Innlent

Nýjustu tölur úr Norðausturkjördæmi

Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi þá er Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig einum manni. Samfylking er líka að bæta við sig manni og Vinstri grænir standa í stað. Eftir að þessar tölur komu inn er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn niður fyrir 36% á landsvísu.

Samfylkingin er komin yfir 30% og er nú með 30,2% fylgi á landsvísu. Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að stjórnarandstaðan ræði saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Eftir að 11.000 atkvæði höfðu verið talin höfðu þau fallið á eftirfarandi veg:

B - 2352 - 21,4%

D - 3107 - 28,2%

F - 535 - 4,9%

I - 137 - 1,2%

S - 2505 - 22,8%

V - 2235 - 20,3%

Auðir seðlar voru 120 talsins og ógildir voru níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×