Innlent

Verðmæti útfluttra sjávarafurða eykst um þrettán prósent

Verðmæti sjávarafurða sem fluttar voru út á síðasta ári nam rúmum 124 milljörðum króna sem er tæplega þrettán prósentum meira en árið 2005 samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2006 kemur enn fremur fram að framleiðslan mæld á föstu verði hafi hins vegar dregist saman um tæp sjö prósent. Verðmæti allra aflategunda nema skel- og krabbadýra jókst frá fyrra ári og skiluðu frystar afurðir yfir helmingi útflutningsverðmætisins.

Af einstökum afurðum var verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 11,4 milljarðar króna. Ríflega þrír fjórðu af afurðunum voru fluttir til annarra landa inna Evrópska efnahagssvæðisins, tæp átta prósent til Norður-Ameríku og tæp sjö prósent til Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×