Innlent

Slasaðist eftir verðlaunaafhendingu

Stúlkan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Stúlkan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. MYND/Vilhelm G.

Ung stúlka slasaðist á Rangárbökkum við Gaddstaðaflatir á laugardaginn þegar hestur hennar fældist. Talið var að hófhlíf á framfæti hestsins hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum en stúlkan var að koma úr heiðurshring eftir verðlaunaafhendingu þegar óhappið átti sér stað. Þá þurfti lögreglan á Hvolsvelli að kalla út sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar þegar dularfullt dufl rak á land í fjörunni við Garða í Mýrdal.

Stúlkan, sem er 17 ára, var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvoginum en hesturinn hljóp með hana á hús nærri reiðbrautinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli var hún með meðvitund þegar komið var að henni.

Þá kallaði lögreglan á Hvolsvelli út sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar á laugardaginn eftir að dularfullt dufl rak á land í fjörunni við Garða í Mýrdal. Duflið var um tvo metra í þvermál en ekki talið hættulegt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var annað hvort um flotholt eða mælitæki að ræða.

 

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×