfuðborginni í gær og ein tilraun til innbrots samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá var brotist inn í tvo bíla og veski og greiðslukortum stolið.

Karl og kona flutt alvarlega slösuð með þyrlu eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi

Karl og kona voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu til Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Þau eru nú á gjörgæslu en ekki hefur verið greint frá líðan þeirra. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Langstaði. Fólkið var saman í öðrum bílnum og auk þeirra var kornabarn um borð. Það slapp ómeitt.

Stjórnarflokkar skipta með sér formannsembættum í fastanefndum

Þingflokkar Sjálfstæðisflokk og Samfylkingarinnar hafa komið sér saman formenn fastanefnda Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við formannsembætti í allsherjarnefnd af Bjarna Benediktssyni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir mun verða fyrsta varaforseti Alþingis.

Sturla kjörinn forseti þingsins

Sturla Böðvarsson var kjörinn forseti Alþingis í atkvæðagreiðslu á þingfundi sem hófst klukkan hálffjögur. Var hann kjörinn með 54 akvæðum en fjórir þingmenn sátu hjá.

Mannekla í hjúkrun verulegt áhyggjuefni

Mikilvægt er að yfirvöld grípi strax til ráðstafana til að taka á alvarlegum húsnæðisvanda Landspítalans háskólasjúkrahúss og koma þannig í veg fyrir gangainnlagnir. Þetta kemur fram í ályktunum aðalfundar læknaráðs Landspítalans háskólasjúkrahúss. Ráðið telur manneklu í hjúkrun verulegt áhyggjuefni og skorar á heilbrigðisyfirvöld að leysa þann vanda sem allra fyrst.

Sjá næstu 50 fréttir