Fleiri fréttir

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 19 ára pilt í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til ríflega 30 þúsund króna sektar fyrir þjófnaði og tilraun til þjófnaðar. Þá var jafnaldri piltsins dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Hljóti að koma til greina að hækka eftirlaunaaldur

Samtök atvinnulífsins telja það brýnt að afnema allar hindranir fyrir atvinnuþátttöku eldri starfsmanna og að það hljóti að koma til greina að hækka eftirlaunaaldur þar sem fólk á aldrinum 65-70 ára búi við mun betri heilsu en áður.

Heildarafli dregst saman milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var nærri níu prósentum minni en í mars í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Alls nam aflinn 161 þúsund tonnum í mars í ár en var rúm 133 þúsun tonn í mars í fyrra.

Héðinn og Jón Viktor í 2.-4. sæti

Alþjóðlegu meistararnir Héðinn Steingrímsson (2482) og Jón Viktor Gunnarsson (2406) eru í 2.-4. sæti, með 4,5 vinning, að lokinni 6. umferð Reykjavík International - Minningarmótsins um Þráin Guðmundsson, sem fram fór í kvöld í skákhöllinni Faxafeni.

KR Íslandsmeistari

KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1.

Framlengt í vesturbænum

Leikur KR og Njarðvíkur hefur verið framlengdur eftir að Jeremiah Sola jafnaði fyrir KR 73-73 um leið og lokaflautið gall. KR-ingar höfðu aldrei forystu í leiknum en náðu að knýja framlengingu eftir að Njarðvíkingar höfðu verið yfir allan leikinn.

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvík leiðir í hálfleik í viðureign sinni við KR, 39 - 44. Njarðvík leiddi allan fyrri hálfleik en KR-ingarnir fóru að sækja í sig veðrið eftir rólega byrjun. Umgjörðin í kringum leikinn er glæsileg og gríðarleg stemning er í húsinu.

Hafísinn enn á sömu slóðum

Hafís er nú 27 sjómílur norðaustur af Horni. Hafísinn hefur ekki breyst mikið síðan að Landhelgisgæslan fór síðast í ískönnunarflug en það var 12. apríl síðastliðinn.

Alcan fundaði með iðnaðarráðherra og Landsvirkjun

Wolfgang Stiller, stjórnarformaður Alcan á Íslandi, og Rannveig Rist forstjóri funduðu í dag með iðnaðarráðherra og ráðamönnum Landsvirkjunar um stöðu mála eftir álverskosninguna í Hafnarfirði. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra neitar að ræða um það hvort til greina komi að Alcan fái Keilisnes undir nýtt álver.

Heyrnarmælingar nýbura hafnar

Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári.

Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu

Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana.

Krefjast 10 milljóna króna í skaðabætur

Skipuleggjendur klámráðstefnunnar, sem átti að halda hér á landi krefja Hótel Sögu um rúmlega 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir að meina þeim um gistingu. Náist ekki samningar milli hótelsins og skipuleggjenda verður málið rekið fyrir dómstólum.

Grænt ljós á samgöngumiðstöð

Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.

Gaf út ábyrgð fyrir 13,1 milljarða króna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna gaf út ábyrgðaryfirlýsingu upp á 13,1 milljarð króna. Eitt af því sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar er hvort einn eða fleiri Íslendingar tengist bandarísku fyrirtæki sem ábyrgðin var gefin út til.

Sex mánaða drengur lenti næstum í aurflóði

Sex mánaða gamall drengur var hársbreidd frá því að lenda í aurflóði á Sauðárkóki í gær. Sum hús eru illa farin eða ónýt eftir hamfarirnar en hreinsunarstarf gengur vel.

Kolviði hleypt af stokkunum í dag

Umhverfisverkefninu Kolviði var formlega hleypt af stokkunum í Þjóðminjasafninu í dag. Það á að gera Íslendingum kleyft að jafna útblástur samgöngutækja sinna með skógrækt. Að verkefninu standa íslenska ríkið, Kaupþing og Orkuveita Reykjavíkur.

N4 ætlar að leita réttar síns vegna N1

N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1. Í fréttatilkynningu frá N4 segir að nafn og firmamerki N1 sé sláandi líkt merki og nafni N4 og að líkindin geti ruglað neytendur. Þar að auki muni N4 brátt hefja dreifingar á N4 sjónvarpi á landsvísu og því sé ljóst að firmamerkin verði afar áberandi um allt land.

Ölvaður á bíl með þýfi

Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tíu voru stöðvaðir á laugardag og jafnmargir á sunnudag og einn í nótt.

Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum.

Dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás og íkveikju

Þrír karlmenn voru dæmdir í 9 til 24 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir meðal annars húsbrot, þjófnað og stórfellda líkamsárás. Einn þeirra skaut úr haglabyssu inn um eldhúsglugga í Hafnarfirði á síðasta ári og særði mann.

Metþátttaka í golfsýningu

Vel á annað hundrað sýnendur hafa boðað þátttöku sína á golfsýningu sem fram fer í Fífunni í Kópavogi næstu helgi. Er þetta ein stærsta sýning í tengslum við golf sem haldin hefur verið hér á landi.

Sendinefnd á leið til Kaliforníu

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, heimsækja næstu daga Kaliforníu í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu.

Menningarsjóður veitir 53 styrki

Alls fengu 53 aðilar styrk úr Menningarsjóði að þessu sinni en úthlutað var úr sjóðnum í síðustu viku. Hæsta styrkinn að upphæð einni milljón króna hlaut Hið íslenska bókmenntafélag fyrir rit eftir Kristínu Bragadóttur um Daníel Willard Fiske.

Þrír háskólar vinni að vottun jafnra launa

Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra sem falið var að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi leggur til að komið verði á laggirnir samvinnuverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með það að markmiði að fá fyrirtæki til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna.

Dularfullt dufl reyndist vera fendari

Duflið dularfulla sem rak á land við Garða í Mýrdal síðastliðinn laugardag reyndist vera svokallaður fendari af rússneskum uppruna. Í fyrstu var óttast að hér væri um tundurdufl að ræða og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út.

Slasaðist í bílveltu við Hraunsá

Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum til móts við Hraunsá við Stokkseyri um eittleytið í dag.

Lækkun matvælaverðs skilar sér ekki að fullu til neytenda

Lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum á matvælum hefur ekki skilað sér að fullu til neytenda samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Verslanir 10-11 standa sig áberandi verst. Mest lækkuðu hvers konar gosdrykkir í verði í þeim fimm verslunum sem úttektin náði til.

Ný útgáfa Lyfjabókarinnar

Lyfja hefur gefið út nýja og endurbætta útgáfu Lyfjabókarinnar - handbókar um lyf á Íslandi, og var Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, afhent fyrsta eintak hennar við athöfn á dögunum. "Mér finnst frábært framtak að birta í bókinni myndir af lyfjunum í raunstærð sem mun nýtast vel til að stuðla að auknu öruggi við lyfjanotkun" sagði Siv.

Óæskilegt að bújarðir safnist á fárra manna hendur

Forsætisráðherra telur óæskilegt að eignarhald á bújörðum, þar sem ekki er stundaður búskapur, safnist á fárra manna hendur. Um 40 prósent bújarða í Borgarfirði eru nú í eigu aðila sem ekki stunda búskap.

60 ára aðrennslislögn gaf sig

Aðrennslislögn að Gönguskarðsárvirkjun brast og féll þá aurskriða féll á Sauðárkrók í gærmorgun. Högg kom á lögnina eftir að verktakar tóku í sundur háspennujarðstreng.

Búið að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna

Búið er að landa um 80 þúsund tonnum af kolmunna til mjölverksmiðja hér landi frá áramótum samkvæmt samantekt Samtaka Fiskvinnslustöðva. Þar af nema landanir íslenskra skipa um 55 þúsund tonnum.

Baugur vex hraðast af smásölufyrirtækjum í heiminum

Baugur Group er í 51. sæti yfir 250 stærstu smásölufyrirtæki í heiminum samkvæmt samantekt Deloitte Touche og Stores, tímariti bandarísku samtaka smásölufyrirtækjanna NRF. Fyrirtækið óx jafnframt hraðast af öllum smásölufyrirtækjum á listanum á árunum 2000-2005.

Slasaðist eftir verðlaunaafhendingu

Ung stúlka slasaðist á Rangárbökkum við Gaddstaðaflatir á laugardaginn þegar hestur hennar fældist. Talið var að hófhlíf á framfæti hestsins hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum en stúlkan var að koma úr heiðurshring eftir verðlaunaafhendingu þegar óhappið átti sér stað. Þá þurfti lögreglan á Hvolsvelli að kalla út sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar þegar dularfullt dufl rak á land í fjörunni við Garða í Mýrdal.

BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum.

Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005

Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu.

Skemmdarvargar í Hveragerði

Alls voru 56 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá braust óprúttinn þjófur inn í bíl í Hveragerði og stal myndavél og um eitt hundrað geisladiskum. Miklar skemmdir voru unnar í gróðrastöðinni Fagrahvammi á fimmtudaginn.

Kvenréttindakonur fagna jöfnu kynjahlutfalli

Fjöldi kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða hefur farið vaxandi á undanförnum árum og í dag eru stjórnir þriggja sjóða með jafnt kynjahlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands. Kvenréttindakonur hafa í tilefni af þessu ákveðið að afhenda sjóðunum þremur blóm á morgun í viðurkenningarskyni.

Þurftu að flýja heimili sín

Nokkrir þurftu að flýja heimili sín á Sauðárkróki í nótt vegna skemmda á íbúðum þeirra. Hreinsun hófst á ný snemma í morgun og miðar vel. Vitað er að neðanjarðar timburstokkur gaf sig með þeim afleiðingum að aurflóðið féll fram af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók á meðan starfsmenn RARIK unnu að viðgerð á honum.

Hlupu nakin um götur Akureyrar

Gríðarlegt annríki var hjá lögreglu á Akureyri í gær þar sem mikill fjöldi unglinga var í bænum langt fram á morgun. Lögregla segir þó að nóttin hafi gengið vonum framar.

Þurfa að flytja tímabundið vegna aurflóðs

Gríðarlegt eignatjón varð á Sauðárkróki í morgun þegar vatnsstokkur fyrir ofan bæinn sprakk. Mikið mildi þykir að ekki fór fer þegar vatnselgurinn steyptist niður Nafirnar. Hreinsunarstarf tekur nokkurn tíma og því þurfa tvær fjölskyldur að flytjast búferlum á meðan.

Sjá næstu 50 fréttir