Innlent

Framtíðarlandið segir álverin hefta útrás orkuiðnaðar

Framtíðarlandið sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu þar sem því er mótmælt að samningar við alþjóðleg álfyrirtæki séu að styrkja íslenskan orkuiðnað.

Í tilkynningunni er það sagt að þessir samningar veiki í raun íslenskan orkuiðnað og komi í veg fyrir að hann geti leitað erlendis, þar sem hann á gríðarlega möguleika.

Einnig er deilt á Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, fyrir að reikna hagvöxt tíu ár fram í tímann og segir Framtíðarlandið það vera ansi erfitt verkefni sem sé honum ekki á færi því það sé einfaldlega ekki hægt.

Hægt er að nálgast tilkynninguna í heild sinni hérna fyrir neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×