Mörg stjórnarmynstur í spilunum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2007 10:23 MYND/Valgarður Reiknað er með því að viðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf haldi áfram á næstu dögum. Formenn flokkanna ræddust saman í gær en engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir. Ríkisstjórnin fundar á morgun. Formenn tvegga stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segja marga möguleika vera í spilunum. „Staðan er mjög óljós og óviss," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. „Það er ýmislegt í spilunum en engar formlegar viðræður í gangi af okkar hálfu. Hins vegar er eðlilegt að menn tali saman." Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi sett sig í samband við forystu Sjálfstæðisflokksins og þreifað á möguleikum á samstarfi. Steingrímur segir þetta hafa komið sér mjög á óvart. „Ég var mjög hissa þegar ég las þetta." Í samtali við Vísi sagði Ingibjörg það ekki rétt hjá Morgunblaðinu að hún hafi leitað eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er ekki rétt að ég hafi leitað eftir formlegum viðræðum. Það eru allir að tala saman. Hins vegar eru engar formlegar né óformlegar viðræður í gangi af okkur hálfu við Sjálfstæðisflokkinn." Ríkisstjórnin fundar á morgun og munu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins væntanlega nýta tímann til frekari viðræðna. Eins og staðan er núna liggur þó ekkert fyrir hvort flokkarnir tveir nái saman. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, lýstu því bæði yfir fyrir kosningar að Framsóknarflokkurinn ætti að draga sig út úr ríkisstjórn ef hann fengi slæma útreið. Nokkur önnur stjórnarmynstur koma til greina nái framsóknar- og sjálfstæðismenn ekki saman um áframhaldandi samstarf. Helst er rætt um tveggja flokka stjórn annars vegar Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Vinstri grænna eða Samfylkingar. Þá hefur einnig komið til tals að Samfylking, Vinstri grænir og Framsókn myndi saman ríkisstjórn en flokkarnir störfuðu saman í R-listanum undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Reiknað er með því að viðræður Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf haldi áfram á næstu dögum. Formenn flokkanna ræddust saman í gær en engir formlegir fundir hafa þó verið boðaðir. Ríkisstjórnin fundar á morgun. Formenn tvegga stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segja marga möguleika vera í spilunum. „Staðan er mjög óljós og óviss," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. „Það er ýmislegt í spilunum en engar formlegar viðræður í gangi af okkar hálfu. Hins vegar er eðlilegt að menn tali saman." Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi sett sig í samband við forystu Sjálfstæðisflokksins og þreifað á möguleikum á samstarfi. Steingrímur segir þetta hafa komið sér mjög á óvart. „Ég var mjög hissa þegar ég las þetta." Í samtali við Vísi sagði Ingibjörg það ekki rétt hjá Morgunblaðinu að hún hafi leitað eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. „Það er ekki rétt að ég hafi leitað eftir formlegum viðræðum. Það eru allir að tala saman. Hins vegar eru engar formlegar né óformlegar viðræður í gangi af okkur hálfu við Sjálfstæðisflokkinn." Ríkisstjórnin fundar á morgun og munu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins væntanlega nýta tímann til frekari viðræðna. Eins og staðan er núna liggur þó ekkert fyrir hvort flokkarnir tveir nái saman. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, lýstu því bæði yfir fyrir kosningar að Framsóknarflokkurinn ætti að draga sig út úr ríkisstjórn ef hann fengi slæma útreið. Nokkur önnur stjórnarmynstur koma til greina nái framsóknar- og sjálfstæðismenn ekki saman um áframhaldandi samstarf. Helst er rætt um tveggja flokka stjórn annars vegar Sjálfstæðisflokksins og hins vegar Vinstri grænna eða Samfylkingar. Þá hefur einnig komið til tals að Samfylking, Vinstri grænir og Framsókn myndi saman ríkisstjórn en flokkarnir störfuðu saman í R-listanum undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels