Ísafold fjarlægt úr verslunum Kaupáss 1. júní 2007 18:51 Kaupás lét fjarlægja tímaritið Ísafold úr öllum verslunum sínum í dag. Forráðamenn blaðsins segja það tengjast umfjöllun Ísafoldar um aðkomu bæjarstjóranns í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Forstjóri Kaupáss segir þetta viðskiptaákvörðun og hótar því að taka öll blöð Birtings úr sölu. Bæjarstjórinn segir lygar og rangfærslur koma fram í grein Ísafoldar. Það var klukkan sex í gærkvöldi sem tölvupóstur barst frá Kaupási til Birtings, útgáfufélags Ísafoldar. Þar var tilkynnt að Kaupásverslanirnar - sem eru Nóatún, Krónan og 11-11 - væru hættar að selja Ísafold og starfsmenn Birtings beðnir að sækja blöðin sem fóru í dreifingu í gær. Ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður, feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir segja áhrifamenn ítrekað hafa reynt með þrýstingi að stöðva útgáfu blaðsins vegna umfjöllunar um mansal í Kópavogi og aðkomu bæjarstjórans í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Þá segir Reynir að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi reynt að beita ritstjórn þrýstingi til að draga umfjöllunina til baka. Þegar það hafi ekki gengið beiti stærsta fyrirtækið í Kópavogi bolabrögðum. Í tilkynningunni segir ennfremur að þeir fordæmi þá aðför að prentfrelsi sem felist í aðgerðum verslunarkeðjunnar. Aðstandendur blaðsins stóðu í dag fyrir utan Nóatún í Furugrund og seldu blaðið í lausasölu. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um svo ómerkilega grein. Hann sagði þó að lygar og rangfærslur væru í greininni og það væri alvarlegt mál að ræna menn mannorðinu á þennan hátt. Þá sagði hann með ólíkindum að Baugur group gæfi út svona tímarit. Lögfræðingar Birtíngs fara nú yfir málið en að sögn framkvæmdstjóra félagsins er Kaupás að brjóta samninga sem eru með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, sagði í samtali við fréttastofu í dag út í hött að tengja ákvörðun fyrirtækisins við grein um mansal í Kópavogi. Hann vildi ekki koma í viðtal en sagði að Kaupás hefði aldrei viljað selja Ísafold og hafi samningur þess efnis verið undirritaður við Birting þá hafi starfsmaður gert það í heimildarleysi. Ákvörðunin væri viðskiptalegs eðlis, Ísafold væri hilluvermir og Kaupás gæti nýtt sitt hillupláss undir vörur sem seldust betur. Aðspurður hvort önnur tímarit Birtings væru seld í verslunum Kaupáss, sagðist Jóni Helga, ekki vera kunnugt um það en taldi ekki ósennilegt að þeim yrði öllum hent út haldi þetta moldviðri áfram. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Kaupás lét fjarlægja tímaritið Ísafold úr öllum verslunum sínum í dag. Forráðamenn blaðsins segja það tengjast umfjöllun Ísafoldar um aðkomu bæjarstjóranns í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Forstjóri Kaupáss segir þetta viðskiptaákvörðun og hótar því að taka öll blöð Birtings úr sölu. Bæjarstjórinn segir lygar og rangfærslur koma fram í grein Ísafoldar. Það var klukkan sex í gærkvöldi sem tölvupóstur barst frá Kaupási til Birtings, útgáfufélags Ísafoldar. Þar var tilkynnt að Kaupásverslanirnar - sem eru Nóatún, Krónan og 11-11 - væru hættar að selja Ísafold og starfsmenn Birtings beðnir að sækja blöðin sem fóru í dreifingu í gær. Ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður, feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir segja áhrifamenn ítrekað hafa reynt með þrýstingi að stöðva útgáfu blaðsins vegna umfjöllunar um mansal í Kópavogi og aðkomu bæjarstjórans í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Þá segir Reynir að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi reynt að beita ritstjórn þrýstingi til að draga umfjöllunina til baka. Þegar það hafi ekki gengið beiti stærsta fyrirtækið í Kópavogi bolabrögðum. Í tilkynningunni segir ennfremur að þeir fordæmi þá aðför að prentfrelsi sem felist í aðgerðum verslunarkeðjunnar. Aðstandendur blaðsins stóðu í dag fyrir utan Nóatún í Furugrund og seldu blaðið í lausasölu. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um svo ómerkilega grein. Hann sagði þó að lygar og rangfærslur væru í greininni og það væri alvarlegt mál að ræna menn mannorðinu á þennan hátt. Þá sagði hann með ólíkindum að Baugur group gæfi út svona tímarit. Lögfræðingar Birtíngs fara nú yfir málið en að sögn framkvæmdstjóra félagsins er Kaupás að brjóta samninga sem eru með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, sagði í samtali við fréttastofu í dag út í hött að tengja ákvörðun fyrirtækisins við grein um mansal í Kópavogi. Hann vildi ekki koma í viðtal en sagði að Kaupás hefði aldrei viljað selja Ísafold og hafi samningur þess efnis verið undirritaður við Birting þá hafi starfsmaður gert það í heimildarleysi. Ákvörðunin væri viðskiptalegs eðlis, Ísafold væri hilluvermir og Kaupás gæti nýtt sitt hillupláss undir vörur sem seldust betur. Aðspurður hvort önnur tímarit Birtings væru seld í verslunum Kaupáss, sagðist Jóni Helga, ekki vera kunnugt um það en taldi ekki ósennilegt að þeim yrði öllum hent út haldi þetta moldviðri áfram.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira