Innlent

Í kúrekaleik á Þorlákshafnarvegi

Frá Selfossi
Frá Selfossi MYND/GVA

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tveimur ungum mönnum á föstudag sem segja má að hafi verið í kúrekaleik. Hafði ökumaður dráttarvélar hringt í lögregluna og greint frá því að hann hefði verið á ferð um Þorlákshafnarveg þegar bifreið var ekið fram úr honum og byssu veifað framan í hann.

Fundu lögreglumenn bifreiðina og í henni voru tveir ungir karlmenn sem voru með leikfangabyssu. Þeir viðurkenndu að hafa veifað byssunni að vegfarendum. Lögregla lagði hald á byssuna og verða mennirnir kærðir fyrir brot á vopnalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×