Innlent

Bílvelta í Heiðmörk

Bíll fór út af malarveginum í Heiðmörk um hálfáttaleytið í kvöld. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bílinn valt og endaði á hvolfi. Þrennt var í bílnum. Farþegarnir hlutu aðeins minniháttar meiðsl og voru þeir komnir út úr bílnum þegar lögregla kom á vettvang.

Vakstjóri hjá lögreglunni segir að dagurinn hafi verið rólegur að öðru leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×