Fleiri fréttir Rætt um framtíð landbúnaðarins á fjórum fundum Bændasamtök Íslands og frambjóðendur til Alþingis standa á næstu dögum fyrir fjórum fundum um stöðu og framtíð landbúnaðarins. 15.4.2007 16:10 Hreinsunarstarf á Króknum fram á kvöld Hreinsunarstarf á Sauðárkróki eftir að aurflóð féllu þar á hús og vegi í morgun gengur vel að sögn lögreglu en hún reiknar með að ekki verið lokið við að moka aurnum burt fyrr en í kvöld. 15.4.2007 16:02 Enn á gjörgæsludeild eftir sundlaugarslys Maðurinn sem slasaðist á hálsi þegar hann stakk sér í grunnan hluta Laugardalslaugar á föstudagskvöld er enn á gjörgæsludeild en er kominn úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi lækniS er hann á batavegi en verður áfram til eftirlits á gjörgæslu. 15.4.2007 15:38 Vill áframhaldandi umboð til að stýra ríkisstjórninni Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við fundarslit á landsfundi flokksins í dag að hann byði sig fram til að stýra ríkisstjórninni áfram og að hann væri sannfærður um að það myndi takast með stuðningi allra sjálfstæðismanna. 15.4.2007 15:07 Þorgerður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll. Alls greiddu 979 manns atkvæði kjörinu og hlaut Þorgerður Katrín 894 atkvæði eða 91,3 prósent. 15.4.2007 14:52 Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. 15.4.2007 14:45 Geir endurkjörinn formaður með um 96 prósentum atkvæða Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu. Hann hlaut 95,8 prósent atkvæða í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem er um það bil að ljúka. 15.4.2007 14:10 Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Verðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. 15.4.2007 13:57 Kjartan fékk flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar Kjartan Gunnarsson flest atkvæði, eða 709, í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll í dag. Kosið var um ellefu sæti af 29 í miðstjórnina á fundinum. 15.4.2007 13:47 Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri -grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi. 15.4.2007 13:00 Loftræstikerfi sjúkrahúss lokað vegna sinubruna Loka þurfti loftræstiskerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna sinubruna í gærkvöld. Öll vakt slökkviliðsins var kölluð út til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega. 15.4.2007 12:30 Kristinnn í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður velti bíl sínum við Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Kristinn hafa verið á leið frá Ísafirði eftir kosningafund Frjálslynda flokksins í bænum þegar bíll hann rann út af í krapa og bleytu og valt 15.4.2007 12:22 Gríðarlegt tjón á Sauðárkróki þegar vatnsstokkur brast Gríðarlegt tjón varð á húsum og bílum á Sauðárkróki í morgun þegar vatnstokkur í eigu RARIKgaf sig. Engin slys urðu á mönnum en tjónið nemur tugum milljóna króna. 15.4.2007 12:00 Ómar og Margrét leiða Íslandshreyfinguna í Reykjavík Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, og Margrét Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn tilkynnti um fimm eftstu sætin í kjördæmunum í dag. 15.4.2007 11:35 Erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fram undir morgun þótt málin sem upp hafi komið teljist öll minni háttar. Átta manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í eftirliti lögreglu á höfðuborgarsvæðinu. 15.4.2007 11:00 Hálkublettir á Hellisheiði Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Hálfdán en mokstur stendur yfir, snjóþekja er á Eyrarfjalli, þæfingur er á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði. Að öðru leyti eru vegir víðast hvar auðir um allt land. 15.4.2007 10:56 Sendi sjálfri sér fíkniefni til Eyja með flugi Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gær konu á þrítugsaldri með nokkrar tegundir fíkniefna. Konan hafði sent sjálfri sér efnin með flugi frá Reykjavík og lögregla fengið pata af því og þegar hún sótti efnin á flugvöllinn var hún handtekin. 15.4.2007 10:15 Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag klukkan tvö með ræðu formannsins. Ályktanir í sex málaflokkum voru afgreiddar í gær þar sem meðal annars kom fram að flokkurinn ætlar á næstu misserum að fella niður stimpilgjöld, lækka skatta einstaklinga og fyrirtækja og einfalda skattkerfið. 15.4.2007 10:00 Hús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í eldi Stálgrindarhús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í bruna í nótt. Húsið var áður kennt við Sæfellsbúið í Vestmannaeyjum en þar var eggjabú þar til fyrir nokkrum árum. Húsið stendur sunnarlega á Heimaey á leiðinni út að Stórhöfða. 15.4.2007 09:41 Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst Sjálfstæðisflokkur fengi 29 þingmenn, væri gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna dalar verulega frá síðustu könnun og er nú tæp sautján prósent. 15.4.2007 09:00 Kvartmilljón í dagsektir fyrir að vanrækja tilkynningar Fyrirtækið Mest efh. þarf að greiða 250 þúsund krónur í dagssektir vegna ófullnægjandi tilkynningaskyldu um samruna þriggja fyrirtækja sem áttu sér stað í fyrra og árið 2005. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir ólíðandi að fyrirtæki vanræki tilkynningar um samruna fyrirtækja. 14.4.2007 19:30 Óhjákvæmilegt að fella synjunarvald forseta úr stjórnarskrá Sjálfstæðismenn telja óhjákvæmilegt að fella úr gildi ákvæði um synjunarvald forseta í stjórnarskrá við þá endurskoðun stjórnarskrár sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins um réttarfars- og stjórnskipunarmál. 14.4.2007 19:24 Fatlaðir sýndu vortískuna í Kringlunni Ungt fólk með fötlun sýndi í dag vortískuna á nýstárlegan hátt. Með tískusýningunni vildu öryrkjar sýna fram á hve ósveigjanlegur veruleiki fatlaðra er. 14.4.2007 19:15 Mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að jálfstæðismenn komi einhuga fram í kosningabaráttunni og nái að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir flokkinn ekki leggja til einkavæðingu í heilbrigðismálum, þótt heilbrigðisverkefni yrðu færð til einkaaðila. 14.4.2007 18:45 Haukastúlkur unnu þrefalt í vetur Ljóst varð í dag að Haukastúlkur ynnu alla titla sem í boði voru í vetur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1. 14.4.2007 18:34 Kallaður heim frá útlöndum til yfirheyrslu Viggó Þórir Þórisson, framkvæmdarstjóri verðbréfasjóðs Sparisjóðanna hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna meintrar bókhaldsóreiðu. Framkvæmdastjóranum var fyrirvaralaust vikið úr starfi og þótti málið það alvarlegt að hann var kallaður heim frá útlöndum, en hann var á ferðalagi þegar málið kom upp. 14.4.2007 18:30 Með hassmola í sokknum á lögreglustöðinni Heldur óvenjulegt fíkniefnamál kom upp í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Suðurnesjum í morgun. Fíkniefnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli átti leið um afgreiðsluna og hafði hann mikinn áhuga á manni sem þar var staddur. 14.4.2007 18:19 25 sækjast eftir 11 sætum í miðstjórn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri eru í hópi 25 manna sem bjóða sig fram til setu í miðstjórn flokksins á landsfundi sem fram hefur farið síðustu daga og lýkur á morgun. Kosið verður í miðstjórnina á morgun en ellefu manns eru kosnir í stjórnina á landsfundi. 14.4.2007 17:46 Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. 14.4.2007 17:29 KR nær forystunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn KR-ingar tóku í dag 2-1 forystu úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta með því að leggja Njarðvíkinga í Njarðvík, 96-92. 14.4.2007 16:47 Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar Rannveig Guðmundsdóttir, fráfarandi þingmaður, var í dag kjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í Egilshöll. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin. 14.4.2007 16:15 Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggst algjörlega gegn þeim hugmyndum að hækka fjármagnstekjuskatt og segir slíkt tilræði við sparnað í landinu sem myndi án efa leiða til fjármagnsflótta úr landinu. 14.4.2007 16:00 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins styður hvalveiðar Mikilvægur áfangi náðist þegar hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný á síðasta ári, segir í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmáls sem samþykkt var í dag. 14.4.2007 15:24 Framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna rekinn Stjórn Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hefur vikið Viggó Þórissyni, framkvæmdastjóra þjónustunnar, fyrirvaralaust úr starfi. Í tilkynningu frá Verðbréfaþjónustunni segir að mistök hafi átt sér stað í störfum framkvæmdastjórans. 14.4.2007 15:06 Tónleikar á Ísafirði líklega ekki fyrr en á næsta starfsári Sinfó Tónleikar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hugðist halda á Ísafirði í gær undir stjórn Vladimirs Ashkenazys verða að líkindum ekki fyrr en á næsta starfsári sveitarinnar. 14.4.2007 14:19 Kveiktu í neyðarblysi í jarðgöngum vestra Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kvatt að jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiði seint í gærkvöld vegna reyks í göngunum. Á vef Bæjarins besta segir að bæði dælubíll og sjúkrabíll hafi verið sendir á staðinn og kom þá í ljós að óprúttnir aðilar höfðu kveikt á neyðarreykblysi við gatnamótin í göngunum. 14.4.2007 13:31 Níu fiskvinnslukonum sagt upp á Flateyri Níu konum í fiskvinnslunni Kambi á Flateyri hefur verið sagt upp. Það var gert um síðustu mánaðamót og borið við hagræðingu. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta hafa konurnar allar eins mánaðar uppsagnarfrest. 14.4.2007 13:23 Monu Sahlin vel gætt Monu Sahlin, leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, er vel gætt en fjórir lífverðir fylgja henni hvert fótmál í heimsókn hennar hingað til lands. Öryggæsgsæsla ráðherra og stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð var hert verulega eftir morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra árið 2003. 14.4.2007 12:30 Réttlætismál að einstæðar konur komist í tæknifrjóvgun Geir H Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé réttlætismál að einstæðar konur fái að fara í tæknifrjóvgun. Einstæðar konur sem vilja fara í slíka aðgerð þurfa nú að leita út fyrir landsteinana. 14.4.2007 12:15 Samfylkingin ætlar að breyta eftirlaunalögum Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. 14.4.2007 12:00 Ársreikningar samþykktir með 63 milljóna króna afgangi Ársreikningar Samfylkingarinnar voru samþykktir á landsfundi flokksins í Egilshöll morgun með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Sýnt er beint frá fundinum í dag svo og frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.. 14.4.2007 11:15 Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt og gistu fimm mennn fangageymslur í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 119 kílómetra hraða þar sem hámarksráði er 90 kílómetrar. 14.4.2007 10:45 Unglingspiltar teknir fyrir innbrot í nótt Þrír piltar brutust inn Bónusvídeó við Laugalæk í Reykjavík í nótt. Öryggisverðir Securitas létu lögreglu vita og þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. 14.4.2007 10:30 Efri-Brú verður Ásgarður Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Götusmiðjunnar hefur fengið samþykki sveitarstjórnar í Grímsnesi og Grafningi fyrir að breyta nafninu á Efri-Brú. 14.4.2007 10:15 Óveður á Vestfjörðum Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum. Hún segir krapa á Steingrímsfjarðarheiði, hálku á Hálfdáni, snjóþekju á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði en að öðru leyti eru vegir greiðfærir. Í öðrum landshlutum eru vegir víðast hvar auðir. 14.4.2007 10:06 Sjá næstu 50 fréttir
Rætt um framtíð landbúnaðarins á fjórum fundum Bændasamtök Íslands og frambjóðendur til Alþingis standa á næstu dögum fyrir fjórum fundum um stöðu og framtíð landbúnaðarins. 15.4.2007 16:10
Hreinsunarstarf á Króknum fram á kvöld Hreinsunarstarf á Sauðárkróki eftir að aurflóð féllu þar á hús og vegi í morgun gengur vel að sögn lögreglu en hún reiknar með að ekki verið lokið við að moka aurnum burt fyrr en í kvöld. 15.4.2007 16:02
Enn á gjörgæsludeild eftir sundlaugarslys Maðurinn sem slasaðist á hálsi þegar hann stakk sér í grunnan hluta Laugardalslaugar á föstudagskvöld er enn á gjörgæsludeild en er kominn úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi lækniS er hann á batavegi en verður áfram til eftirlits á gjörgæslu. 15.4.2007 15:38
Vill áframhaldandi umboð til að stýra ríkisstjórninni Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við fundarslit á landsfundi flokksins í dag að hann byði sig fram til að stýra ríkisstjórninni áfram og að hann væri sannfærður um að það myndi takast með stuðningi allra sjálfstæðismanna. 15.4.2007 15:07
Þorgerður endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll. Alls greiddu 979 manns atkvæði kjörinu og hlaut Þorgerður Katrín 894 atkvæði eða 91,3 prósent. 15.4.2007 14:52
Ekki ákveðið hvort frekari hvalveiðikvóti verði gefinn út Íslensk stjórnvöld hafa ekki ákveðið hvort hvalveiðum verður haldið áfram og það veltur töluvert á því hvort markaður er fyrir hvalaafurðirnar. Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. 15.4.2007 14:45
Geir endurkjörinn formaður með um 96 prósentum atkvæða Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu. Hann hlaut 95,8 prósent atkvæða í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem er um það bil að ljúka. 15.4.2007 14:10
Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Verðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. 15.4.2007 13:57
Kjartan fékk flest atkvæði í kjöri til miðstjórnar Kjartan Gunnarsson flest atkvæði, eða 709, í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í Laugardalshöll í dag. Kosið var um ellefu sæti af 29 í miðstjórnina á fundinum. 15.4.2007 13:47
Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri -grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi. 15.4.2007 13:00
Loftræstikerfi sjúkrahúss lokað vegna sinubruna Loka þurfti loftræstiskerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna sinubruna í gærkvöld. Öll vakt slökkviliðsins var kölluð út til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega. 15.4.2007 12:30
Kristinnn í bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður velti bíl sínum við Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Kristinn hafa verið á leið frá Ísafirði eftir kosningafund Frjálslynda flokksins í bænum þegar bíll hann rann út af í krapa og bleytu og valt 15.4.2007 12:22
Gríðarlegt tjón á Sauðárkróki þegar vatnsstokkur brast Gríðarlegt tjón varð á húsum og bílum á Sauðárkróki í morgun þegar vatnstokkur í eigu RARIKgaf sig. Engin slys urðu á mönnum en tjónið nemur tugum milljóna króna. 15.4.2007 12:00
Ómar og Margrét leiða Íslandshreyfinguna í Reykjavík Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, og Margrét Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Flokkurinn tilkynnti um fimm eftstu sætin í kjördæmunum í dag. 15.4.2007 11:35
Erill hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fram undir morgun þótt málin sem upp hafi komið teljist öll minni háttar. Átta manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í eftirliti lögreglu á höfðuborgarsvæðinu. 15.4.2007 11:00
Hálkublettir á Hellisheiði Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Hálfdán en mokstur stendur yfir, snjóþekja er á Eyrarfjalli, þæfingur er á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði. Að öðru leyti eru vegir víðast hvar auðir um allt land. 15.4.2007 10:56
Sendi sjálfri sér fíkniefni til Eyja með flugi Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í gær konu á þrítugsaldri með nokkrar tegundir fíkniefna. Konan hafði sent sjálfri sér efnin með flugi frá Reykjavík og lögregla fengið pata af því og þegar hún sótti efnin á flugvöllinn var hún handtekin. 15.4.2007 10:15
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýkur í dag klukkan tvö með ræðu formannsins. Ályktanir í sex málaflokkum voru afgreiddar í gær þar sem meðal annars kom fram að flokkurinn ætlar á næstu misserum að fella niður stimpilgjöld, lækka skatta einstaklinga og fyrirtækja og einfalda skattkerfið. 15.4.2007 10:00
Hús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í eldi Stálgrindarhús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í bruna í nótt. Húsið var áður kennt við Sæfellsbúið í Vestmannaeyjum en þar var eggjabú þar til fyrir nokkrum árum. Húsið stendur sunnarlega á Heimaey á leiðinni út að Stórhöfða. 15.4.2007 09:41
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst Sjálfstæðisflokkur fengi 29 þingmenn, væri gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna dalar verulega frá síðustu könnun og er nú tæp sautján prósent. 15.4.2007 09:00
Kvartmilljón í dagsektir fyrir að vanrækja tilkynningar Fyrirtækið Mest efh. þarf að greiða 250 þúsund krónur í dagssektir vegna ófullnægjandi tilkynningaskyldu um samruna þriggja fyrirtækja sem áttu sér stað í fyrra og árið 2005. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir ólíðandi að fyrirtæki vanræki tilkynningar um samruna fyrirtækja. 14.4.2007 19:30
Óhjákvæmilegt að fella synjunarvald forseta úr stjórnarskrá Sjálfstæðismenn telja óhjákvæmilegt að fella úr gildi ákvæði um synjunarvald forseta í stjórnarskrá við þá endurskoðun stjórnarskrár sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram í ályktun landsfundar flokksins um réttarfars- og stjórnskipunarmál. 14.4.2007 19:24
Fatlaðir sýndu vortískuna í Kringlunni Ungt fólk með fötlun sýndi í dag vortískuna á nýstárlegan hátt. Með tískusýningunni vildu öryrkjar sýna fram á hve ósveigjanlegur veruleiki fatlaðra er. 14.4.2007 19:15
Mikilvægt að sjálfstæðismenn sýni samstöðu Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að jálfstæðismenn komi einhuga fram í kosningabaráttunni og nái að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir flokkinn ekki leggja til einkavæðingu í heilbrigðismálum, þótt heilbrigðisverkefni yrðu færð til einkaaðila. 14.4.2007 18:45
Haukastúlkur unnu þrefalt í vetur Ljóst varð í dag að Haukastúlkur ynnu alla titla sem í boði voru í vetur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1. 14.4.2007 18:34
Kallaður heim frá útlöndum til yfirheyrslu Viggó Þórir Þórisson, framkvæmdarstjóri verðbréfasjóðs Sparisjóðanna hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna meintrar bókhaldsóreiðu. Framkvæmdastjóranum var fyrirvaralaust vikið úr starfi og þótti málið það alvarlegt að hann var kallaður heim frá útlöndum, en hann var á ferðalagi þegar málið kom upp. 14.4.2007 18:30
Með hassmola í sokknum á lögreglustöðinni Heldur óvenjulegt fíkniefnamál kom upp í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Suðurnesjum í morgun. Fíkniefnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli átti leið um afgreiðsluna og hafði hann mikinn áhuga á manni sem þar var staddur. 14.4.2007 18:19
25 sækjast eftir 11 sætum í miðstjórn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri eru í hópi 25 manna sem bjóða sig fram til setu í miðstjórn flokksins á landsfundi sem fram hefur farið síðustu daga og lýkur á morgun. Kosið verður í miðstjórnina á morgun en ellefu manns eru kosnir í stjórnina á landsfundi. 14.4.2007 17:46
Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. 14.4.2007 17:29
KR nær forystunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn KR-ingar tóku í dag 2-1 forystu úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta með því að leggja Njarðvíkinga í Njarðvík, 96-92. 14.4.2007 16:47
Rannveig sjálfkjörin formaður framkvæmdastjórnar Rannveig Guðmundsdóttir, fráfarandi þingmaður, var í dag kjörin formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í Egilshöll. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin. 14.4.2007 16:15
Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggst algjörlega gegn þeim hugmyndum að hækka fjármagnstekjuskatt og segir slíkt tilræði við sparnað í landinu sem myndi án efa leiða til fjármagnsflótta úr landinu. 14.4.2007 16:00
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins styður hvalveiðar Mikilvægur áfangi náðist þegar hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný á síðasta ári, segir í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmáls sem samþykkt var í dag. 14.4.2007 15:24
Framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna rekinn Stjórn Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hefur vikið Viggó Þórissyni, framkvæmdastjóra þjónustunnar, fyrirvaralaust úr starfi. Í tilkynningu frá Verðbréfaþjónustunni segir að mistök hafi átt sér stað í störfum framkvæmdastjórans. 14.4.2007 15:06
Tónleikar á Ísafirði líklega ekki fyrr en á næsta starfsári Sinfó Tónleikar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hugðist halda á Ísafirði í gær undir stjórn Vladimirs Ashkenazys verða að líkindum ekki fyrr en á næsta starfsári sveitarinnar. 14.4.2007 14:19
Kveiktu í neyðarblysi í jarðgöngum vestra Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kvatt að jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiði seint í gærkvöld vegna reyks í göngunum. Á vef Bæjarins besta segir að bæði dælubíll og sjúkrabíll hafi verið sendir á staðinn og kom þá í ljós að óprúttnir aðilar höfðu kveikt á neyðarreykblysi við gatnamótin í göngunum. 14.4.2007 13:31
Níu fiskvinnslukonum sagt upp á Flateyri Níu konum í fiskvinnslunni Kambi á Flateyri hefur verið sagt upp. Það var gert um síðustu mánaðamót og borið við hagræðingu. Eftir því sem fram kemur á vef Bæjarins besta hafa konurnar allar eins mánaðar uppsagnarfrest. 14.4.2007 13:23
Monu Sahlin vel gætt Monu Sahlin, leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, er vel gætt en fjórir lífverðir fylgja henni hvert fótmál í heimsókn hennar hingað til lands. Öryggæsgsæsla ráðherra og stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð var hert verulega eftir morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra árið 2003. 14.4.2007 12:30
Réttlætismál að einstæðar konur komist í tæknifrjóvgun Geir H Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé réttlætismál að einstæðar konur fái að fara í tæknifrjóvgun. Einstæðar konur sem vilja fara í slíka aðgerð þurfa nú að leita út fyrir landsteinana. 14.4.2007 12:15
Samfylkingin ætlar að breyta eftirlaunalögum Samfylkingin ætlar að breyta lögum um eftirlaun ráðamanna komist flokkurinn í ríkisstjórn að loknum kosningum þannig að meira jafnræði komist á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Formaður flokksins sagði í setningarræðu að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar yrði að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. 14.4.2007 12:00
Ársreikningar samþykktir með 63 milljóna króna afgangi Ársreikningar Samfylkingarinnar voru samþykktir á landsfundi flokksins í Egilshöll morgun með rúmlega 63 milljóna króna afgangi, sem gerir meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum að því er segir á heimasíðu flokksins. Sýnt er beint frá fundinum í dag svo og frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.. 14.4.2007 11:15
Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt og gistu fimm mennn fangageymslur í nótt. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 119 kílómetra hraða þar sem hámarksráði er 90 kílómetrar. 14.4.2007 10:45
Unglingspiltar teknir fyrir innbrot í nótt Þrír piltar brutust inn Bónusvídeó við Laugalæk í Reykjavík í nótt. Öryggisverðir Securitas létu lögreglu vita og þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. 14.4.2007 10:30
Efri-Brú verður Ásgarður Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Götusmiðjunnar hefur fengið samþykki sveitarstjórnar í Grímsnesi og Grafningi fyrir að breyta nafninu á Efri-Brú. 14.4.2007 10:15
Óveður á Vestfjörðum Vegagerðin varar við óveðri á Vestfjörðum. Hún segir krapa á Steingrímsfjarðarheiði, hálku á Hálfdáni, snjóþekju á Hrafnseyraheiði og Dynjandisheiði en að öðru leyti eru vegir greiðfærir. Í öðrum landshlutum eru vegir víðast hvar auðir. 14.4.2007 10:06