Fleiri fréttir

Einar Oddur og Kristinn úti

Hvorki Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, né Kristinn H. Gunnarsson eru inni samkvæmt fyrstu tölum úr Norðvesturkjördæmi. Samfylkingin bætir við sig þingmanni í kjördæminu á kostnað Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt fyrstu tölum

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt fyrstu tölum úr fimm kjördæmum en búið er að telja 82.589 atkvæði. Framsóknarflokkurinn mælist með 10 prósenta fylgi og fær sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og mælist með 36 prósenta fylgi.

Jón Sigurðsson og Steinunn Valdís úti

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Steinunn Valdís, fyrrum borgarstjóri, eru ekki inni samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík norður. Kjörsókn hefur verið minni í kjördæminu en í fyrri kosningum en talið er að hún hafi verið rúmlega átta prósent minni en í síðustu Alþingiskosningum.

Málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn

Minni átök milli flokka og málefnalegri kosningabarátta gæti skýrt minni kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir erfitt að meta hvort minni kjörsókn henti einum flokki betur en öðrum.

Móðurhjartað slær alltaf á réttum stað

Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar og móðir Guðmundar Steingrímssonar, sagði í viðtali í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö að móðurhjartað slægi alltaf á réttum stað þegar hún var spurð að því hvorn hún hefði nú kosið.

Nokkuð minni kjörsókn í Reykjavík norður en suður

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 21 var 64,94 prósent sem er tæplega níu prósentustigum minna en á sama tíma fyrir fjórum árum. Alls höfðu 28.425 kosningabærra manna í kjördæminu neytt atkvæðisréttar síns í kjördæminu klukkan 21.

Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi

Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni.

Kjörsókn nokkuð dræmari á höfuðborgarsvæðinu

Kjörsókn í þeim þremur kjördæmum sem ná yfir höfuðborgarsvæðið er nokkru minni en fyrir fjórum árum. Þannig höfðu 27.487 kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður klukkan 20 sem er 62,79 prósenta kjörsókn en á sama tíma árið 2003 höfðu 70,71 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétt sinn.

Mjög góð kjörsókn í Grímsey

Kjörstöðum hefur nú verið lokað á nokkrum stöðum á landinu, sérstaklega á minni og afskekktari stöðum. Í Grímsey var kjörsókn um 71,6 prósent en miðað við fjölda utankjörfundaratkvæða var kosningaþátttaka þar nánast 100 prósent.

Um 30 þúsund manns voru í bænum þegar mest var

Lögreglan í Reykjavík áætlar að um 30 þúsund manns í það minnsta hafi verið samankomin í miðborginni í dag að fylgjast með því Þega Risessan svokallaða reyndi að tjónka við föður sinn sem farið hafði um borgina og látið öllum illum látum.

Deilt um auglýsingar á kjörstað

Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar.

Geysispennandi kosningasjónvarp framundan

Undirbúningur kosningasjónvarpsins er nú á lokaspretti og starfsfólk stöðvar 2 um allt land er í startholunum fyrir útsendinguna sem hefst klukkan níu. Sigríður Guðlaugsdóttir heimsótti myndverið á Lynghálsi, en þaðan verður fylgst náið með framvindu mála fram á rauða nótt.

Risessan farin til Frakklands

Risessan sem arkað hefur um götur Reykjavíkurborgar undanfarna tvo sólarhringa er nú á heimleið. Áætlanir hennar um að reyna að lokka föður sinn með sér heim til Frakklands fóru öðruvísi en á horfðist í fyrstu.

Hjúkrunarfræðingar vilja úr BHM

Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga stefnir á úrsögn úr Bandalagi íslenskra háskólamanna. Á fulltrúaþingi félagsins á þriðjudaginn kom fram afdráttarlaus vilji fulltrúanna til þess.

Um helmingur landsmanna hefur greitt atkvæði

Um helmingur landsmanna hafði kosið í Alþingiskosningunum klukkan sex í dag. Kjörsókn er svipuð og í síðustu kosningum víðast hvar. Í Reykjavík er kjörsóknin þó ívið minni en 2003 en til þess þarf að taka að þá var kjörsóknin óvenjugóð.

Kjörsókn meiri í Norðausturkjördæmi

Kjörsókn hefur gengið vel víðsvegar um landið en er heldur minni en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðausturkjördæmi. Þar er kjörsókn umtalsvert meiri á Egilsstöðum og á Akureyri en í síðustu kosningum.

Risessan reynir að róa pabba sinn

Risinn er fundinn og nú freistar risessan, dóttir hans, þess að sannfæra hann um að koma með sér úr landi. Risinn hefur verið mjög pirraður síðan hann var vakinn upp og hefur skemmt bíla með hnífapörunum sínum.

Sjálfstæðismenn á Suðurlandi kærðir

Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur kært til yfirkjörstjórnar störf fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi, í Þorlákshöfn og Vestmanneyjum. Athugasemd er gerð við það að Sjálfstæðismenn miðli upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum.

Kjörsókn ívið minni víðast hvar

Kosningar til Alþingis hafa gengið vel fyrir sig það sem af er. Kjörsókn hefur víðast verið heldur dræmari en fyrir fjórum árum ef undan er skilið Norðvesturkjördæmi þar sem kjörsókn hefur verið töluvert meiri og á Akureyri hafa nokkuð fleiri greitt atkvæði en árið 2003.

Risessan leitar að pabba sínum

Leit risessunnar að föður heldur áfram í dag en faðir hennar, risinn, hefur gengið berserksgang um borgina. Risessan hóf daginn á því að fara í sturtu áður en hún hélt af stað á nýjan leik.

Nýjustu tölur á Vísi

Á kosningavef Vísis verður í kvöld hægt að fylgjast með stöðunni í Alþingiskosningunum eins og hún er hverju sinni. Staðan verður uppfærð um leið og nýjar tölur berast og reiknað út hvaða frambjóðendur eru inni á þingi eins og staðan er á þeim tíma.

Kaldo, en ekki Kaldi

Maður af eistneskum uppruna hefur ítrekað orðið fyrir símaónæði vegna þess hve nafn hans líkist bjórnum sem bruggaður er á Árskógssandi. Hann heitir Kaldo en bjórinn Kaldi.

Kæra í Suðurkjördæmi

Samfylkinginn í Suðurkjördæmi undirbýr nú kæru vegna starfa fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi og í Vestmannaeyjum.

Hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil

Það getur vafist fyrir sumum hvað megi gera við kjörseðilinn og hvað ekki. Auðvelt er að gera kjörseðil ógildan með því að fara ekki rétt með hann. Þannig má ekki strika út frambjóðendur af öðrum listum en þeim eina sem kjósandi merkir við.

Kosningasjónvarp með stæl á Stöð 2

Stöð tvö mun fjalla skilmerkilega um kosningarnar í kvöld. Kosningasjónvarpið hefst formlega klukkan níu. Þar verður boðið upp á skýringar á framvindu mála, auk skemmtunar fram á rauða nótt. Þá verður kosningavefur Vísis með nýjustu tölur á hverjum tíma.

Ingibjörg Sólrún kaus í Hagaskóla

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar hefur greitt sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Hún mætti í Hagaskóla á ellefta tímanum og kaus í 5. kjördeild.

Geir Haarde kaus í Hagaskóla

Geir Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti á kjörstað í Hagaskóla fyrir stundu til þess að greiða atkvæði sitt í kosningunum.

Útgerðarfyrirtæki vísar ásökunum á bug

Vísir hf. í Grindavík vísar á bug ásökunum sem fram komu í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttinni var sagt frá því að fyrirtækið hafi landað þorski og gefið upp sem ufsa. Í yfirlýsingu sem borist hefur fyrirtækinu er þessu vísað alfarið á bug.

Ómar kaus í Laugardalshöll

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, mætti á kjörstað nú fyrir stundu til að greiða sitt atkvæði í Alþingiskosningunum. Ómar kaus í Laugardalshöllinni.

Jón kaus í Kópavogi

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrsti maður á lista í Reykjavík norður, mætti snemma á kjörstað og greiddi sitt atkvæði. Jón er búsettur í Kópavogi og greiddi því atkvæði í Kópavogsskóla.

Tveir á slysadeildir eftir líkamsárásir

Lögregla á Suðurnesjum var kölluð til á Veitingastaðinn Twix undir morgun þar sem maður lá meðvitundarlaus eftir líkamsáras. Maðurinn mun hafa lent í átökum við annan með þessum afleiðingum. Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild með áverka í andliti. Líðan hans er eftir atvikum.

Unglingar í samræmdum fögnuðum

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af stórum hóp unglinga sem hafði safnast saman í Kjarnaskógi til að fagna lokum samræmdu prófanna. Tæplega 150 unglingar fögnuðu þar friðsamlega í slyddu og kulda. Lögreglan hafði fengið pata af samkomunni og var með virkt eftirlit á svæðinu. Um 20 foreldrar mættu á staðinn og aðstoðuðu lögreglu við eftirlit.

Kosningar til Alþingis hafnar

Kjörstaðir opnuðu um allt land núna klukkan níu og á kjörskrá eru 221.368 manns. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn að þessu sinni, 110.399 karlar og 110.969 konur.

Gæslan keypti búnað til að slökkva gróðurelda

Landhelgisgæslan hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæslunnar sem er sérstaklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sérhannaða fötu sem notuð er í þessum tilgangi. Hún rúmar alls 2000 lítra af vatni.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir 18 ára karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni á hóteli í Reykjavík. Gæsluvarðhaldið mun þó ekki standa lengur en til 20. júní. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars.

Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur játað að hafa stungið annan mann í brjóstkassa og kvið með hnífi. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 6. júní en beðið er niðurstöðu úr lyfja- og áfengisprófum.

Veður hefur ekki áhrif á kjörfylgi Sjálfstæðisflokks

Veður á kjördag hefur áhrif á úrslit kosninganna hjá Framsóknarflokknum og Vinstriflokkunum en ekki Sjálfstæðisflokknum. Þetta sýna niðurstaður rannsóknar sem Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hefur gert. Öfugt við það sem margir halda hefur veðrið ekki áhrif á heildarkjörsókn.

Risessa á ferð um miðborgina

Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för.

MND sjúklingur fer heim eftir margra mánaða bið

Útlit er fyrir að 63 ára MND sjúklingur sem dvalið hefur á taugadeild Landspítalans hátt í 10 mánuði fái nú loks að dvelja heima hjá fjölskyldu sinni alla daga vikunnar. Kópavogsbær hefur útvegað honum fulla heimahjúkrun, en fjölskylda hans hefur sóst eftir að fá slíka þjónustu í fleiri mánuði.

Jónas áfram formaður

Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Talsmenn flokkanna allir bjartsýnir

Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru allir bjartsýnir á úrslit kosninganna á morgun. Síðustu klukkustundirnar er lögð áhersla á að ganga maður á mann, gefa blöðrur, forstpinna og annan varning merktum flokkunum.

Sjá næstu 50 fréttir