Grænt ljós á samgöngumiðstöð 16. apríl 2007 18:49 Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og segir Sturla Böðvarsson að framkvæmdir geti hafist eftir átta mánuði. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.Skýrsla nefndar um framtíð Reykjavíkurflugvallar er tilbúin og er byrjað að kynna niðurstöður fyrir áhrifamönnum. Sturla segir niðurstöðu nefndarinnar þá að besti kosturinn frá sjónarhóli flugrekenda sé að völlurinn sé áfram í Vatnsmýrinni en hins vegar kunni það að vera þjóðhagslega hagkvæmt að byggja flugvöll annarsstaðar innan Reykjavíkursvæðisins, á Lönguskerjum eða Hólmsheiði, ef hægt er að selja löndin undir byggingar. Sá hængur sé hins vegar á, skv. niðurstöðu nefndarinnar, að það liggi ekki fyrir núna hvort flugtæknilegar aðstæður, veðurfar og annað, gefi færi á að byggja flugvöll á stað eins og Hólmsheiði, og næstu fjögur árin þurfi að rannsaka þessar aðstæður, bæði á Hólmsheiði og Lönguskerjum, að sögn samgönguráðherra.Annar heimildarmaður túlkaði niðurstöðu skýrslunnar þannig að flugvöllurinn færi upp á Hólmsheiði.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hvatti til þess um helgina að Reykjavíkurflugvöllur gegndi áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og vísaði til mikilvægis þess að allir landsmenn hefðu greiðan aðgang að opinberri þjónustu. Ennfremur taldi landsfundurinn mikilvægt að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.Sturla kveðst hafa fullan stuðning landsfundarins til þess sem han hafi nú þegar ákveðið að hefja undirbúning að byggingu samgöngumiðstöðvar. Segir hann að smíði þurfi ekki að taka nema 24 mánuði. Undirbúningur ætti ekki að taka nema átta mánuði og framkvæmdir gætu þá hafist. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og segir Sturla Böðvarsson að framkvæmdir geti hafist eftir átta mánuði. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.Skýrsla nefndar um framtíð Reykjavíkurflugvallar er tilbúin og er byrjað að kynna niðurstöður fyrir áhrifamönnum. Sturla segir niðurstöðu nefndarinnar þá að besti kosturinn frá sjónarhóli flugrekenda sé að völlurinn sé áfram í Vatnsmýrinni en hins vegar kunni það að vera þjóðhagslega hagkvæmt að byggja flugvöll annarsstaðar innan Reykjavíkursvæðisins, á Lönguskerjum eða Hólmsheiði, ef hægt er að selja löndin undir byggingar. Sá hængur sé hins vegar á, skv. niðurstöðu nefndarinnar, að það liggi ekki fyrir núna hvort flugtæknilegar aðstæður, veðurfar og annað, gefi færi á að byggja flugvöll á stað eins og Hólmsheiði, og næstu fjögur árin þurfi að rannsaka þessar aðstæður, bæði á Hólmsheiði og Lönguskerjum, að sögn samgönguráðherra.Annar heimildarmaður túlkaði niðurstöðu skýrslunnar þannig að flugvöllurinn færi upp á Hólmsheiði.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hvatti til þess um helgina að Reykjavíkurflugvöllur gegndi áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og vísaði til mikilvægis þess að allir landsmenn hefðu greiðan aðgang að opinberri þjónustu. Ennfremur taldi landsfundurinn mikilvægt að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.Sturla kveðst hafa fullan stuðning landsfundarins til þess sem han hafi nú þegar ákveðið að hefja undirbúning að byggingu samgöngumiðstöðvar. Segir hann að smíði þurfi ekki að taka nema 24 mánuði. Undirbúningur ætti ekki að taka nema átta mánuði og framkvæmdir gætu þá hafist.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira