Innlent

Dularfullt dufl reyndist vera fendari

MYND/Landhelgisgæslan
Duflið dularfulla sem rak á land við Garða í Mýrdal síðastliðinn laugardag reyndist vera svokallaður fendari af rússneskum uppruna. Í fyrstu var óttast að hér væri um tundurdufl að ræða og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar því kallaðir út.

Fendarar eru notaðir þegar tvö skip leggjast hvort að öðru út á rúmsjó vegna flutninga á milli skipa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×