Fleiri fréttir Ítalskur svikahrappur kostar TM tíu milljónir Tryggingamiðstöðinni hf var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Íslensku umboðssölunni hf tæpar tíu milljónir vegna stolins fiskfarms sem var í eigu Íslensku umboðssölunnar hf. Málsatvik eru þau að Ítala tókst að villa á sér heimildir þannig að hann fékk afgreiddan fiskfarm frá íslensku umboðssölunni fyrir rúmar 110 þúsund evrur. 7.2.2007 17:29 Tvær á gjörgæsludeild eftir bílslys á Breiðholtsbrautinni Konurnar tvær sem slösuðust í árekstri á Breiðholtsbrautinni í morgun eru báðar á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Þær hafa gengist undir skurðaðgerðir og eru með alvarlega áverka en eru með meðvitund. 7.2.2007 16:31 Ekki miðað við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára en Umboðsmaður Alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.2.2007 16:23 Sex milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag verktakafyrirtækið Heimi og Þorgeir hf. og Vörð Íslandstryggingu hf. til að greiða fyrrum starfsmanni Heimis og Þorgeirs tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. Fyrirtækjunum var einnig gert að greiða vexti frá slysadegi 30. ágúst 2004. 7.2.2007 16:12 Barnaníðingur grunaður um fleiri afbrot Vísbendingar eru um að meintur barnaníðingur, sem áreitti stúlkur í Vogahverfi, tengist fleiri málum en upphaflega var haldið. Maðurinn, sem er 26 ára, situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi áreitt fjórar stúlkur á aldrinum 5 til12 ára. 7.2.2007 15:45 Frestur starfsmanna RUV framlengdur Frestur starfsmanna RUV til að svara hvort þeir vilji hætta hætta störfum þegar hið nýja RUV ohf tekur til starfa hefur verið framlengdur fram á föstudag. Upphaflega átti fresturinn að renna út í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einhverjir starfsmenn nú þegar nýtt sér réttinn og munu hætta við breytingarnar. 7.2.2007 15:33 Þrír Íslendingar yfirheyrðir vegna barnaklámhrings Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur síðan um áramótin rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki. 7.2.2007 15:07 Búið að opna Ártúnsbrekku Búið er að opna Ártúnsbrekku í Reykjavík aftur en henni var lokað í vesturátt, á öðrum tímanum í dag, eftir að pallbíll með flutningavang aftan í valt í brekkunni. 7.2.2007 14:52 Geta treyst hlutleysi Capacent Gallup Íbúar í Hafnarfirði geta treyst því að kynningarefni sem komi frá bænum, vegna stækkunar álversins í Straumsvík, verði sett fram með hlutlausum hætti. Þetta segir í tilkynningu sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi Hafnarfjarðar hefur sent frá sér. 7.2.2007 14:37 Þungar áhyggjur af kjaramálum kennara Kennarar í Langholtsskóla eru uggandi yfir þróun kjaramála og telja sig sitja eftir öðrum stéttum í þeirri efnahags- og kjaraþróun sem átt hefur sér stað undanfarið í þjóðfélaginu. Kennararnir skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta það misræmi sem hefur orðið. Þeir vilja að Launanefnd standi við ákvæði í kjarasamningi sem segi að teknar skuli upp viðræður til að meta hvort almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Tímamörk á þeim viðræðum í samningnum voru 1. september 2006. 7.2.2007 14:16 Baráttufundur vegna virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár Andstæðingar virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár efna til baráttufundar næsta sunnudag. Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Sól á Suðurlandi standa fyrir fundinum sem haldinn verður í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 7.2.2007 14:08 Núverandi gengisástand óviðunandi Viðskiptaþing var sett á Hótel Nordica í dag. Formaður Viðskiptaráðs Erlendur Hjaltason sem einnig er forstjóri Exista sagði í setningarræðu að ekki yrði unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði lausnirnar þó ekki vera augljósar; “Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni.” 7.2.2007 14:01 Vöruflutningabíll valt í Ártúnsbrekku Vöruflutningabíll valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík og er lokað fyrir umferð í vesturátt vegna óhappsins. Nokkur olía lekur úr bílnum. Lögregla og slökkvilið eru á staðnum en ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. 7.2.2007 13:58 Þingmenn ánægðir með stofnun þróunarfélags Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu virðast sammála um að það hafi verið gott skref að stofna þróunarfélag um framtíð byggðarinnar á Miðnesheiði. Björgvin G Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hvort fram hefði farið úttekt um nýtingu á svæðinu. 7.2.2007 13:15 Rannís úthlutar styrkjum Vísindamenn fengu úthlutað alls 600 milljónum króna í dag þegar stærsti vísindasjóður landsins opnaði féhirslur sínar og deildi út fé til ýmissa verkefna. Joðskortur kvenna, mannleg hegðun sögupersóna í grafískum tölvuleikjum og sjálfsímynd Íslendinga eru á meðal þess sem Rannsóknarsjóður Íslands veitti fé. 7.2.2007 13:00 Þarf að ryksuga Reykjaneshöll Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ þykir leitt að heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telji bæinn hunsa niðurstöður eftirlitsins varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Það hafi ekki verið ætlunin. Hann segir að grasið verði hreinsað á allra næstu dögum. Eins og fram hefur komið leiða niðurstöður mælinga heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í ljós að svifryksmengun í Reykjaneshöll er langt yfir heilsuverndarmörkum. 7.2.2007 12:49 Hafísinn á undanhaldi Hafísinn, sem nýverið lagðist inn á firði á Vestfjörðum, er á hraðri leið frá landi. Hann er nú kominn upp undir miðlínuna á milli Íslands og Grænlands og öll hætta af honum liðin hjá, að sögn Ásdísar Auðunsdóttur hjá Veðurstofunni. 7.2.2007 12:45 Búist við átökum á fundi Framtíðarlandsins Búist er við miklum átökum á fundi Framtíðarlandsins í kvöld þar sem ákveðið verður hvort ráðist verður í framboð fyrir alþingiskosningar. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan átta og fyrir liggur tillaga stjórnar um að bjóða fram í alþingiskosningum undir merkjum Framtíðarlandsins. Drög að stefnuáætlun verða lögð fyrir fundinn. 7.2.2007 12:30 Verð á loðnu í methæðum Verð á loðnu er orðið hærra en nokkru sinni fyrr og bíða sjómenn þessi í ofvæni, á mörgum skipum norðaustur af landinu, að hún fari að ganga upp á landgrunnið og verða veiðanleg. 7.2.2007 12:17 Sakaðir um að ala á andúð gegn útlendingum Frjálslyndi flokkurinn elur á andúð gegn útlendingum og það kom skýrt fram í ræðu Guðjóns Arnar Kristjánssonar á flokkþingi Frjálslynda flokksins. Þetta sagði Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í dag. Sæunn vísaði sérstaklega til þess að formaðurinn varaði við því að útlendingar bæru hingað berklasmit. 7.2.2007 12:16 Baugstölur teknar úr samhengi Starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamningum og ekki teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi eins og gefið hefur verið í skyn í fréttum RUV. Tölur sem fréttirnar byggðu á voru teknar úr samhengi. Þetta kemur frá í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf. 7.2.2007 12:13 Vinstri-grænir auka fylgi sitt samkvæmt könnun Mannlífs Vinstri-grænir halda áfram að auka fylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Mannlífs og mælast nú með tæplega 22% fylgi. Samfylkingin mælist hins vegar aðeins með um eins prósentustigs meira fylgi eða 23%. 7.2.2007 12:06 Fulltrúi forseta ekki á fund utanríkismálanefndar Hvorki fulltrúi forsetaembættisins né utanríkisráðuneytisins mættu á fund utanríkismálanefndar í morgun, vegna setu forsetans í þróunarráði Indlands. Halldór Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að utanríkisráðherra muni koma á fund nefndarinnar síðar. 7.2.2007 11:50 Tveir fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Breiðholtsbrautinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Tveir fólksbílar lentu saman og voru tækjabílar frá slökkviliðinu kallaðir á staðinn til að ná ökumönnum, sem voru einir í bílunum, út úr þeim. 7.2.2007 11:24 Ísland miðpunktur í kaupum á ferðaþjónustu Hin árlega Mid-Atlantic kaupstefna verður haldin dagana 8.–11. febrúar í anddyri nýju og gömlu Laugardalshallarinnar. Kaupstefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. 7.2.2007 10:59 Sól í Straumi vilja ekki Capacent Gallup Samtökin Sól í Straumi eru ósátt við að fyrirtækið Capacent Gallup, hafi verið valið af Hafnarfjarðarbæ sem óháður kynningaraðili, í aðdraganda kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. 7.2.2007 10:52 Skjálftahrina við Herðubreiðarlindir Skjálftahrinan við Herðubreiðarlindir stendur enn yfir en hrinan hófst í síðustu viku. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur var í morgun upp á 2,5 á richter. Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um skjálftarnir hafi fundist í byggð en skjálftahrinur eru á svæðinu öðru hverju. 7.2.2007 10:46 Stefnumótun í lýðheilsu Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í vor en þau verða veitt í viðurkenningaskyni vegna framlags stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til góðrar heilsu landsmanna. Verðlaunin eru hluti af stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn – með samtakamætti landsmanna 7.2.2007 10:32 Kaupa sex Airbus-breiðþotur Flugfélag Arngríms Jóhannssonar og Hafþórs Hafsteinssonar, Avion Aircraft Trading, samdi í dag um smíði sex Airbus-breiðþotna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag kaupir nýjar Airbus-þotur beint frá verksmiðjunum. 6.2.2007 19:15 Ómar Ragnarsson á móti nýjum Kjalvegi Ómar Ragnarsson telur ekki rétt að leggja nýjan malbikaðan veg um Kjöl og segir veginn eingöngu þjóna hagsmunum þeirra aðila sem standa að undirbúningi vegarins. Það séu þeir sem þurfi að flytja vörur daglega á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta segir Ómar þrátt fyrir að hafa veitt Norðurveg ehf. ráðgjöf um nýtt vegstæði á Kili. 6.2.2007 19:00 Stjórnvöld þurfa að taka í taumana Stjórnvöld þurfa að taka í taumana í stjórnleysinu sem ríkir í stóriðju- og virkjanamálum. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar, sem kynnti rammaáætlun flokksins er lýtur að náttúruvernd, á Alþingi í dag. Formaðurinn neitar því að þetta séu viðbrögð við skoðanakönnun Blaðsins, sem sýnir fylgistap Samfylkingarinnar og fylgisaukningu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 6.2.2007 19:00 Í gæsluvarðhald eftir Kompás Hálffimmtugur karlmaður var í héraðsdómi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Maðurinn er einn af þeim fimm sem fóru í íbúð, sem Kompás hafði tekið á leigu, í þeirri von að hitta þrettán ára stúlku. 6.2.2007 18:58 Fjármagnstekjufólk greiði til samfélagsins Skattkerfið þarf að ná til fólks sem hefur fjármagnstekjur en greiðir ekki venjulega skatta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Á þriðja þúsund landsmanna hefur eingöngu fjármagnstekjur og borgar ekkert til sveitarfélaganna. 6.2.2007 18:52 Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. 6.2.2007 18:45 Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6.2.2007 18:45 Varnarliðið skuldar íslenskum fyrirtækjum Íslensk fyrirtæki kvarta undan því að hafa ekki fengið greitt fyrir vörur hjá Varnarliðinu, um eða yfir hálfu ári eftir að herinn fékk vörurnar. Reikningarnir eru ýmist sendir til höfuðstöðva hersins á Ítalíu eða í Bretlandi. 6.2.2007 18:44 Þriggja mánaða fangelsi fyrir fólskulega árás Tveir karlmenn um tvítugt þurfa aðeins að sitja í þrjá mánuði í fangelsi fyrir fólskulega árás gegn jafnaldra sínum. Þeir rændu honum við þriðja mann og óku með hann upp í Heiðmörk þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka. 6.2.2007 18:38 Stjórnvöld án markmiða í loftlagsmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir íslensk stjórnvöld ekki hafa sett sér markmið um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda eins og flestar þjóðir Evrópu hafi gert. Forsætisráðherra segir að Íslendingar muni ekki skerast úr leik þegar reynt verði að ná samstöðu þjóða um þetta mál. 6.2.2007 18:30 Nýr milljarða fjárfestingasjóður Nýr fjárfestingasjóður sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða hefur lokið fjármögnun sinni og hefur nú 5,5 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Ísland er annað vænlegasta landið fyrir fjárfesta í Evrópu samkvæmt nýrri könnun 6.2.2007 18:30 Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag. Umræðan var vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd. 6.2.2007 17:31 Tengibrautin í samræmi við lög Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að heimild til að veita framkvæmdaleyfi fyrir tengibraut um Álafosskvísl hafi verið skýr og í fullu samræmi við lög og reglur. Gengið hafi verið úr skugga um það á fundi bæjarins með fulltrúum Umhverfisstofnunar 5. febrúar. Ekki hafi þurft að leita umsagnar Umhverfisstofnunar í þriðja sinn. 6.2.2007 15:54 Ódýrara að aka um Hvalfjarðargöngin Veggjöld um Hvalfjarðagöngin lækka frá og með 1. mars næstkomandi. Þannig lækkar stök ferð fólksbíla úr eitt þúsund krónum í níu hundruð krónur. Gjaldið fyrir staka ferð hefur verið þúsund krónur frá því göngin voru opnuð 1998. Bæði er um lækkun virðisaukaskatts að ræða og lækkun fyrirtækisins. 6.2.2007 15:33 Dæmdir fyrir að ræna manni og misþyrma honum Héraðsdómur Reykjaness dæmi í dag þrjá unga karlmenn fyrir að ræna í maí á síðasta ári tvítugum karlmanni og misþyrma honum. Þeir námu manninn á brott af heimili hans í Garðabæ, óku með hann upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á honum þar. 6.2.2007 15:19 Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára stúlku Guðrúnu Maríu Pálsdóttur. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þriðjudaginn 30. janúar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guðrúnar Maríu eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100. 6.2.2007 15:15 Frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Frumvarpinu er ætlað að gefa stjórnvöldum tæki til að stjórna losun koldíoxíðs frá stóriðju. 6.2.2007 14:43 Sjá næstu 50 fréttir
Ítalskur svikahrappur kostar TM tíu milljónir Tryggingamiðstöðinni hf var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Íslensku umboðssölunni hf tæpar tíu milljónir vegna stolins fiskfarms sem var í eigu Íslensku umboðssölunnar hf. Málsatvik eru þau að Ítala tókst að villa á sér heimildir þannig að hann fékk afgreiddan fiskfarm frá íslensku umboðssölunni fyrir rúmar 110 þúsund evrur. 7.2.2007 17:29
Tvær á gjörgæsludeild eftir bílslys á Breiðholtsbrautinni Konurnar tvær sem slösuðust í árekstri á Breiðholtsbrautinni í morgun eru báðar á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Þær hafa gengist undir skurðaðgerðir og eru með alvarlega áverka en eru með meðvitund. 7.2.2007 16:31
Ekki miðað við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára en Umboðsmaður Alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7.2.2007 16:23
Sex milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag verktakafyrirtækið Heimi og Þorgeir hf. og Vörð Íslandstryggingu hf. til að greiða fyrrum starfsmanni Heimis og Þorgeirs tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. Fyrirtækjunum var einnig gert að greiða vexti frá slysadegi 30. ágúst 2004. 7.2.2007 16:12
Barnaníðingur grunaður um fleiri afbrot Vísbendingar eru um að meintur barnaníðingur, sem áreitti stúlkur í Vogahverfi, tengist fleiri málum en upphaflega var haldið. Maðurinn, sem er 26 ára, situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi áreitt fjórar stúlkur á aldrinum 5 til12 ára. 7.2.2007 15:45
Frestur starfsmanna RUV framlengdur Frestur starfsmanna RUV til að svara hvort þeir vilji hætta hætta störfum þegar hið nýja RUV ohf tekur til starfa hefur verið framlengdur fram á föstudag. Upphaflega átti fresturinn að renna út í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einhverjir starfsmenn nú þegar nýtt sér réttinn og munu hætta við breytingarnar. 7.2.2007 15:33
Þrír Íslendingar yfirheyrðir vegna barnaklámhrings Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur síðan um áramótin rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki. 7.2.2007 15:07
Búið að opna Ártúnsbrekku Búið er að opna Ártúnsbrekku í Reykjavík aftur en henni var lokað í vesturátt, á öðrum tímanum í dag, eftir að pallbíll með flutningavang aftan í valt í brekkunni. 7.2.2007 14:52
Geta treyst hlutleysi Capacent Gallup Íbúar í Hafnarfirði geta treyst því að kynningarefni sem komi frá bænum, vegna stækkunar álversins í Straumsvík, verði sett fram með hlutlausum hætti. Þetta segir í tilkynningu sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi Hafnarfjarðar hefur sent frá sér. 7.2.2007 14:37
Þungar áhyggjur af kjaramálum kennara Kennarar í Langholtsskóla eru uggandi yfir þróun kjaramála og telja sig sitja eftir öðrum stéttum í þeirri efnahags- og kjaraþróun sem átt hefur sér stað undanfarið í þjóðfélaginu. Kennararnir skora á Launanefnd sveitarfélaga að leiðrétta það misræmi sem hefur orðið. Þeir vilja að Launanefnd standi við ákvæði í kjarasamningi sem segi að teknar skuli upp viðræður til að meta hvort almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Tímamörk á þeim viðræðum í samningnum voru 1. september 2006. 7.2.2007 14:16
Baráttufundur vegna virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár Andstæðingar virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár efna til baráttufundar næsta sunnudag. Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Sól á Suðurlandi standa fyrir fundinum sem haldinn verður í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 7.2.2007 14:08
Núverandi gengisástand óviðunandi Viðskiptaþing var sett á Hótel Nordica í dag. Formaður Viðskiptaráðs Erlendur Hjaltason sem einnig er forstjóri Exista sagði í setningarræðu að ekki yrði unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði lausnirnar þó ekki vera augljósar; “Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni.” 7.2.2007 14:01
Vöruflutningabíll valt í Ártúnsbrekku Vöruflutningabíll valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík og er lokað fyrir umferð í vesturátt vegna óhappsins. Nokkur olía lekur úr bílnum. Lögregla og slökkvilið eru á staðnum en ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. 7.2.2007 13:58
Þingmenn ánægðir með stofnun þróunarfélags Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu virðast sammála um að það hafi verið gott skref að stofna þróunarfélag um framtíð byggðarinnar á Miðnesheiði. Björgvin G Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hvort fram hefði farið úttekt um nýtingu á svæðinu. 7.2.2007 13:15
Rannís úthlutar styrkjum Vísindamenn fengu úthlutað alls 600 milljónum króna í dag þegar stærsti vísindasjóður landsins opnaði féhirslur sínar og deildi út fé til ýmissa verkefna. Joðskortur kvenna, mannleg hegðun sögupersóna í grafískum tölvuleikjum og sjálfsímynd Íslendinga eru á meðal þess sem Rannsóknarsjóður Íslands veitti fé. 7.2.2007 13:00
Þarf að ryksuga Reykjaneshöll Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ þykir leitt að heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telji bæinn hunsa niðurstöður eftirlitsins varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Það hafi ekki verið ætlunin. Hann segir að grasið verði hreinsað á allra næstu dögum. Eins og fram hefur komið leiða niðurstöður mælinga heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í ljós að svifryksmengun í Reykjaneshöll er langt yfir heilsuverndarmörkum. 7.2.2007 12:49
Hafísinn á undanhaldi Hafísinn, sem nýverið lagðist inn á firði á Vestfjörðum, er á hraðri leið frá landi. Hann er nú kominn upp undir miðlínuna á milli Íslands og Grænlands og öll hætta af honum liðin hjá, að sögn Ásdísar Auðunsdóttur hjá Veðurstofunni. 7.2.2007 12:45
Búist við átökum á fundi Framtíðarlandsins Búist er við miklum átökum á fundi Framtíðarlandsins í kvöld þar sem ákveðið verður hvort ráðist verður í framboð fyrir alþingiskosningar. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan átta og fyrir liggur tillaga stjórnar um að bjóða fram í alþingiskosningum undir merkjum Framtíðarlandsins. Drög að stefnuáætlun verða lögð fyrir fundinn. 7.2.2007 12:30
Verð á loðnu í methæðum Verð á loðnu er orðið hærra en nokkru sinni fyrr og bíða sjómenn þessi í ofvæni, á mörgum skipum norðaustur af landinu, að hún fari að ganga upp á landgrunnið og verða veiðanleg. 7.2.2007 12:17
Sakaðir um að ala á andúð gegn útlendingum Frjálslyndi flokkurinn elur á andúð gegn útlendingum og það kom skýrt fram í ræðu Guðjóns Arnar Kristjánssonar á flokkþingi Frjálslynda flokksins. Þetta sagði Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í dag. Sæunn vísaði sérstaklega til þess að formaðurinn varaði við því að útlendingar bæru hingað berklasmit. 7.2.2007 12:16
Baugstölur teknar úr samhengi Starfstengdar greiðslur til æðstu yfirmanna Baugs voru samningsbundnar í starfssamningum og ekki teknar úr sjóðum félagsins ófrjálsri hendi eins og gefið hefur verið í skyn í fréttum RUV. Tölur sem fréttirnar byggðu á voru teknar úr samhengi. Þetta kemur frá í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf. 7.2.2007 12:13
Vinstri-grænir auka fylgi sitt samkvæmt könnun Mannlífs Vinstri-grænir halda áfram að auka fylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Mannlífs og mælast nú með tæplega 22% fylgi. Samfylkingin mælist hins vegar aðeins með um eins prósentustigs meira fylgi eða 23%. 7.2.2007 12:06
Fulltrúi forseta ekki á fund utanríkismálanefndar Hvorki fulltrúi forsetaembættisins né utanríkisráðuneytisins mættu á fund utanríkismálanefndar í morgun, vegna setu forsetans í þróunarráði Indlands. Halldór Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að utanríkisráðherra muni koma á fund nefndarinnar síðar. 7.2.2007 11:50
Tveir fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Breiðholtsbrautinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Tveir fólksbílar lentu saman og voru tækjabílar frá slökkviliðinu kallaðir á staðinn til að ná ökumönnum, sem voru einir í bílunum, út úr þeim. 7.2.2007 11:24
Ísland miðpunktur í kaupum á ferðaþjónustu Hin árlega Mid-Atlantic kaupstefna verður haldin dagana 8.–11. febrúar í anddyri nýju og gömlu Laugardalshallarinnar. Kaupstefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. 7.2.2007 10:59
Sól í Straumi vilja ekki Capacent Gallup Samtökin Sól í Straumi eru ósátt við að fyrirtækið Capacent Gallup, hafi verið valið af Hafnarfjarðarbæ sem óháður kynningaraðili, í aðdraganda kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. 7.2.2007 10:52
Skjálftahrina við Herðubreiðarlindir Skjálftahrinan við Herðubreiðarlindir stendur enn yfir en hrinan hófst í síðustu viku. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur var í morgun upp á 2,5 á richter. Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um skjálftarnir hafi fundist í byggð en skjálftahrinur eru á svæðinu öðru hverju. 7.2.2007 10:46
Stefnumótun í lýðheilsu Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í vor en þau verða veitt í viðurkenningaskyni vegna framlags stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til góðrar heilsu landsmanna. Verðlaunin eru hluti af stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn – með samtakamætti landsmanna 7.2.2007 10:32
Kaupa sex Airbus-breiðþotur Flugfélag Arngríms Jóhannssonar og Hafþórs Hafsteinssonar, Avion Aircraft Trading, samdi í dag um smíði sex Airbus-breiðþotna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag kaupir nýjar Airbus-þotur beint frá verksmiðjunum. 6.2.2007 19:15
Ómar Ragnarsson á móti nýjum Kjalvegi Ómar Ragnarsson telur ekki rétt að leggja nýjan malbikaðan veg um Kjöl og segir veginn eingöngu þjóna hagsmunum þeirra aðila sem standa að undirbúningi vegarins. Það séu þeir sem þurfi að flytja vörur daglega á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta segir Ómar þrátt fyrir að hafa veitt Norðurveg ehf. ráðgjöf um nýtt vegstæði á Kili. 6.2.2007 19:00
Stjórnvöld þurfa að taka í taumana Stjórnvöld þurfa að taka í taumana í stjórnleysinu sem ríkir í stóriðju- og virkjanamálum. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar, sem kynnti rammaáætlun flokksins er lýtur að náttúruvernd, á Alþingi í dag. Formaðurinn neitar því að þetta séu viðbrögð við skoðanakönnun Blaðsins, sem sýnir fylgistap Samfylkingarinnar og fylgisaukningu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 6.2.2007 19:00
Í gæsluvarðhald eftir Kompás Hálffimmtugur karlmaður var í héraðsdómi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Maðurinn er einn af þeim fimm sem fóru í íbúð, sem Kompás hafði tekið á leigu, í þeirri von að hitta þrettán ára stúlku. 6.2.2007 18:58
Fjármagnstekjufólk greiði til samfélagsins Skattkerfið þarf að ná til fólks sem hefur fjármagnstekjur en greiðir ekki venjulega skatta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Á þriðja þúsund landsmanna hefur eingöngu fjármagnstekjur og borgar ekkert til sveitarfélaganna. 6.2.2007 18:52
Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. 6.2.2007 18:45
Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6.2.2007 18:45
Varnarliðið skuldar íslenskum fyrirtækjum Íslensk fyrirtæki kvarta undan því að hafa ekki fengið greitt fyrir vörur hjá Varnarliðinu, um eða yfir hálfu ári eftir að herinn fékk vörurnar. Reikningarnir eru ýmist sendir til höfuðstöðva hersins á Ítalíu eða í Bretlandi. 6.2.2007 18:44
Þriggja mánaða fangelsi fyrir fólskulega árás Tveir karlmenn um tvítugt þurfa aðeins að sitja í þrjá mánuði í fangelsi fyrir fólskulega árás gegn jafnaldra sínum. Þeir rændu honum við þriðja mann og óku með hann upp í Heiðmörk þar sem þeir gengu í skrokk á honum. Maðurinn hlaut lífshættulega áverka. 6.2.2007 18:38
Stjórnvöld án markmiða í loftlagsmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir íslensk stjórnvöld ekki hafa sett sér markmið um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda eins og flestar þjóðir Evrópu hafi gert. Forsætisráðherra segir að Íslendingar muni ekki skerast úr leik þegar reynt verði að ná samstöðu þjóða um þetta mál. 6.2.2007 18:30
Nýr milljarða fjárfestingasjóður Nýr fjárfestingasjóður sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða hefur lokið fjármögnun sinni og hefur nú 5,5 milljarða til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Ísland er annað vænlegasta landið fyrir fjárfesta í Evrópu samkvæmt nýrri könnun 6.2.2007 18:30
Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum Samfylkingin vill fresta stóriðjufamkvæmdum í Straumsvík og Helguvík. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í umræðu sem fram fór á Alþingi í dag. Umræðan var vegna frumvarps um rammaáætlun um náttúruvernd. 6.2.2007 17:31
Tengibrautin í samræmi við lög Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að heimild til að veita framkvæmdaleyfi fyrir tengibraut um Álafosskvísl hafi verið skýr og í fullu samræmi við lög og reglur. Gengið hafi verið úr skugga um það á fundi bæjarins með fulltrúum Umhverfisstofnunar 5. febrúar. Ekki hafi þurft að leita umsagnar Umhverfisstofnunar í þriðja sinn. 6.2.2007 15:54
Ódýrara að aka um Hvalfjarðargöngin Veggjöld um Hvalfjarðagöngin lækka frá og með 1. mars næstkomandi. Þannig lækkar stök ferð fólksbíla úr eitt þúsund krónum í níu hundruð krónur. Gjaldið fyrir staka ferð hefur verið þúsund krónur frá því göngin voru opnuð 1998. Bæði er um lækkun virðisaukaskatts að ræða og lækkun fyrirtækisins. 6.2.2007 15:33
Dæmdir fyrir að ræna manni og misþyrma honum Héraðsdómur Reykjaness dæmi í dag þrjá unga karlmenn fyrir að ræna í maí á síðasta ári tvítugum karlmanni og misþyrma honum. Þeir námu manninn á brott af heimili hans í Garðabæ, óku með hann upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á honum þar. 6.2.2007 15:19
Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára stúlku Guðrúnu Maríu Pálsdóttur. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þriðjudaginn 30. janúar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guðrúnar Maríu eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100. 6.2.2007 15:15
Frumvarp um losun gróðurhúsalofttegunda Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Frumvarpinu er ætlað að gefa stjórnvöldum tæki til að stjórna losun koldíoxíðs frá stóriðju. 6.2.2007 14:43