Fleiri fréttir

Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða

Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut.

Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna

Magnús Scheving og Jonathan Judge voru í dag tilnefndir til Emmy verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. Þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlauna en í fyrra var Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu, tilnefnd sem fyrir leik sinn.

Jóhanna undrast synjun ríkisstjórnar

Jóhanna Sigurðardóttir segir frá því á bloggsíðu sinni í dag að forsætisráðuneytið hafi synjað beiðni hennar um að fá afhent öll þau gögn af ríkisstjórnarfundum þar sem málefni Byrgisins voru til umræðu.

Sýknaður af ákæru um birtingu áfengisauglýsinga

Karlmaður var í Hæstarétti í dag sýknaður af ákæru um áfengislagabrot með því að hafa sem framkvæmdastjóri tiltekins fyrirtækis látið birta auglýsingar á áfengum bjór í tveimur dagblöðum.

Síminn tapaði 3,6 milljörðum í fyrra

Síminn tapaði tæpum 3,6 milljöðrum króna á síðasta ári samkvæmt ársuppgjör sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Fram kemur að hagnaður á síðari helmingi ársins hafi verið 2,8 milljarðar króna en að slök afkoma skýrist af gengisþróun krónunnar og nam gengistapið um 5,8 milljörðum króna.

Didda syngur til að frelsa barnsföður úr fangelsi

Finnsk-íslenska hljómsveitin Mina Rakastan Sinua, með skáldkonuna Diddu í fararbroddi, heldur tónleika á Dómó í kvöld til að safna peningum til að leysa barnsföður Diddu úr fangelsi á Jamaika.

Sýknaður af ákæru um frelsissviptingu

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um frelsissviptingu og sneri þannig við dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haldið starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur nauðugum í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis hans í Kópavogi.

Staðfesti gæsluvarðhald yfir karlmanni í tengslum við umfjöllun Kompáss

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem gaf sig fram við lögreglu eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kompáss um barnaníðinga. Hann var í hópi fjögurra manna sem komu í íbúð sem þátturinn hafði leigt eftir að mennirnir höfðu sett sig í samband við þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi, en stúlkan sem reyndist tálbeita Kompáss.

Björgólfur Thor kaupir Fríkirkjuveg 11

Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að ganga að tilboði fjárfestingarfélagsins Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í Fríkirkjuveg 11. Kaupverðið er 600 milljónir.

Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður í áföngum

Samkvæmt nýjustu drögum að vegaáætlun verður Suðurlandsvegur breikkaður og gerður að 2+2 vegi í áföngum. Frá þessu greinir Sunnlenska fréttablaðið og vitnar í heimildarmenn sína. Drögin hafa að undanförnu verið til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna og hefur verið hart tekist á um þau.

Útskrifaðar af gjörgæsludeild eftir slys á Breiðholtsbrautinni

Búið er að útskrifa konurnar tvær sem slösuðust í bílslysi á Breiðholtsbrautinni í gær af gjörgæsludeild. Þær eru báðar á batavegi eftir að hafa gengist undir skurðaðgerðir í gær. Konurnar voru einar í bílum sínum en beita þurfti klippum til að ná þeim út.

Vilja stofna Loftlagsráð Reykjavíkurborgar

Borgarfulltrúar Vinstri - grænna lögðu til á fundi borgarráðs í dag að stofnaður yrði þverpólitískur starfshópur stjórnmálamanna og embættismanna, svokallað Loftlagsráð Reykjavíkurborgar, til þess að bregðast við upplýsingum í nýrri skýrslu um loftlagsmál.

Spyr hvort Bandaríkjamenn hafi leitað stuðnings vegna Íransmáls

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um það hvort Bandaríkjamenn hafi leitað hófanna hjá ríkisstjórn Íslands um svipaðan stuðning við hugsanlegan hernað gegn Íran og aflað var í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Setti bát á brennu án leyfis eiganda

Karlmaður, sem gefið var að sök að hafa tekið bát í leyfisleysi og sett hann á brennu, var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag sýknaður. Maðurinn var ábyrgðamaður áramótabrennu sem haldin var á Vestfjörðum í árslok 2003.

Magn dagblaða og auglýsingapósts eykst um rúm 50 prósent

Ársskammturinn af dagblöðum og auglýsingapósti hefur aukist um rúm 50 prósent frá árinu 2003 samkvæmt tilraun sem tólf heimili í Hlíðunum hafa tekið þátt í. Fram kemur á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar að árið 2003 bárust 133 kíló af slíkum pósti inn á hvert heimili en árið 2006 var magnið orðið 205 kíló.

Stúdentaráðskosningar í HÍ í dag

Stúdentar við Háskóla Íslands kjósa í dag hverjir leiða Stúdentaráð skólans og hverjir sitja Háskólafund næsta árið. Þrjár fylkingar bjóða fram H-listinn, Röskva og Vaka. Notuð er miðlæg kjörskrá og stúdentar geta því valið sér kjördeildir á háskólasvæðinu eftir hentugleika.

Fá engan launamiða frá Varnarliðinu

Allt útlit er fyrir að fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli lendi í vandræðum með að útfylla skattframtölin þar sem engir launamiðar berast frá Varnarliðinu. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Mörgum vísað frá í háskólum

Tólf hundruð og tuttugu umsóknum um háskólanám var vísað frá í fyrrahaust. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir þetta ótvíræða sönnun um fjárskort háskólastigsins.

Skólagjöld hækkuð í HR í haust

Skólagjöld í Háskólanum í Reykjavík verða hækkuð umfram launga- og neysluvísitölu í haust vegna ýmiss kostnaðar eins og það er orðað í bréfi rektors til nemenda. Þar er tekið sem dæmi að skólagjöld í grunnámi muni hækka úr 110 þúsund krónum á önn í 128 þúsund fyrir komandi haustönn.

Fullyrðingar um leka rangar

Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann tekur fram að fullyrðingar um að embættið hafi lekið upplýsingum um rannsókn á Baugsmálinu séu rangar.

Hafa ekki fengið laun síðan í september

Eftirlitsmenn á vegum Sjómannafélags Íslands og Alþjóðaflutningasambandsins stöðvuðu í hádeginu uppskipun úr flutningaskipi í Grundartangahöfn. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og telur áhöfnin 17 Úkraínumenn og Georgíumenn.

Mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum að mati Seðlabanka

Seðlabankamenn segja að enn sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, meðal annars vegna gríðarlegs viðskiptahalla og útiloka því ekki að stýrivextir muni hækka enn frekar á árinu þótt bankinn hafi ákveðið í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni.

Risastórar strengjabrúður og Shakespeare á Listahátíð

Upphaf Listahátíðar í Reykjavík 2007 markar lok frönsku menningarkynningarinnar “Pourquoi Pas? Frankst vor á Íslandi 2007.” Dagskráin var kynnt í morgun og munu glæsileg og óvenjuleg götuatriði franska hópsins Royal de Luxe einkenna fyrstu tvo daga hátíðarinnar sem hefst 10. maí. Útiatriðin verða af stærðargráðu sem ekki hafa sést áður á götum Reykjavíkur og verður skólabörnum boðið í bæinn af þessu tilefni.

Vaxtalækkunarferli ekki hafið, segir seðlabankastjóri

Vaxtalækkunarferli er ekki hafið þótt Seðlabankinn hafi ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fundi í morgun. Við ákveðin skilyrði gætu horfur versnað og bankinn myndi þá hækka vexti á ný. Það sem gæti meðal annars haft þessi áhrif væru breytingar á stöðu íslensku krónunnar.

Vél Iceland Express á leið til Stansted lenti í Manchester

Flugvél Iceland Express á leið til Stansted-flugvallar í Lundúnum var snúið til Manchester í morgun, en Stansted var lokaður vegna snjóþyngsla. Búið er að opna Stansted aftur og verður vélinni flogið þangað frá Manchester. Ætla má að einhver töf verði á flugi Iceland Express til Stansted síðdegis.

Enn mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum

Seðlabankinn mun bregðast við ef verðbólguhorfur versna á ný. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði enn mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað. Bankinn ákvað í morgun stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru nú 14,25%.

Íslenskt viðskiptalíf og menning í Danmörku

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt í dag til Danmerkur þar sem hann mun m.a. flytja opnunarávarp á sýningu með verkum Jóhannesar Kjarval og Ólafs Elíasonar. Sýningin ber heitið Lavaland og verður í listasafninu Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem verkum þessara myndlistarmanna er skipað saman á sýningu.

Kristinn tilkynnir um framtíð sína í dag

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar í dag að tilkynna um pólitíska framtíð sína samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristinn ákvað að þiggja ekki þriðja sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Aðgerðaráætlun vegna Reykjaneshallar

Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða mögulegar leiðir til úrbóta í varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að Menningar-, íþrótta- og tómstundaskrifstofa bæjarins hafi skilað inn skýrslu og aðgerðaráætlun til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fram hefur komið að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir heilsuverndarmörkum á svifryki utandyra.

Framtíðarlandið býður ekki fram í vor

Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld voru greidd atkvæði um það hvort ætti að bjóða fram í alþingiskosningum í vor. Niðurstaðan var að 96 sögðu nei og 92 sögðu já. Því hefur verið ákveðið að bjóða ekki fram. Þar að auki þurfti aukinn meirihluta, eða 2/3 atkvæða, til þess að samþykkja tillöguna. Tillagan um framboð í komandi alþingiskosningum var því felld.

Erilsamt hjá lögreglunni í gær

Lögreglan á höfuðbrogarsvæðinu setti upp myndavél við Dalasmára í Kópavogi í gær. Brot fimmtán ökumanna voru mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var tæpir 46 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en sá hraðast ók var mældur á tvöföldum hámarkshraða. Eftirlit lögreglunnar í Dalasmára kom í kjölfar ábendinga frá íbúunum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu tók lögreglan tuttugu og fimm ökumenn fyrir hraðakstur.

Siv leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Siv Friðleifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Una María Óskarsdóttir skipa þrjú efstu sæti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta var niðurstaða aukakjördæmisþings í kvöld. Þingið hófst kl. 20:00 en þar var tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi þingkosningar borin upp til samþykktar. Listinn var samþykktur án breytinga. Þess er gaman að geta að Steingrímur Hermannsson skipar heiðurssætið á listanum.

Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins

Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram.

Konan sem lýst var eftir er fundin

Konan sem lögregla höfuðborgarsvæðisins lýsti eftir í kvöld, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir, er fundin. Hennar hafði verið saknað frá því fyrr í kvöld. Lögreglan vill koma þökkum á framfæri til þeirra sem aðstoðuðu við leitina.

ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa

Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs.

Of seint að læra að prjóna

Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur.

Fulltrúi forseta mætti ekki á fund utanríkismálanefndar

Hvorki fulltrúi forsetaembættisins né utanríkisráðuneytisins mætti á fund utanríkismálanefndar í morgun, vegna setu forsetans í þróunarráði Indlands. Halldór Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að utanríkisráðherra muni koma á fund nefndarinnar síðar.

Orðaskak á þingi vegna ummæla Frjálslyndra

Þingmenn Frjálslynda flokksins gerðu harða hríð að Sæunni Stefánsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni Innflytjendaráðs, í upphafi þingfundar í morgun, fyrir að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn ali á mannfyrirlitningu og hatri í garð útlendinga í útvarpserindi í gær. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra kom félaga sínum til varnar og sagði frjálslyndi Frjálslynda flokksins komið langt frá upprunalegri merkingu orðsins.

Fiskimjölsverksmiðju við Krossanes lokað

Aldrei framar munu menn finna peningalykt á Akureyri. Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Krossanesi og eru viðbrögð bæjarbúa ekki öll á sama veg.

Hætt að miða við fyrri greiðslur

Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi, þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára, en umboðsmaður alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. Magnús Stefánsson sagði, í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, að starfshópur væri að skoða framkvæmd laganna í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns og hann styddi þá breytingu sem þegar hefði verið gerð.

Sjá næstu 50 fréttir