Grænt ljós á samgöngumiðstöð 16. apríl 2007 18:49 Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og segir Sturla Böðvarsson að framkvæmdir geti hafist eftir átta mánuði. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.Skýrsla nefndar um framtíð Reykjavíkurflugvallar er tilbúin og er byrjað að kynna niðurstöður fyrir áhrifamönnum. Sturla segir niðurstöðu nefndarinnar þá að besti kosturinn frá sjónarhóli flugrekenda sé að völlurinn sé áfram í Vatnsmýrinni en hins vegar kunni það að vera þjóðhagslega hagkvæmt að byggja flugvöll annarsstaðar innan Reykjavíkursvæðisins, á Lönguskerjum eða Hólmsheiði, ef hægt er að selja löndin undir byggingar. Sá hængur sé hins vegar á, skv. niðurstöðu nefndarinnar, að það liggi ekki fyrir núna hvort flugtæknilegar aðstæður, veðurfar og annað, gefi færi á að byggja flugvöll á stað eins og Hólmsheiði, og næstu fjögur árin þurfi að rannsaka þessar aðstæður, bæði á Hólmsheiði og Lönguskerjum, að sögn samgönguráðherra.Annar heimildarmaður túlkaði niðurstöðu skýrslunnar þannig að flugvöllurinn færi upp á Hólmsheiði.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hvatti til þess um helgina að Reykjavíkurflugvöllur gegndi áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og vísaði til mikilvægis þess að allir landsmenn hefðu greiðan aðgang að opinberri þjónustu. Ennfremur taldi landsfundurinn mikilvægt að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.Sturla kveðst hafa fullan stuðning landsfundarins til þess sem han hafi nú þegar ákveðið að hefja undirbúning að byggingu samgöngumiðstöðvar. Segir hann að smíði þurfi ekki að taka nema 24 mánuði. Undirbúningur ætti ekki að taka nema átta mánuði og framkvæmdir gætu þá hafist. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og segir Sturla Böðvarsson að framkvæmdir geti hafist eftir átta mánuði. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.Skýrsla nefndar um framtíð Reykjavíkurflugvallar er tilbúin og er byrjað að kynna niðurstöður fyrir áhrifamönnum. Sturla segir niðurstöðu nefndarinnar þá að besti kosturinn frá sjónarhóli flugrekenda sé að völlurinn sé áfram í Vatnsmýrinni en hins vegar kunni það að vera þjóðhagslega hagkvæmt að byggja flugvöll annarsstaðar innan Reykjavíkursvæðisins, á Lönguskerjum eða Hólmsheiði, ef hægt er að selja löndin undir byggingar. Sá hængur sé hins vegar á, skv. niðurstöðu nefndarinnar, að það liggi ekki fyrir núna hvort flugtæknilegar aðstæður, veðurfar og annað, gefi færi á að byggja flugvöll á stað eins og Hólmsheiði, og næstu fjögur árin þurfi að rannsaka þessar aðstæður, bæði á Hólmsheiði og Lönguskerjum, að sögn samgönguráðherra.Annar heimildarmaður túlkaði niðurstöðu skýrslunnar þannig að flugvöllurinn færi upp á Hólmsheiði.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hvatti til þess um helgina að Reykjavíkurflugvöllur gegndi áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og vísaði til mikilvægis þess að allir landsmenn hefðu greiðan aðgang að opinberri þjónustu. Ennfremur taldi landsfundurinn mikilvægt að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.Sturla kveðst hafa fullan stuðning landsfundarins til þess sem han hafi nú þegar ákveðið að hefja undirbúning að byggingu samgöngumiðstöðvar. Segir hann að smíði þurfi ekki að taka nema 24 mánuði. Undirbúningur ætti ekki að taka nema átta mánuði og framkvæmdir gætu þá hafist.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira