Innlent

Kaupmáttur jókst um 56 prósent frá 1994-2005

MYND/Vilhelm

Kaupmáttur á hvern íbúa landsins jókst um 56 prósent frá árinu 1994-2005 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag um ráðstöfunartekjur heimilisgeirans eins og það er nefnt. Ráðstöfunartekjur á mann hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent á tímabilinu.

Þegar horft er til heildarráðstöfunartekna heimilanna hafa þær aukist um nærri 150 prósent á tímabilinu en með heildarráðstöfunartekjum heimilanna er átt við samanlagðar launatekjur, eignatekjur, tilfærslutekjur eins og bætur og réttindi og reiknaðs rekstrarafgangs.

Þegar þær eru hins vegar bornar saman við einkaneysluna á árunum 1997-2005 kemur í ljós að sparnaður er neikvæður öll árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×