Innlent

BSRB með undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur hafið undirskriftaherferð til eflingar almannaþjónustu . Herferðin er liður í alþjóðlegri undirskriftaherferð evrópskra verkalýðshreyfinga en markmiðið er að safna yfir milljón undirskriftum.

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að sótt sé að samfélagsþjónustunni af einkafyrirtækjum sem vilja í vaxandi mæli hasla sér völl á vettvangi heilbrigðis-, mennta-, og raforkumála. Fyrirtækin byggi hins vegar allan sinn rekstur á hagnaðarsjónarmiðum og þjóna þar af leiðandi sjaldan hagsmunum almennings þegar almannaþjónustan er annars vegar.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni að í aðildarríkjum Evrópusambandsins blasir við almannaþjónustunni sama ógn og hér á landi. Er þess krafist að framkvæmdanefnd Evrópusambandsins leggi fram tillögu að nýrri löggjöf um almannaþjónustu sem eykur sjálfstæði hennar og sveigjanleika.

Að herferðinni standa Evrópusamband starfsfólks í almannaþjónustu, EPSU, og Evrópusamtök verkalýðsfélaga, ETUC. Áætlað er að söfnuninni ljúki 20. maí næstkomandi.

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×