Innlent

Framsókn stendur vel að vígi í NA-kjördæmi

Samkvæmt nýjustu tölum úr Norðausturkjördæmi stendur Framsókn enn vel að vígi. Sjálfstæðisflokkur fær þar þrjá menn en heldur að dala miðað við fyrri tölur. Samfylking er með tvo menn en virðist einnig vera að dala miðað við fyrstu tölur. Þriðji þingmaður Framsóknarflokks er jöfnunarmaður.

Þrátt fyrir sterka stöðu Framsóknarflokksins virðist það ekki hafa haft áhrif á þingmannatöluna á landinu.

Nýjustu tölur í NA-kjördæmi voru sem hér segir:

Flokkur - Atkvæði - Fylgi - Þingmenn:

B - 3.359 - 24,3% - 3

D - 3.773 - 27,3% - 3

F - 696 - 5% - 0

I - 166 - 1,2% - 0

S - 2.973 - 21,2% - 2

V - 2.866 - 20,5% - 2

Alls hafa 14.000 atkvæði af 27.888 verið talin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×