Innlent

Þarf að taka prófið aftur vegna ofsaaksturs

Sautján ára ökumaður var tekinn á 171 km hraða á Vesturlandsvegi í nótt þarf að fara á sérstakt námskeið og taka ökuprófið aftur vegna athæfisins samkvæmt nýjum ákvæðum umferðarlaga.

Drengurinn var tekinn við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegur um hálftvö í nótt en þar er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuskírteininu á staðnum og má þar að auki búast við að hljóta umtalsverða sekt, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Umferðarstofa bendir á það í tilkynningu að samkvæmt nýju ákvæði umferðarlaga, sem tók gildi í síðasta mánuði, verði pilturinn settur í akstursbann sem þýðir að hann fær ekki að aka bifreið aftur fyrr en hann hefur lokið sérstöku námskeiði og tekið ökupróf að nýju. Það er fyrir utan þriggja mánaða ökuleyfisssviptingu.

Ákvæðið sem um ræðir gildir um ökumenn sem eru á bráðabirgðaskírteini en alla jafna gildir það fyrstu þrjú árin eftir að viðkomandi fær ökuréttindi. Pilturinn þarf sjálfur að greiða fyrir námskeiðið og prófið og þau útgjöld bætast við sekt sem hann mun þurfa að greiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×