Innlent

Guðmundur Steingrímsson úti aftur

MYND/365

Guðmundur Steingrímsson, fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er dottinn aftur út af þingi. Hann var inni tímabundið sem jöfnunarmaður fyrr í kvöld.

Samfylkingin er með 29,5 prósent atkvæða í Kraganum og fjóra þingmenn samkvæmt stöðunni nú en búið er að telja um 63 prósent atkvæða í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×