Innlent

Atvinnuleysi 1,1 prósent í apríl

Atvinnuleysi reyndist 1,1 prósent í apríl síðastliðnum og minnkaði það um rúm þrjú prósent milli mánaða samvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Er atvinnuleysi um 11,7 prósentum minna en á sama tíma í fyrra.

Atvinnuleysi minnkaði á höfuðborgarsvæðinu um nærri fimm prósent í apríl en ekki eins mikið á landsbyggðinni, eða um 2,2 prósent. Atvinnuleysi kvenna á landinu mældist 1,5 prósent og karla 0,9 prósent í síðasta mánuði.

Vinnumálastofnun segir í skýrslu sinni að yfirleitt dragi úr atvinnuleysi í maí. Telur stofnunin líklegt að vel gangi fyrir námsfólk að fá störf þegar prófum lýkur í lok maí sökum góðs ástands á vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×