Innlent

Ætla ekki að selja hlut sinn í Vinnslustöðinni

hópur hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem kallar sig Eyjamenn, ætlar ekki að selja helmings hlut sinn í fyrirtækinu. Þvert á móti vill hópurinn kaupa hlut annarra í Vinnslustöðinni, en segir verðmæti hlutarins minnka vegna veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar.

Mikil spenna ríkir í Vestmannaeyjum um framtíð Vinnslustöðvarinnar eftir að Stilla, fyrirtæki í eigu bræðranna Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims og bróður hans Hjálmars, gerðu tilboð í allan hlut í Vinnslustöðinni. Bræðurnir bjóða milljörðum meira í hlutin en hópur sem kallar sig Eyjamenn ehf. gerir, en sá hópur á nú 50 prósenta hlut í fyrirtækinu, en Stilla á um 35 prósenta hlut. En nú hafa Eyjamenn ákveðið að selja ekki sinn hlut.

Binni í Vinnslustöðinni er forsvarsmaður Eyjamanna ehf. Hann segir hluthafahópinn hafa komið saman í gær og ákveðið að selja ekki helmings hlut sinn í fyrirtækinu.

Binni segir hópinn hafa einbeittan vilja til að reka fyrirtækið áfram. Binni segir segir hópinn hins vegar skuldbundinn til að bjóða öðrum hluthöfum í hlut þeirra og tilboð Eyjamanna þar að lútandi standi enn.

Binni segir ómögulegt að segja til um hvort tilboði Eyjamanna ehf. verði tekið. Hins vegar sé það tilboð mun hagstæðara en það var áður en Hafrannsóknarstofnun kom með fiskveiðitillögur sínar fyrr í dag.

Vinnslustöðin á einn þriðja allra veiðiheimilda í Vestmannaeyjum og er um 13 milljarða virði, en miðað við tilboð bræðranna Guðmundar og Hjálmars er verðmætið 20 milljarðar. Vinnslustöðin gerir út átta skip og er að meðaltali með 230 manns í vinnu og greiðir um 25 prósent launa á frjálsum markaði í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×