Fleiri fréttir Ragnheiður hættir sem bæjarstjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, mun hætta sem bæjarstjóri þegar hún tekur sæti á Alþingi. Þessu lýsti Ragnheiður yfir í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. 14.5.2007 13:54 Fangavörður dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi Fyrrverandi fangavörður á Litla Hrauni var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti og smygl á fíkninefnum inn í fangelsið. Fangi sem aðstoðaði vörðinn við smyglið var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi þar af voru tveir mánuðir skilorðsbundnir. 14.5.2007 13:44 Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum. 14.5.2007 13:39 Atvinnuleysi 1,1 prósent í apríl Atvinnuleysi reyndist 1,1 prósent í apríl síðastliðnum og minnkaði það um rúm þrjú prósent milli mánaða samvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Er atvinnuleysi um 11,7 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. 14.5.2007 13:30 Segir Landsvirkjun hafa verið orðna óstarfhæfa Landsvirkjun var orðin óstarfhæf og þess vegna þurfti að selja eignarhluti sveitarfélaganna, segir fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri. Hann neitar að hafa selt hlut bæjarins á of lágu verði. 14.5.2007 13:00 Kjósendur voru ekki að sýna Framsóknarflokknum reisupassann Kjósendur voru ekki að senda Framsóknarflokknum þau skilaboð að hann ætti að standa fyrir utan næstu ríkisstjórn. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann segir fyrst og fremst innbyrðis átök og neikvæða umræðu hafa valdið því að Framsóknarflokkurinn hafi fengið slæma kosningu. Hann reiknar með að flokkurinn missi ráðherrastóla haldi núverandi ríkisstjórnarsamstarf áfram. 14.5.2007 12:29 Árni færist að líkindum niður um eitt sæti Landskjörstjórn fær í dag lista yfir útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi. Árni Johnsen mun að líkindum færast niður um eitt sæti en fimmtungur kjósenda flokksins strikuðu hann út. Það verður ekki fyrr en síðar í vikunni sem búið verður að fara yfir útstrikanir á Birni Bjarnasyni. 14.5.2007 12:26 Taka nokkra daga til að meta grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi Formenn stjórnarflokkanna segjast ætla að taka sér nokkra daga til að meta hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Vinstri grænna segir það fley svo laskað að það sé ekki haffært. Formaður Frjálslynda flokksins bauð í gærkvöldi upp á þann valkost að sinn flokkur kæmi inn í ríkisstjórnina. 14.5.2007 12:07 Aðrein að Úlfarsfellsvegi lokað Aðreinin að Úlfarsfellsvegi við hringtorgið á Vesturlandsvegi verður lokað vegna vegaframkvæmda í einn mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.5.2007 11:56 Í kúrekaleik á Þorlákshafnarvegi Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tveimur ungum mönnum á föstudag sem segja má að hafi verið í kúrekaleik. Hafði ökumaður dráttarvélar hringt í lögregluna og greint frá því að hann hefði verið á ferð um Þorlákshafnarveg þegar bifreið var ekið fram úr honum og byssu veifað framan í hann. 14.5.2007 11:52 Þarf að taka prófið aftur vegna ofsaaksturs Sautján ára ökumaður var tekinn á 171 km hraða á Vesturlandsvegi í nótt þarf að fara á sérstakt námskeið og taka ökuprófið aftur vegna athæfisins samkvæmt nýjum ákvæðum umferðarlaga. 14.5.2007 11:02 Þarf aðeins pólitískan vilja til að viðhalda stjórnarsamstarfi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það einungis spurningu um pólitískan vilja að ríkisstjórnarflokkarnir tveir haldi áfram samstarfi sínu. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns. Nafni hans, Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segir hins vegar á sinni heimasíðu úrslit kosninganna kalla á að Framsóknarflokkurinn endurmeti sína stöðu. 14.5.2007 10:59 Rafmagnslaus við rafstöðvarvegginn Einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir stórtjóni vegna síendurtekinna rafmagnstruflana í Grímsnes-og Grafningshreppi, segir í fundargerð sveitarstjórnar. Henni hefur verið falið að leita skýringa hjá orkusölum, en svo háttar til að allar þrjár Sogsvirkjanirnar eru í hjarta sveitarfélagsins. 14.5.2007 10:53 Mörg stjórnarmynstur í spilunum Reiknað er með því að viðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf haldi áfram á næstu dögum. Formenn flokkanna ræddust saman í gær en engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir. Ríkisstjórnin fundar á morgun. Formenn tvegga stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segja marga möguleika vera í spilunum. 14.5.2007 10:23 Verðmæti útfluttra sjávarafurða eykst um þrettán prósent Verðmæti sjávarafurða sem fluttar voru út á síðasta ári nam rúmum 124 milljörðum króna sem er tæplega þrettán prósentum meira en árið 2005 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 14.5.2007 09:54 Bílvelta í Heiðmörk Bíll fór út af malarveginum í Heiðmörk um hálfáttaleytið í kvöld. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bílinn valt og endaði á hvolfi. Þrennt var í bílnum. Farþegarnir hlutu aðeins minniháttar meiðsl og voru þeir komnir út úr bílnum þegar lögregla kom á vettvang. 13.5.2007 21:13 Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta. 13.5.2007 19:55 Ríkisstjórnin hélt naumlega velli Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur. 13.5.2007 19:35 Fjörugar umræður í Silfrinu Nýr þingmaður Framsóknarflokks, segir meiri grundvöll fyrir því að flokkurinn fari í vinstri stjórn heldur en að hann haldi áfram í núverandi stjórnarsamstarfi. Þingflokksformenn Vinstri grænna og Samfylkingar, sökuðu hvorn annan í Silfri Egils í dag um að stíga í vænginn við Sjálfstæðisflokkin. 13.5.2007 19:31 Hlutfall kvenna á þingi minnkar Konum á Alþingi fækkar um þrjár frá fyrra tímabili þegar tuttugu og þrír kvenkyns þingmenn sátu á þingi. Alls er hlutfall kvenna eftir Alþingiskosningarnar í gær innan við þriðjungur. 13.5.2007 18:56 Gríðarleg kjörsókn í fámennasta kjördæminu Kjörsókn var gríðarlega góð á fámennasta kjörstað landsins í gær. Aðeins ein manneskja nýtti ekki atkvæðarétt sinn. Í Mjóafirði voru tuttugu og átta manns á kjörskrá og kusu þar 27. Stemningin með besta móti í Sólbrekku, enda boðið upp á pönnukökur, rjómatertu og fleiri veitingar. 13.5.2007 18:49 Óvænt endurkoma og stutt stopp Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. 13.5.2007 18:45 Vinstri flokkarnir farnir að gæla við Sjálfstæðisflokk Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Siv Friðleifsdóttir segir ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. 13.5.2007 17:45 Tæplega 22 prósent strikuðu yfir Árna Johnsen Tæplega 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen í kosningunum í gær. Samkvæmt reglum fyrir kjördæmið þarf tólf og hálft prósent kjósenda flokksins að stroka frambjóðanda út svo hann falli niður um sæti. 13.5.2007 16:53 Meiri grundvöllur fyrir vinstristjórn Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. 13.5.2007 14:56 Jón segir ekki af sér Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að segja af sér formennsku að eigin frumkvæði, þrátt fyrir mikið fylgistap. Hann segir að frekara stjórnarsamstarf sé á valdi Geirs Haarde, forsætisráðherra. 13.5.2007 13:14 Geir segir áframhaldi stjórnarsamstarf blasa við Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í hádegisfréttum á Stöð 2 að flokkurinn væri ótvíræður sigurvegari kosninganna. Hann segir áframhaldandi stjórnarsamstarf blasa við. 13.5.2007 12:55 Kosningavefur Vísis sló í gegn Margföld umferð hefur verið á Vísis-vefnum frá því í gær miðað við meðalumferð og virðist almenningur hafa notfært sér kosningavefinn vel. Um fjórðungur þeirra sem fylgdust með kosningunum á vefnum voru staddir erlendis.Þá hafa viðbrögð við kosningasjónvarpi Stöðvar 2 verið framar vonum. Fjöldi fólks fylgdist með því á visir.is. 13.5.2007 12:36 Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. 13.5.2007 12:18 Kynjaskipting á nýju Alþingi Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum. 13.5.2007 12:06 Fjórðungur sjálfstæðismanna beitti útstrikunum í Suðurkjördæmi Tæplega 25 % kjósenda D-lista í Suðurkjördæmi strokuðu mann út af listanum í kosningunum í gær. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns kjörstjórnar verður skoðað í dag hvaða nöfn eiga í hlut. Árni Johnsen vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en samkvæmt RÚV beindust flestar útstrikanirnar gegn honum. 13.5.2007 10:51 Mæðradagurinn er í dag Mæðradagurinn er í dag. Hann var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 og var það Mæðrastyrksnefnd sem stóð að honum. Á vef Dómkirkjunnar segir að óvenjumargar ekkjur hafi þá verið hjálparþurfi eftir að tveir togarar fórust með allri áhöfn. Dagurinn var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en hefur nú um langt skeið verið haldinn annan sunnudag í mánuðinum. 13.5.2007 10:03 Sumir detta út, aðrir detta inn Nokkuð verður um breytingar á þingliðinu eftir kosningarnar í gær. Sumir þeirra sem gegnt hafa þingmennsku síðustu árin ná ekki kjöri en aðrir koma nýjir inn. 13.5.2007 09:59 Jón og Jónína einu ráðherrarnir sem ekki komust á þing Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn síðasta kjörtímabils komust ekki á þing og komu báðir úr Framsóknarflokknum. Þetta voru þau Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Bæði buðu þau sig fram í Reykjavík 13.5.2007 09:52 Framsókn stendur vel að vígi í NA-kjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi stendur Framsókn enn vel að vígi. Sjálfstæðisflokkur fær þar þrjá menn en heldur að dala miðað við fyrri tölur. Samfylking er með tvo menn en virðist einnig vera að dala miðað við fyrstu tölur. Þriðji þingmaður Framsóknarflokks er jöfnunarmaður. 12.5.2007 23:54 Guðmundur Steingrímsson úti aftur Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er dottinn aftur út af þingi. Hann var inni tímabundið sem jöfnunarmaður fyrr í kvöld. 12.5.2007 23:47 Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir. 12.5.2007 23:30 Framsókn í erfiðleikum Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt. 12.5.2007 23:12 Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona. 12.5.2007 23:08 Nýjustu tölur úr Norðausturkjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi þá er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig einum manni. Samfylking er líka að bæta við sig manni og Vinstri grænir standa í stað. Eftir að þessar tölur komu inn er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn niður fyrir 36% á landsvísu. 12.5.2007 22:58 Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli. 12.5.2007 22:58 Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing. 12.5.2007 22:53 Kjósendur Sjálfstæðisflokksins strika Björn Bjarnason út Kjósendur Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi Suður virðast sumir hverjir hafa tekið áskorun Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og strikað út nafn Björns Bjarnasonar. Nokkuð er um útstrikanir samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. 12.5.2007 22:53 Margir strika Árna Johnsen út Allt að 30 prósent þeirra sem greiddu Sjáflstæðisflokknum atkvæði í Suðurlandskjördæmi strikuðu út nafn Árna Johnsen samkvæmt fyrstu talningu. 12.5.2007 22:43 Harla sátt með fyrstu tölur „Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi. 12.5.2007 22:40 Sjá næstu 50 fréttir
Ragnheiður hættir sem bæjarstjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, mun hætta sem bæjarstjóri þegar hún tekur sæti á Alþingi. Þessu lýsti Ragnheiður yfir í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. 14.5.2007 13:54
Fangavörður dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi Fyrrverandi fangavörður á Litla Hrauni var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti og smygl á fíkninefnum inn í fangelsið. Fangi sem aðstoðaði vörðinn við smyglið var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi þar af voru tveir mánuðir skilorðsbundnir. 14.5.2007 13:44
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum. 14.5.2007 13:39
Atvinnuleysi 1,1 prósent í apríl Atvinnuleysi reyndist 1,1 prósent í apríl síðastliðnum og minnkaði það um rúm þrjú prósent milli mánaða samvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Er atvinnuleysi um 11,7 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. 14.5.2007 13:30
Segir Landsvirkjun hafa verið orðna óstarfhæfa Landsvirkjun var orðin óstarfhæf og þess vegna þurfti að selja eignarhluti sveitarfélaganna, segir fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri. Hann neitar að hafa selt hlut bæjarins á of lágu verði. 14.5.2007 13:00
Kjósendur voru ekki að sýna Framsóknarflokknum reisupassann Kjósendur voru ekki að senda Framsóknarflokknum þau skilaboð að hann ætti að standa fyrir utan næstu ríkisstjórn. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann segir fyrst og fremst innbyrðis átök og neikvæða umræðu hafa valdið því að Framsóknarflokkurinn hafi fengið slæma kosningu. Hann reiknar með að flokkurinn missi ráðherrastóla haldi núverandi ríkisstjórnarsamstarf áfram. 14.5.2007 12:29
Árni færist að líkindum niður um eitt sæti Landskjörstjórn fær í dag lista yfir útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi. Árni Johnsen mun að líkindum færast niður um eitt sæti en fimmtungur kjósenda flokksins strikuðu hann út. Það verður ekki fyrr en síðar í vikunni sem búið verður að fara yfir útstrikanir á Birni Bjarnasyni. 14.5.2007 12:26
Taka nokkra daga til að meta grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi Formenn stjórnarflokkanna segjast ætla að taka sér nokkra daga til að meta hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Vinstri grænna segir það fley svo laskað að það sé ekki haffært. Formaður Frjálslynda flokksins bauð í gærkvöldi upp á þann valkost að sinn flokkur kæmi inn í ríkisstjórnina. 14.5.2007 12:07
Aðrein að Úlfarsfellsvegi lokað Aðreinin að Úlfarsfellsvegi við hringtorgið á Vesturlandsvegi verður lokað vegna vegaframkvæmda í einn mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.5.2007 11:56
Í kúrekaleik á Þorlákshafnarvegi Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tveimur ungum mönnum á föstudag sem segja má að hafi verið í kúrekaleik. Hafði ökumaður dráttarvélar hringt í lögregluna og greint frá því að hann hefði verið á ferð um Þorlákshafnarveg þegar bifreið var ekið fram úr honum og byssu veifað framan í hann. 14.5.2007 11:52
Þarf að taka prófið aftur vegna ofsaaksturs Sautján ára ökumaður var tekinn á 171 km hraða á Vesturlandsvegi í nótt þarf að fara á sérstakt námskeið og taka ökuprófið aftur vegna athæfisins samkvæmt nýjum ákvæðum umferðarlaga. 14.5.2007 11:02
Þarf aðeins pólitískan vilja til að viðhalda stjórnarsamstarfi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir það einungis spurningu um pólitískan vilja að ríkisstjórnarflokkarnir tveir haldi áfram samstarfi sínu. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns. Nafni hans, Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segir hins vegar á sinni heimasíðu úrslit kosninganna kalla á að Framsóknarflokkurinn endurmeti sína stöðu. 14.5.2007 10:59
Rafmagnslaus við rafstöðvarvegginn Einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir stórtjóni vegna síendurtekinna rafmagnstruflana í Grímsnes-og Grafningshreppi, segir í fundargerð sveitarstjórnar. Henni hefur verið falið að leita skýringa hjá orkusölum, en svo háttar til að allar þrjár Sogsvirkjanirnar eru í hjarta sveitarfélagsins. 14.5.2007 10:53
Mörg stjórnarmynstur í spilunum Reiknað er með því að viðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf haldi áfram á næstu dögum. Formenn flokkanna ræddust saman í gær en engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir. Ríkisstjórnin fundar á morgun. Formenn tvegga stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segja marga möguleika vera í spilunum. 14.5.2007 10:23
Verðmæti útfluttra sjávarafurða eykst um þrettán prósent Verðmæti sjávarafurða sem fluttar voru út á síðasta ári nam rúmum 124 milljörðum króna sem er tæplega þrettán prósentum meira en árið 2005 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 14.5.2007 09:54
Bílvelta í Heiðmörk Bíll fór út af malarveginum í Heiðmörk um hálfáttaleytið í kvöld. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bílinn valt og endaði á hvolfi. Þrennt var í bílnum. Farþegarnir hlutu aðeins minniháttar meiðsl og voru þeir komnir út úr bílnum þegar lögregla kom á vettvang. 13.5.2007 21:13
Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta. 13.5.2007 19:55
Ríkisstjórnin hélt naumlega velli Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur. 13.5.2007 19:35
Fjörugar umræður í Silfrinu Nýr þingmaður Framsóknarflokks, segir meiri grundvöll fyrir því að flokkurinn fari í vinstri stjórn heldur en að hann haldi áfram í núverandi stjórnarsamstarfi. Þingflokksformenn Vinstri grænna og Samfylkingar, sökuðu hvorn annan í Silfri Egils í dag um að stíga í vænginn við Sjálfstæðisflokkin. 13.5.2007 19:31
Hlutfall kvenna á þingi minnkar Konum á Alþingi fækkar um þrjár frá fyrra tímabili þegar tuttugu og þrír kvenkyns þingmenn sátu á þingi. Alls er hlutfall kvenna eftir Alþingiskosningarnar í gær innan við þriðjungur. 13.5.2007 18:56
Gríðarleg kjörsókn í fámennasta kjördæminu Kjörsókn var gríðarlega góð á fámennasta kjörstað landsins í gær. Aðeins ein manneskja nýtti ekki atkvæðarétt sinn. Í Mjóafirði voru tuttugu og átta manns á kjörskrá og kusu þar 27. Stemningin með besta móti í Sólbrekku, enda boðið upp á pönnukökur, rjómatertu og fleiri veitingar. 13.5.2007 18:49
Óvænt endurkoma og stutt stopp Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. 13.5.2007 18:45
Vinstri flokkarnir farnir að gæla við Sjálfstæðisflokk Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Siv Friðleifsdóttir segir ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. 13.5.2007 17:45
Tæplega 22 prósent strikuðu yfir Árna Johnsen Tæplega 22 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen í kosningunum í gær. Samkvæmt reglum fyrir kjördæmið þarf tólf og hálft prósent kjósenda flokksins að stroka frambjóðanda út svo hann falli niður um sæti. 13.5.2007 16:53
Meiri grundvöllur fyrir vinstristjórn Nýr þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi, segir meiri grundvöll fyrir vinstristjórn með þáttöku Framsóknarflokksins heldur en að Framsókn starfi áfram með Sjálfstæðisflokki. 13.5.2007 14:56
Jón segir ekki af sér Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að segja af sér formennsku að eigin frumkvæði, þrátt fyrir mikið fylgistap. Hann segir að frekara stjórnarsamstarf sé á valdi Geirs Haarde, forsætisráðherra. 13.5.2007 13:14
Geir segir áframhaldi stjórnarsamstarf blasa við Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í hádegisfréttum á Stöð 2 að flokkurinn væri ótvíræður sigurvegari kosninganna. Hann segir áframhaldandi stjórnarsamstarf blasa við. 13.5.2007 12:55
Kosningavefur Vísis sló í gegn Margföld umferð hefur verið á Vísis-vefnum frá því í gær miðað við meðalumferð og virðist almenningur hafa notfært sér kosningavefinn vel. Um fjórðungur þeirra sem fylgdust með kosningunum á vefnum voru staddir erlendis.Þá hafa viðbrögð við kosningasjónvarpi Stöðvar 2 verið framar vonum. Fjöldi fólks fylgdist með því á visir.is. 13.5.2007 12:36
Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. 13.5.2007 12:18
Kynjaskipting á nýju Alþingi Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum. 13.5.2007 12:06
Fjórðungur sjálfstæðismanna beitti útstrikunum í Suðurkjördæmi Tæplega 25 % kjósenda D-lista í Suðurkjördæmi strokuðu mann út af listanum í kosningunum í gær. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns kjörstjórnar verður skoðað í dag hvaða nöfn eiga í hlut. Árni Johnsen vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en samkvæmt RÚV beindust flestar útstrikanirnar gegn honum. 13.5.2007 10:51
Mæðradagurinn er í dag Mæðradagurinn er í dag. Hann var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 og var það Mæðrastyrksnefnd sem stóð að honum. Á vef Dómkirkjunnar segir að óvenjumargar ekkjur hafi þá verið hjálparþurfi eftir að tveir togarar fórust með allri áhöfn. Dagurinn var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en hefur nú um langt skeið verið haldinn annan sunnudag í mánuðinum. 13.5.2007 10:03
Sumir detta út, aðrir detta inn Nokkuð verður um breytingar á þingliðinu eftir kosningarnar í gær. Sumir þeirra sem gegnt hafa þingmennsku síðustu árin ná ekki kjöri en aðrir koma nýjir inn. 13.5.2007 09:59
Jón og Jónína einu ráðherrarnir sem ekki komust á þing Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn síðasta kjörtímabils komust ekki á þing og komu báðir úr Framsóknarflokknum. Þetta voru þau Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Bæði buðu þau sig fram í Reykjavík 13.5.2007 09:52
Framsókn stendur vel að vígi í NA-kjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi stendur Framsókn enn vel að vígi. Sjálfstæðisflokkur fær þar þrjá menn en heldur að dala miðað við fyrri tölur. Samfylking er með tvo menn en virðist einnig vera að dala miðað við fyrstu tölur. Þriðji þingmaður Framsóknarflokks er jöfnunarmaður. 12.5.2007 23:54
Guðmundur Steingrímsson úti aftur Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er dottinn aftur út af þingi. Hann var inni tímabundið sem jöfnunarmaður fyrr í kvöld. 12.5.2007 23:47
Eðlilegt að Ingibjörg Sólrún fái stjórnarmyndunarumboð Valgerðu Sverrisdóttir, utanríkisráðherra og leiðtogi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, telur eðlilegt að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verði falið stjórnarmyndunarumboð verði úrslitin á þann veg sem útlit er fyrir. 12.5.2007 23:30
Framsókn í erfiðleikum Framsóknarflokkurinn er að tapa fylgi í flestum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz eru báðar úti samkvæmt þeim tölum sem við höfum núna. Jón Sigurðsson er enn inni í Reykjavík Suður en búast má við því að hann eigi eftir að detta inn og út í alla nótt. 12.5.2007 23:12
Eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um mögulega stjórnarmyndun falli ríkisstjórnin í kosningunum. Hún segir fyrstu tölur vera betri en hún hafi þorað að vona. 12.5.2007 23:08
Nýjustu tölur úr Norðausturkjördæmi Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi þá er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig einum manni. Samfylking er líka að bæta við sig manni og Vinstri grænir standa í stað. Eftir að þessar tölur komu inn er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn niður fyrir 36% á landsvísu. 12.5.2007 22:58
Stjórnina vantar nokkuð upp á til að halda velli Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staðan væri enn óljós eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar. Sjálfstæðisflokkurinn væri að bæta við sig frá síðustu kosningum en stjórnina vantaði hins vegar svolítið upp á til þess að halda velli. 12.5.2007 22:58
Náðum að halda umhverfisumræðunni gangandi Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði eftir að fyrstu tölur birtust að flokknum hefði tekist að halda umhverfisumræðunni gangandi í kosningabaráttunni en flokkurinn nær ekki inn manni á þing. 12.5.2007 22:53
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins strika Björn Bjarnason út Kjósendur Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi Suður virðast sumir hverjir hafa tekið áskorun Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og strikað út nafn Björns Bjarnasonar. Nokkuð er um útstrikanir samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. 12.5.2007 22:53
Margir strika Árna Johnsen út Allt að 30 prósent þeirra sem greiddu Sjáflstæðisflokknum atkvæði í Suðurlandskjördæmi strikuðu út nafn Árna Johnsen samkvæmt fyrstu talningu. 12.5.2007 22:43
Harla sátt með fyrstu tölur „Við erum bara harla sátt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi. 12.5.2007 22:40