Innlent

Slasaðist í bílveltu við Hraunsá

MYND/GVA

Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum til móts við Hraunsá við Stokkseyri um eittleytið í dag.

Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins óljós en svo virðist sem maðurinn, sem var einn í bílnum, hafi misst stjórn á bíl sínum og hann oltið heila veltu og endað á hjólunum. Talið var að hann væri alvarlega slasaður og var hann því fluttur með hraði til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn enn í rannsókn en hann er þó ekki talinn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×